Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vill tækifæri til að komast aftur inn í samfélagið

Unn­ur Regína Gunn­ars­dótt­ir fékk reglu­lega að heyra að hún væri kvíð­in ung kona á með­an hún barð­ist í fimm ár eft­ir því að fá rétta grein­ingu. Nú er hún greind með sjald­gæf­an sjúk­dóm og sér sjálf um að halda ut­an um með­ferð­ina, þeg­ar hún á eig­in­lega al­veg nóg með að tak­ast á við af­leið­ing­ar veik­ind­anna. Hún þrá­ir að ná bata og kom­ast aft­ur út í sam­fé­lag­ið, fara að vinna og verða að gagni, eins og hún orð­ar það, 27 ára göm­ul kona sem bú­ið er að skil­greina sem ör­yrkja.

Unnur Regína Gunnarsdóttir lýsir þeirri einmanalegu tilfinningu sem fylgir því að vera 27 ára gömul kona sem lifir daglegu lífi að mestu aðskilin frá daglegu amstri samfélagsins, upplifir sig einangraða og finnur á sama tíma hjá sér skömm yfir eigin hlutskipti, sem hún hefur harmað á dekkstu dögunum. Eftir langa og flókna baráttu við heilbrigðiskerfið greindist Unnur Regína með arfgenga sjúkdóminn Ehlers Danlos, sem er sjaldgæfur sjúkdómur sem leggst misjafnt á fólk. Í alvarlegustu tilfellunum getur hann valdið lömun og skammlífi vegna rofs í ósæð eða líffærarofi, sem getur verið eitt af fjölmörgum birtingarmyndum sjúkdómsins. Baráttan fyrir réttri greiningu tók verulega á og afskrifuðu læknar áhyggjur hennar sem kvíða og ímyndunarveiki ungrar konu og eftir að hafa heyrt slíkt margsagt var hún á tímabili farin að efast um eigið geðheibrigði.

Sársauki eðlilegt ástand

Þegar Unnur Regína hugsar til baka til bernskuáranna man hún ekki eftir sér öðruvísi en verkjaðri og …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár