Einar Þór Jónsson fékk loks að hitta eiginmann sinn, Stig Vandetoft, eftir aðskilnað vegna heimsóknarbanns. Með hjálp lausnamiðaðrar starfskonu gátu Einar og Stig, sem er með Alzheimer-sjúkdóminn, séð hvorn annan í gegnum gler sólskála á heimilinu og rætt saman í síma.
FréttirAðskilin vegna veirunnar
Fær ekki að heimsækja eiginmanninn: „Þarf nánd, snertingu og kærleik“
Einar Þór Jónsson fær ekki að heimsækja eiginmann sinn, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn, á hjúkrunarheimili vegna heimsóknarbanns. Hann segir þörf á að endurskoða ákvörðunina strax. Einari finnst bannið mjög erfitt og segir mjög veikt fólk þurfa nánd og kærleik, alveg eins og aðstandendur.
FréttirAðskilin vegna veirunnar
Mikilvægt að halda í jákvæðnina
Kjartan Jarlsson er dvalarmaður á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Algjört bann við heimsóknum aðstandenda á hjúkrunarheimili vegna COVID-19 faraldursins veldur því að kona hans, dætur og barnabörn munu ekki geta heimsótt hann næstu mánuði, fari svo að bannið verði ekki endurskoðað. Kjartan lætur þetta þó ekki á sig fá og heldur sem fastast í jákvæðnina.
FréttirAðskilin vegna veirunnar
Fær ekki að heimsækja lífsförunaut sinn til 60 ára
Birgir Guðjónsson læknir segir algjört heimsóknarbann við heimsóknum aðstandenda á hjúkrunarheimili vera allt of harkalegt, auk þess sem það sé með öllu rakalaust út frá læknisfræðilegum forsendum. Bannið veldur því að hann getur ekki hitt konu sína, lífsförunaut til 60 ára sem er með Alzheimer. Birgir segir bann sem þetta koma verst niður á Alzheimer-sjúklingum.
FréttirAðskilin vegna veirunnar
„Farið fram af meira kappi en forsjá“
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, öldrunarhjúkrunarfræðingur á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum, gagnrýnir algjört heimsóknarbann aðstandenda á hjúkrunarheimili harðlega. Hún segir ekkert tillit tekið til ómetanlegs framlags aðstandenda og mikilvægi nándar.
FréttirAðskilin vegna veirunnar
Reiknar með að amma sín verði í marga mánuði í sóttkví
Ónefnd kona segir að amma sín, sem er með lungnakrabbamein og bælt ónæmiskerfi, muni þurfa að bíða COVID-19 faraldurinn af sér alein í sóttkví á heimili sínu. Hún hefur þegar verið í sóttkví í um hálfan mánuð og mun líklega þurfa að vera í nokkra mánuði til viðbótar.
Fréttir
Beið heyrnartólanna í hálft ár
Kona keypti vöru af netversluninni Heimilisvörur en fékk hana ekki afhenta fyrr en hálfu ári síðar. Forráðamaður netverslunarinnar segir mál hennar líklega hafa farið framhjá sér. Hann segir mikinn dulinn kostnað valda miklum verðmun á milli verslana sinna og verslana á borð við Ali Express. Formaður Neytendasamtakanna segir að almennt þurfi neytendur að varast svik.
Fréttir
Barnaníðingur á meðal foreldra í skólaferðalagi að Reykjum
Maður sem var nýverið dæmdur til 7 ára fangelsisvistar fyrir barnaníð gegn syni sínum, sem nú er fullorðinn, var meðal foreldra í skólabúðunum að Reykjum á síðasta ári. Á meðan dvölinni stóð sætti hann lögreglurannsókn. Maðurinn fer enn með forsjá ólögráða sonar síns sem hann fylgdi í búðirnar og hefur ekki enn hafið afplánun vegna dómsins. Stjórnendur skólans sem ólögráða sonurinn gengur í fengu engar upplýsingar um málið.
Úttekt
Elstu og tekjuhæstu Íslendingarnir telja sig heilbrigðasta
Samkvæmt nýrri heilbrigðiskönnun Gallup telja elstu og tekjuhæstu Íslendingarnir sig vera heilbrigðasta. Tekjulágir og lágmenntaðir telja sig stunda mesta erfiðisvinnu. Þá virðist fólk óhamingjusamast á Vestfjörðum og Austurlandi, en sviðsstjóri hjá Gallup segir þó þörf á að gera nánari rannsóknir á hverjum landshluta fyrir sig til þess að unnt sé að fullyrða nánar um það.
Úttekt
Rannsókn á Íslendingum vísar á lykilinn að hamingju og betri heilsu
Samkvæmt nýrri heilbrigðiskönnun Gallup telur tæplega helmingur Íslendinga lifnaðarhætti sína hafa breyst til hins betra undanfarið ár. Þrátt fyrir það sefur um þriðjungur Íslendinga of lítið. Of lítill svefn er alvarlegt lýðheilsuvandamál sem hefur margvísleg neikvæð áhrif á heilsu okkar og lífsgæði.
Fréttir
Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka
Martim ehf., undirverktaki sem Póstdreifing réði til að sjá um blaðburð fyrir sig, var með blaðbera í vinnu sem höfðu ekki atvinnuleyfi hér á landi. Þann 21. maí síðastliðinn handtók lögreglan tvo eða þrjá af þessum blaðberum. Eigandi Martim segist ekki lengur vera með ólöglegt vinnuafl á sínum snærum.
Fólkið í borginni
Hjólar í jólabókaflóðinu
Þórdís Gísladóttir rithöfundur segir jólabókaflóðið vera sér efst í huga þessa dagana. Hún hjólar í öllum veðrum og vindum og kallar eftir því að Laugaveginum verði tafarlaust lokað fyrir bílaumferð.
Fréttir
Brá að heyra viðhorf stjórnvalda til innflytjenda
Dovelyn Rannveig Mendoza, sérfræðingur á sviði fólksflutninga, segist hissa á því hvernig komið er fyrir þjónustu við erlent starfsfólk hér á landi. Dovelyn lýsir jákvæðri upplifun sinni af því þegar hún var sjálf innflytjandi hér á landi fyrir um aldarfjórðungi og telur þjónustu við erlent starfsfólk hafa verið betri á þeim tíma.
Fólkið í borginni
Í kvíðakasti löngu áður en hvolpurinn kom á heimilið
Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, segir frá erfiðleikunum sem fylgja því þegar fimm manna fjölskylda fær sér hvolp.
Úttekt
Þegar trúverðugleiki Íslands gránaði eftir margra ára vanrækslu
Allt frá árinu 2006 voru íslensk yfirvöld vöruð við því að varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka væru lélegar hér á landi. Árið 2015 kom fram í minnisblaði ráðherra að ekki hefði verið brugðist við í níu ár.
Myndir
Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til
Sautján virkjunarkostir eru í nýtingarflokki samkvæmt rammaáætlun. Horfur eru á að tiltekin ósnortin svæði muni verða fyrir verulegum áhrifum.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.