Þrátt fyrir að listasöfn, kvikmynda- og tónlistarhús séu lokuð þá eru fjölmargir listamenn að streyma efni til áhorfenda á netinu og nú gefst nægur tími heima til að sökkva sér dýpra í listina. Listin er kærkomið lyf við COVID-kvíða. Hún er afþreying, innblástur, skemmtun, fegurð, flótti frá raunveruleikanum og hún er líka, það sem mikilvægast er, vonin. Stundin hafði samband við nokkra valinkunna listunnendur og bað þá um að segja sér hvaða list hefur hjálpað þeim undanfarnar vikur.
Sigrún Hrólfsdóttir
myndlistarmaður og deildarstjóri myndlistardeildar hjá LHÍ
Dóttir mín hefur hjálpað mér að horfa á japönsku kvikmyndirnar frá Studio Ghibli sem eru núna aðgengilegar á Netflix; Totoro, Spirited Away og margar fleiri perlur. Við fjölskyldan munum halda áfram að vinna okkur í gegnum þetta undursamlega safn kvikmynda. Ég vil líka mæla með tveimur bókum eftir unga íslenska höfunda sem ég hef nýverið lesið, Aftur og aftur eftir Halldór Armand Ásgeirsson og …
Athugasemdir