Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óttast að smitast af covid-19 á Ásbrú

Hæl­is­leit­end­ur sem dvelja í hús­næði Út­lend­inga­stofn­un­ar að Ás­brú í Reykja­nes­bæ ótt­ast covid-19 smit og forð­ast marg­ir að nota sam­eig­in­lega eld­hús­að­stöðu. Í fjöl­menn­asta úr­ræði stofn­un­ar­inn­ar búa sjö­tíu og sex karl­menn tveir og tveir sam­an í her­bergi. Upp­lýs­inga­full­trúi Út­lend­inga­stofn­un­ar seg­ir það gilda um íbúa á Ás­brú eins og aðra, að þeir verði að leggja sitt að mörk­um til að minnka lík­ur á smiti.

Óttast að smitast af covid-19 á Ásbrú
Húsið að Ásbrú Þar dvelja 76 karlmenn í tveggja manna herbergjum. Mynd: RÚV

„Margir okkar eru hræddir við að nota sameiginlega eldhúsið núna. Ég reyni til dæmis að útbúa mér mat á óvenjulegum tímum, svo að ég hitti sem fæsta í eldhúsinu,“ segir umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur að Ásbrú í Reykjanesbæ. Stundinni barst nýverið ábending um að einstaklingar sem starfa með hælisleitendum sem búa á Ásbrú óttist að þar geti breiðst út smit vegna mikils návígis. Útlendingastofnun er með tvö húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú. Í öðru þeirra dvelja nú 36 einstaklingar og í hinu 74. Maðurinn dvelur í því fjölmennara. 

Innan úr sameiginlegu eldhúsiMennirnir, 76 talsins, deila sömu eldhúsaðstöðunni. Margir þeirra forðast nú að nota hana, af ótta við að smitast af covid-19.

„Margir okkar eru hræddir við að nota sameiginlega eldhúsið núna“

 „Ég hef spurt aðra sem hér dvelja hvort þeir óttist covid-19. Þeir eru sumir áhyggjufullir, meðvitaðir um hættuna og reyna að verja sig, en ekki allir. Ég spurði einn þeirra í gær hvort hann væri hræddur. Hann sagði: „Nei, því ég ver mig vel. Ég er með sótthreinsandi gel á herberginu mínu. En ég er hræddur um að smitast í eldhúsinu eða þegar ég fer út í búð.“ Svo spurði ég annan mann hvort hann væri hræddur. Hann sagði: „Nei, Guð verndar mig.“ Hann sagðist ekki nota sótthreinsandi vökva. „Hvað kemur þetta Guði við?“ spurði ég þá. „Kórónavírusnum er sama á hvað þú trúir og eða hvaðan þú kemur.“ Annar maður sem ég ræddi við sagðist heldur ekki nota sótthreinsandi vökva. Hann væri vanur að þrífa hendur sínar vel og héldi því áfram. Hann sagðist líka vera hræddur við að nota eldhúsið.“ 

Allir nýir umsækjendur fari í 14 daga sóttkví

Óskað var upplýsinga frá Útlendingastofnun um til hvaða aðgerða hafi verið gripið til að minnka hættu á smiti á Ásbrú. Í svari frá Þórhildi Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, segir að mikil áhersla hafi verið á það lögð undanfarinn mánuð að vernda húsnæði umsækjenda og starfsstöðvar stofnunarinnar fyrir hugsanlegu smiti. „Frá upphafi hefur fyrirmælum sóttvarnalæknis, um að einstaklingar sem koma frá skilgreindum svæðum og löndum með mikla smitáhættu fari í 14 daga sóttkví við komuna til landsins, verið fylgt í hvívetna. Í samræmi við nýjustu fyrirmæli þurfa nú allir nýir umsækjendur um alþjóðlega vernd að fara í 14 daga sóttkví í sóttvarnarhúsi áður en þeir fara inn í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar, óháð því frá hvaða landi þeir ferðast hingað. Þá hefur stofnunin komið sér upp aðstöðu við móttöku nýrra umsækjanda, sem er utan hefðbundinnar móttöku, svo hægt sé að skima fyrir einkennum og halda nýjum umsækjendum aðgreindum frá öðrum meðan unnið er að því að koma þeim í sóttvarnarhús.“

Sóttvarnarhúsið sem Þórhildur Ósk nefnir í svarinu er Fosshótel Lind á Rauðarárstíg. Því hefur tímabundið verið breytt í sóttvarnarhús og er það ætlað ferðamönnum, erlendum ríkisborgurum og öðrum sem geta ekki verið í sóttkví á eigin heimili. Í því eru sjötíu herbergi. 

„Frá upphafi hefur fyrirmælum sóttvarnalæknis, um að einstaklingar sem koma frá skilgreindum svæðum og löndum með mikla smitáhættu fari í 14 daga sóttkví við komuna til landsins, verið fylgt í hvívetna“

Þá segir Þórhildur að í því miði að minnka samneyti umsækjenda við aðra umsækjendur hafi vikuleg nafnaköll verið afnumin og auk þess geti umsækjendur nú hringt í starfsfólk þjónusteymis í stað þess að mæta í þjónustuviðtöl. Þá hafi þeim tilmælum jafnframt verið beint til starfsfólks stofnunarinnar að það gæti til hins ýtrasta að smitvörnum í samskiptum við umsækjendur og samstarfsfólk, í samræmi við leiðbeiningar og fyrirmæli sóttvarnalæknis.

Herbergi að ÁsbrúMennirnir dvelja tveir og tveir saman í herbergi.

Hún bendir á að það eigi við umsækjendur um vernd eins og alla aðra að til þess að minnka líkurnar á smiti þurfi hver og einn að leggja sitt af mörkum. „Í öllu húsnæði fyrir umsækjendur um vernd á vegum stofnunarinnar var strax í febrúar komið fyrir handspritti við vaska og athygli vakin á mikilvægi handþvottar og aðgátar til að koma í veg fyrir smit á sérstökum veggspjöldum. Megináhersla hefur verið lögð á að upplýsa íbúa búsetuúrræða stofnunarinnar um hvað þeir geti gert til að draga úr líkum á smiti, í samræmi við leiðbeiningar og fyrirmæli sóttvarnalæknis hverju sinni, og að þeir skuli strax leita læknisaðstoðar í síma 1700 finni þeir fyrir einkennum. Í úrræðunum á Ásbrú eru öryggisverðir með viðveru allan sólarhringinn sem íbúar geta leitað til ef veikindi koma upp eða annarrar aðstoðar er þörf.“

Hissa á kæruleysi Íslendinga

Maðurinn ræddi við blaðamann Stundarinnar á þriðjudaginn. Hann sagði að þann sama dag hafi hann séð sótthreinsandi vökva í eldhúsinu. Fram að því hafi hann ekki orðið var við að slíku hafi verið komið fyrir í húsinu af starfsmönnum Útlendingastofnunar. Margir íbúanna hafi hins vegar sjálfir komið sér upp sótthreinsandi vökva og hafi hann í herbergi sínu. Hann staðfestir að í sameiginlegu eldhúsi íbúa séu uppi á vegg upplýsingar um mikilvægi handþvottar og hvernig er best að verja sig gegn vírusnum, en að öðru leyti verði hann ekki var við sérstakar varnir. „En við erum flestir ungir menn og við skiljum hvað er að gerast og getum aflað okkur upplýsinga um hvernig er best að verja sig á netinu. Það þarf enginn að útskýra það fyrir okkur. Það væri hins vegar gott ef hér væri meira lagt upp úr hreinlæti, meira af sótthreinsiefni, hreinum tuskum og þess háttar.“

„Ég er svo hissa að sjá að Íslendingar virðast almennt ekki nota grímur“

Þrátt fyrir að návígið sé mikið á Ásbrú og eflaust flókið að forðast að margir smitist, komi upp smit þar, segist maðurinn helst óttast að smitast á ferðum sínum utan Ásbrúr. „Ég reyni að fara sem minnst út en stundum þarf ég að fara til að kaupa mat eða aðrar nauðsynjar. Ef ég fer út nota ég grímu. Ég er svo hissa að sjá að Íslendingar virðast almennt ekki nota grímur. Fólkið í Keflavík horfir á mig eins og ég sé eitthvað skrýtinn, að ganga með grímu. Ég hef aðeins séð eina aðra manneskju með grímu fyrir andlitinu. Og fólk notar heldur ekki hanska þegar það kaupir í matinn. Svo ég er eiginlega hræddari við að smitast í strætó eða í Bónus, heldur en hér í húsinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár