Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Þarna missti ég mömmu mína en eignaðist systur“

Ír­is Krist­ins­dótt­ir var ein þekkt­asta söng­kona lands­ins áð­ur en hún hvarf af sjón­ar­svið­inu. Hún seg­ir hér frá því hvernig hún brann út og rat­aði nið­ur­brot­in í fang of­beld­is­manns, glímdi við sár­an missi og upp­lifði óvænta gleði þeg­ar hún fann ást­ina á ný, eign­að­ist tví­bura og tengd­ist syst­ur sinni á dán­ar­beði móð­ur­inn­ar, sem neit­aði að deyja fyrr en fjöl­skyld­an hefði sam­ein­ast.

Þakklæti er fyrsta orðið sem kemur upp í huga Írisar þegar hún hugsar um nýafstaðna aldamótatónleika – þakklæti fyrir að hafa fengið að stíga aftur á svið, sem var svo stór þáttur af lífi hennar „Ég verð að viðurkenna að ég hélt allt eins að ég hefði misst af glugganum og átti allt eins von á því að þessi stund myndi aldrei renna upp, þó að ég hafi þráð það heitt innst inni.“

Íris hvarf skyndilega af sjónarsviðinu eftir að hafa verið áberandi í tónlistarbransanum á níunda áratugnum. Hún minnist þess tíma með gleði, en viðurkennir að þessi ár hafi tekið jafn mikið frá henni og þau gáfu. Hún segir hér frá því hvernig hún brann út og glímdi við kulnun og rataði niðurbrotin í fang ofbeldismanns. Þegar hún hafði unnið vel í sjálfri sér og hóf nám á eigin forsendum, í leiklist, missti hún bæði blóðföður sinn, sem hún …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár