Í krefjandi aðstæðum er mikilvægt að setja ekki hamingjuna á bið, fólk verður að leyfa sér að njóta en bíða ekki bara eftir því að ástand, eins og kórónaveirufaraldurinn til að mynda, verði yfirstaðið. Miklu fremur á fólk að leggja rækt við sjálft sig, að vera hreinskilið um sína líðan við sig og aðra og taka ákvörðun um að höndla hamingjuna. „Við eigum bara að fara í fínu fötin, borða eitthvað gott, dansa heima í stofu, bara ein eða með okkar nánustu og leyfa okkur að vera glöð,“ segir Auður Axelsdóttir, framkvæmdastjóri Hugarafls um hamingjuna.
Auður er einn stofnenda Hugarafls, sem er félagsskapur fólks sem tekist hefur á við andlegar áskoranir og aðstandendur þeirra. Hún er iðjuþjálfi að mennt og hefur einbeitt sér að geðheilbrigði í sinni vinnu. Auður vinnur því með hamingjuna, en oft líka skort á henni, alla daga. „Í Hugarafli vinnum við með geðheilbrigði og þar með …
Athugasemdir