Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Elstu og tekjuhæstu Íslendingarnir telja sig heilbrigðasta

Sam­kvæmt nýrri heil­brigð­is­könn­un Gallup telja elstu og tekju­hæstu Ís­lend­ing­arn­ir sig vera heil­brigð­asta. Tekju­lág­ir og lág­mennt­að­ir telja sig stunda mesta erf­ið­is­vinnu. Þá virð­ist fólk óham­ingju­sam­ast á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi, en sviðs­stjóri hjá Gallup seg­ir þó þörf á að gera nán­ari rann­sókn­ir á hverj­um lands­hluta fyr­ir sig til þess að unnt sé að full­yrða nán­ar um það.

Elstu og tekjuhæstu Íslendingarnir telja sig heilbrigðasta

Landsmenn  á aldrinum 35–44 ára telja sig minnst heilbrigða og fólk á aldrinum 65 ára og eldri telur sig mest heilbrigt. Þegar landsmenn bera heilsu sína saman við fólk á sínum eigin aldri telur fólk á aldrinum 25–34 ára og 35–44 ára sig minnst samanburðarhæft, en fólk á aldrinum 65 ára og eldri mest samanburðarhæft.

Íslendingar með grunnskólapróf telja sig minnst heilbrigða og fólk með háskólapróf telur sig mest heilbrigt. Þegar landsmenn bera heilsu sína saman við fólk á sínum eigin aldri fæst sama niðurstaða.

Tekjulágir lifa við minnst heilbrigði

Fólk í lægsta tekjuþrepinu, með 400 þúsund króna fjölskyldutekjur eða minna, telur sig minnst heilbrigt og fólk í hæsta tekjuþrepinu, með fjölskyldutekjur upp á 1.250.000 krónur eða hærri á mánuði, telur sig mest heilbrigt. Þegar fólk ber heilsu sína saman við fólk á sínum eigin aldri er það sama uppi á teningnum.

Elstu og tekjuhæstu Íslendingarnir skora því hæst hvað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár