Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Byggja eitthvað fallegt ofan á eina sneið af rúgbrauði

Smur­brauð átti um tíma und­ir högg að sækja og þótti ekki ýkja fín mat­reiðsla. Í dag er öld­in önn­ur og meist­ara­kokk­ar eru farn­ir að bera fram smur­brauð en smur­brauð­sjó­mfrú­in Jakob Jak­obs­son sótti sína mennt­un í mekka smur­brauðs­ins, til Dan­merk­ur. Eft­ir að hafa rek­ið Jóm­frúna í mið­bæ Reykja­vík­ur um ára­bil hafa þeir Jakob og eig­in­mað­ur hans, Guð­mund­ur Guð­jóns­son, nú stofn­að Mat­krána í Hvera­gerði og bera þar fram dýr­ind­is smur­brauð og rétti fyr­ir mat­ar­gesti.

Byggja eitthvað fallegt ofan á eina sneið af rúgbrauði
Jakob og Guðmundur Þeir ráku um árabil veitingastaðinn Jómfrúna í miðbæ Reykjavíkur en hafa nú söðlað um og opnað nýjan veitingastað fyrir utan borgarmörkin. Mynd: Heida Helgadottir

Jakob Jakobsson var á sínum tíma fyrsti karlmaðurinn til að útskrifast sem smurbrauðsjómfrú frá hinu fræga smurbrauðsveitingahúsi Oscars Davidsen í Kaupmannahöfn. Jakob og eiginmaður hans, Guðmundur Guðjónsson, ráku um árabil veitingastaðinn Jómfrúna í miðbæ Reykjavíkur en þeir hafa nú söðlað um og opnað nýjan veitingastað fyrir utan borgarmörkin. Á Matkránni í Hveragerði er umhverfið stílhreint og skandinavískt og smurbrauðið klassískt og gott.

„Upphafið að þessu öllu saman var sú hugdetta mín að fara til Danmerkur og læra að matreiða danskt smurbrauð.  Þar kynnumst við þessari dönsku veitingahúsamenningu, sem má segja að hafi löngum verið ein sú þróaðasta á Norðurlöndunum, en Danir hafa alltaf verið miklir matmenn og tala mikið um mat, næstum eins og á Ítalíu. Svo er það þetta frábæra, danska fyrirbæri smurbrauð, sem heitir smorgas í Svíþjóð en ég held að Danirnir hafi svolítið vinninginn að því leyti að þeir hafa haldið sögunni vel til haga frá þeim …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár