Um þessar mundir er í gildi algjört heimsóknarbann við heimsóknum aðstandenda á hjúkrunarheimili. Bannið var sett á í byrjun mánaðarins vegna COVID-19 faraldursins. Einar Þór Jónsson, formaður Geðhjálpar og framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi, er einn þeirra sem hefur kallað eftir því að ákvörðunin um heimsóknarbannið verði endurskoðuð tafarlaust.
Þrátt fyrir að heimsóknarbannið sé enn í fullu gildi fékk Einar loks að hitta eiginmann sinn, Stig Vandetoft, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn, á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í lok síðustu viku. Eftir tveggja og hálfrar viku aðskilnað var þeim gert kleift að ræða saman í persónu þökk sé lausnamiðaðri starfskonu á heimilinu.
Í samtali við Stundina segir Einar frá því hvernig það hafi komið til að hann og Stig hafi getað rætt saman í persónu. „Ég er búinn að vera að reyna að beita mér í þessu, að það yrði …
Athugasemdir