Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Frelsaði sig frá fortíðinni

Kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Dav­íð Arn­ar Odd­geirs­son var stadd­ur í vinnu­ferð er­lend­is þeg­ar hon­um var byrl­uð ólyfjan og hann mis­not­að­ur kyn­ferð­is­lega. Eft­ir að hann sagði frá of­beld­inu mætti hann þögn, sem varð til þess að hann ræddi ekki aft­ur um of­beld­ið næstu ár­in. Sex ár­um síð­ar ákvað hann að horf­ast í augu við sárs­auk­ann og heila brost­ið hjarta. Síð­an þá hef­ur hann aldrei ver­ið sterk­ari. Hon­um tókst ekki að­eins að öðl­ast frelsi frá for­tíð­inni held­ur finna til­gang með sárs­auk­an­um og umbreyta hon­um í eitt­hvað ótrú­lega gott.

Frelsaði sig frá fortíðinni
Hugrekki að horfast í augu við sársaukann Sex árum eftir atvikið ákvað Davíð Arnar loks að horfast í augu við sjálfan sig og sársaukann sem bærðist í um í brjósti hans og heila þetta brostna hjarta. Mynd: Heiða Helgadóttir

Davíð Arnar Oddgeirsson var staddur í vinnuferð erlendis þegar öll völd voru rifin af honum eitt kvöldið, er hann lenti í klóm manns sem eitraði fyrir honum og misnotaði hann kynferðislega. Davíð segir frá því hvernig hann lifði af ofbeldið sem hann sætti og tókst með hugrekki að umbreyta sársauka yfir í tilgang, ást og að lokum sátt. „Fyrirgefningin er gríðarlega öflugt tól og hugrekki er lykillinn að því, þú fyrirgefur einungis fyrir sjálfan þig. Þú gerir það til þess að öðlast hugarró, og að mínu mati er ekkert eftirsóknarverðara í þessu lífi en einmitt það,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson. 

Hann er viðskiptafræðingur og sjálflærður kvikmyndagerðamaður, afkastamikill á sínu sviði og hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlum fyrir persónulegar og einlæga nálgun í verkum sínum. Þá stofnaði hann einnig snjóbrettaskóla, þar sem hann bæði sá um kennslu og rekstur á um sjö ára tímabili. Hann er sonur og bróðir tveggja, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár