Jakob Jakobsson var á sínum tíma fyrsti karlmaðurinn til að útskrifast sem smurbrauðsjómfrú frá hinu fræga smurbrauðsveitingahúsi Oscars Davidsen í Kaupmannahöfn. Jakob og eiginmaður hans, Guðmundur Guðjónsson, ráku um árabil veitingastaðinn Jómfrúna í miðbæ Reykjavíkur en þeir hafa nú söðlað um og opnað nýjan veitingastað fyrir utan borgarmörkin. Á Matkránni í Hveragerði er umhverfið stílhreint og skandinavískt og smurbrauðið klassískt og gott.
„Upphafið að þessu öllu saman var sú hugdetta mín að fara til Danmerkur og læra að matreiða danskt smurbrauð. Þar kynnumst við þessari dönsku veitingahúsamenningu, sem má segja að hafi löngum verið ein sú þróaðasta á Norðurlöndunum, en Danir hafa alltaf verið miklir matmenn og tala mikið um mat, næstum eins og á Ítalíu. Svo er það þetta frábæra, danska fyrirbæri smurbrauð, sem heitir smorgas í Svíþjóð en ég held að Danirnir hafi svolítið vinninginn að því leyti að þeir hafa haldið sögunni vel til haga frá þeim …
Athugasemdir