Byggja eitthvað fallegt ofan á eina sneið af rúgbrauði

Smur­brauð átti um tíma und­ir högg að sækja og þótti ekki ýkja fín mat­reiðsla. Í dag er öld­in önn­ur og meist­ara­kokk­ar eru farn­ir að bera fram smur­brauð en smur­brauð­sjó­mfrú­in Jakob Jak­obs­son sótti sína mennt­un í mekka smur­brauðs­ins, til Dan­merk­ur. Eft­ir að hafa rek­ið Jóm­frúna í mið­bæ Reykja­vík­ur um ára­bil hafa þeir Jakob og eig­in­mað­ur hans, Guð­mund­ur Guð­jóns­son, nú stofn­að Mat­krána í Hvera­gerði og bera þar fram dýr­ind­is smur­brauð og rétti fyr­ir mat­ar­gesti.

Byggja eitthvað fallegt ofan á eina sneið af rúgbrauði
Jakob og Guðmundur Þeir ráku um árabil veitingastaðinn Jómfrúna í miðbæ Reykjavíkur en hafa nú söðlað um og opnað nýjan veitingastað fyrir utan borgarmörkin. Mynd: Heida Helgadottir

Jakob Jakobsson var á sínum tíma fyrsti karlmaðurinn til að útskrifast sem smurbrauðsjómfrú frá hinu fræga smurbrauðsveitingahúsi Oscars Davidsen í Kaupmannahöfn. Jakob og eiginmaður hans, Guðmundur Guðjónsson, ráku um árabil veitingastaðinn Jómfrúna í miðbæ Reykjavíkur en þeir hafa nú söðlað um og opnað nýjan veitingastað fyrir utan borgarmörkin. Á Matkránni í Hveragerði er umhverfið stílhreint og skandinavískt og smurbrauðið klassískt og gott.

„Upphafið að þessu öllu saman var sú hugdetta mín að fara til Danmerkur og læra að matreiða danskt smurbrauð.  Þar kynnumst við þessari dönsku veitingahúsamenningu, sem má segja að hafi löngum verið ein sú þróaðasta á Norðurlöndunum, en Danir hafa alltaf verið miklir matmenn og tala mikið um mat, næstum eins og á Ítalíu. Svo er það þetta frábæra, danska fyrirbæri smurbrauð, sem heitir smorgas í Svíþjóð en ég held að Danirnir hafi svolítið vinninginn að því leyti að þeir hafa haldið sögunni vel til haga frá þeim …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár