Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Leggur til greiðsluhlé hjá Félagsbústöðum

Borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins vill að inn­heimtu­að­gerð­ir vegna fé­lags­legra íbúða verði stöðv­að­ar vegna far­ald­urs­ins og að gjöld vegna skóla- og frí­stunda­vist­ar barna verði ekki inn­heimt.

Leggur til greiðsluhlé hjá Félagsbústöðum
Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi kallar eftir greiðsluhléi vegna faraldursins.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill að Félagsbústaðir felli niður leigu í tvo til þrjá mánuði vegna COVID-19 faraldursins. Þá verði allar innheimtuaðgerðir á vegum Félagsbústaða stöðvaðar.

Kolbrún lagði fram tillögur þess efnis á fundi borgarráðs í gær, en afgreiðslu þeirra var frestað. Ein tillagnanna var jafnframt að innheimta ekki gjöld fyrir skóla- eða frístundavist eða nokkuð annað sem börn hafa ekki getað mætt í að fullu vegna komu COVID-19. „Borgarfulltrúi telur að skóla- og frístundayfirvöld borgarinnar eigi að taka sjálfstæða ákvörðun um að innheimta ekki gjöld fyrir skóla- eða frístundavist án tillits til hvaða álit eða skoðun Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa á því, eða önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ef því er að skipta,“ segir í tillögunni. „Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélagið og eiga yfirvöld að hafa kjark til að ríða á vaðið með ákvörðun eins og þessa og gefa þar með gott fordæmi. Börn eru ekki að fullnýta pláss sín vegna samkomubanns.“

Að öðru leyti snéru tillögur Kolbrúnar að Félagsbústöðum, sem reka hátt á þriðja þúsund félagslegra íbúða fyrir leigjendur sem ekki hafa tök á að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslu eða annarra félagslegra aðstæðna. Vill hún að leiga verði felld niður í tvo til þrjá mánuði og jafnframt skoðað að veita aukna greiðslufresti. „Fordæmi um aðgerðir af þessu tagi eru nú þegar til hjá öðru leigufélagi,“ segir í tillögunni. „Reikna má með að fjölmargir eigi eftir að verða fyrir barðinu af veiruvánni og þá ekki síst fjárhagslega. Fólk verður fyrir tekjumissi á næstu vikum og mánuðum vegna ástandsins. Hjá Félagsbústöðum leigir viðkvæmur hópur og margir berjast í bökkum fjárhagslega. Í þeim aðstæðum sem nú ríkja er mikilvægt að létt verði áhyggjum af fólki eins og hægt er.“

„Í þeim aðstæðum sem nú ríkja er mikilvægt að létt verði áhyggjum af fólki eins og hægt er“

Auk þess lagði hún til að hætt verði að senda leiguskuldir leigjenda Félagsbústaða til lögfræðinga í innheimtu og jafnframt að þær sem nú þegar eru komnar í innheimtuferli verði frystar. „Vitað er að þegar skuld er komin í innheimtu hjá lögfræðingum þá leggjast innheimtugjöld ofan á skuldina. Nú ríkir erfitt ástand hjá mörgum vegna COVID-19 og sýnt þykir að einhverjir munu missa vinnu sína eða mæta öðrum erfiðleikum sem veiruváin veldur fólki og samfélaginu. Mikilvægt er að fyrirtæki eins og Félagsbústaðir sýni sveigjanleika, lipurð og mannlegheit og umfram allt að taka mið af þessum erfiðu aðstæðum sem nú ríkja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár