Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

Sautján virkj­un­ar­kost­ir eru í nýt­ing­ar­flokki sam­kvæmt ramm­a­áætl­un. Horf­ur eru á að til­tek­in ósnort­in svæði muni verða fyr­ir veru­leg­um áhrif­um.

Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til
Eldvörp Mynd: Ellert Grétarsson

Alls eru 17 virkjunarkostir í nýtingarflokki í núgildandi rammaáætlun um náttúruvernd og er því fyrirsjáanlegt að töluvert landsvæði verði fyrir áhrifum af framkvæmdum í nánustu framtíð. 

Samkvæmt rammaáætluninni, sem var samþykkt á Alþingi þann 14. janúar 2013 og telst til 2. áfanga áætlunarinnar, eru virkjunarkostir flokkaðir í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk. Þrír vatnsaflsvirkjunarkostir og 14 jarðvarmavirkjunarkostir eru í nýtingarflokki, en í biðflokki eru 30 virkjunarkostir, þar af 21 vatnsaflsvirkjunarkostur og níu jarðvarmavirkjunarkostir.

Í orkunýtingarflokk eru settir virkjunarkostir sem talið er að ráðast megi í. Stjórnvöldum er heimilt að leyfa orkurannsóknir og orkuvinnslu vegna þessara kosta og sömuleiðis eru orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar heimilar.

Virkjunarkostir sem ekki er hægt að taka afstöðu til vegna skorts á gögnum eru settir í biðflokk og er stjórnvöldum ekki heimilt að veita leyfi tengd orkuvinnslu vegna orkukosta sem tilheyra honum.

Svokallað náttúrukort, sem hægt er að nálgast á heimasíðu Framtíðarlandsins, veitir yfirsýn yfir þá virkjunarkosti sem hafa verið flokkaðir í orkunýtingar-, bið- eða verndarflokk, auk þess að sýna þau svæði sem þegar hafa verið virkjuð.

Fólki umhugað um náttúruvernd

Í drögum að lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar var vísað til landskönnunar sem skoðaði viðhorf fólks til þess hversu mikið eða lítið vægi tólf tilgreindir þættir ættu að þeirra mati að hafa við ákvarðanatöku um að reisa fleiri virkjanir á Íslandi. 

Þar kom í ljós að mjög hátt hlutfall fólks taldi eftirfarandi þætti hafa mjög eða frekar mikið vægi: Náttúruvernd (87%), Heilsa fólks (81%), Loftslagsbreytingar (79%), Hamingja og vellíðan fólks (78%), Möguleikar til útivistar (71%) og Áhyggjur fólks af náttúruhamförum (62%).

Sitt sýndist þó hverjum og hátt hlutfall svarenda töldu eftirfarandi þætti sömuleiðis hafa mjög mikið eða frekar mikið vægi: Atvinnuuppbygging á Íslandi (74%), Atvinnuuppbygging í nærsamfélagi virkjana (66%), Hagvöxtur á Íslandi (60%), Atvinnutækifæri karla (54%), Atvinnutækifæri kvenna (54%) og Tekjur sveitarfélaga (53%).

Af þeim sem svöruðu því hver af ofangreindum þáttum ætti að hafa mest vægi í ákvörðunum um að reisa fleiri virkjanir á Íslandi tiltóku flestir Náttúruvernd (34%), þar á eftir kom Heilsa fólks (15%) og Atvinnuuppbygging á Íslandi (14%) var í þriðja sæti.

Ekki hægt að fullyrða um tengsl fjárhagslegs ávinnings og aukinna lífsgæða

Í endanlegri lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar sagði auk þess að rannsóknir hafi sýnt að sambandið milli mælikvarða sem mæla fjárhagslegan ávinning og mælikvarða sem mæla lífsgæði sé ekki sterkt og mun flóknara en svo að hægt sé að álykta að aukinn fjárhagslegur ávinningur leiði sjálfkrafa til betri lífsgæða eða vellíðunar. 

Því væri ekki hægt að fullyrða að mögulegur fjárhagslegur ávinningur af virkjunum haldist í hendur við aukin lífsgæði eða vellíðan fólks.

Endanleg lokaskýrsla verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar var birt í ágúst árið 2016. Enn þann dag í dag hefur Alþingi þó ekki samþykkt þennan áfanga áætlunarinnar. Þrátt fyrir það tók verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar til starfa í apríl 2017.

Magnaðar ljósmyndir af landsvæðum sem gætu brátt horfið

Á sýningunni „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ í Norræna húsinu er að finna mikinn fjölda magnaðra ljósmynda af landsvæðum sem senn gætu heyrt sögunni til fari svo að þau verði nýtt til virkjana. 

Stundin birtir hér hluta af ljósmyndunum með góðfúslegu leyfi Ólafs Sveinssonar sýningarstjóra. Ljósmyndirnar eru af virkjunarkostum sem eru samkvæmt núgildandi rammaáætlun í orkunýtingar- eða biðflokki.

„Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar í samstarfi við Norræna húsið og Framtíðarlandið. Margmiðlunarsýningin fer fram í Norræna húsinu frá 27. september til 17. nóvember.

Hvalárfossar

Hvalárvirkjun

Í orkunýtingarflokki

Hvalárvirkjun á Ströndum er líklega umdeildasta virkjanaframkvæmd sem ráðist hefur verið í síðan Kárahnjúkavirkjun var byggð. Í báðum tilvikum er um algerlega ósnortin víðerni að ræða sem virkja á, sem sárafáir þekktu þegar umdeildar ákvarðanir voru teknar um að byggja þar virkjanir. Fossinn á myndinni er einn af fjölmörgum fossum sem munu hverfa, verði af byggingu hennar.

Rjúkandi í Rjúkanda

Fossinn Rjúkandi í ánni Rjúkanda á Ströndum er einn fjölmargra fossa sem hverfa munu ef Hvalárvirkjun verður byggð. Tveir faghópar rammaáætlunar af fjórum töldu virkjunina ekki uppfylla gæði gagna og tveir gáfu henni slæma einkunn, bæði hvað varðar hagkvæmni og jákvæð áhrif á samfélag. Þrátt fyrir það var virkjunin sett í nýtingarflokk, sem virðist ekki samræmast lögum um rammaáætlun. Álit Skipulagsstofnunar á áhrifum virkjanaframkvæmda á svæðinu er afdráttarlaust mjög neikvæð. Áhrifin eru sögð neikvæð á fossa, stöðuvötn, jarðminjar og víðerni sem njóta verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.

Stíflusvæði Hvammsvirkjunar

Hvammsvirkjun

Í orkunýtingarflokki

Gangi áætlanir Landsvirkjunar eftir verður Hvammsvirkjun sú efsta af þremur virkjunum í neðri hluta Þjórsár.  Allar eru í byggð. Lón Hvammsvirkjunar mun teygja sig vel inn í Þjórsárdal.

Hagavatn og Farið

Hagavatnsvirkjun

Í biðflokki

Hagavatn hefur verið að myndast og stækka eftir því sem Hagajökull, skriðjökull úr sunnanverðum Langjökli, hefur hopað. Hugmyndir eru uppi um að virkja Farið, ána sem rennur úr Hagavatni og nýta vatnið sjálft sem uppistöðulón.

Eldvörp

Eldvarpavirkjun

Í orkunýtingarflokki

Eldvörp er 10 kílómetra löng gígaröð sem myndaðist með sprungugosi á utanverðu Reykjanesi á 13. öld og minnir um margt á hina frægu Lakagíga. Fyrirhuguð virkjun telst mjög umdeild, sökum þess að engin sambærileg gígaröð er til í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Talið er að orkuvinnslan þar verði ósjálfbær, þar sem um sama hitageyminn gæti verið að ræða og Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun fullnýta nú.

Austurengjahver

Austurengjavirkjun

Í biðflokki

Austurengjahver er hluti af háhitasvæðinu sem oftast er kennt við Krýsuvík hjá Kleifarvatni á Reykjanesi, sem er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Aldeyjarfoss

Hrafnabjargavirkjun

Í biðflokki

Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti er einn af þekktari fossum landsins og fastur viðkomustaður þeirra sem keyra yfir Sprengisand. Fossinn er skráður í verndarflokk í 3. áfanga rammaáætlunar, sem Alþingi hefur þó eins og áður segir ekki enn samþykkt.

Hólmsárfoss

Hólmsárvirkjun

Í biðflokki

Upptök Hólmsár eru í suðurhlíðum Torfajökuls og rennur hún til suðurs í austurjaðri Mýrdalsjökuls. Efsti hluti hennar er í verndarflokki rammaáætlunar en tveir aðrir virkjunarkostir neðar í ánni voru metnir í rammaáætlun og eru báðir í biðflokki. Neðsta virkjunin við Aldey myndi kaffæra 40 hektara af gömlum birkiskógi. Tæplega 10 ferkílómetra lón hennar myndi ná upp að Hólmsárfossi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.

Mest lesið undanfarið ár

 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  1
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
  2
  Eigin Konur#75

  Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

  Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
 • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
  3
  Eigin Konur#82

  Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

  „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  4
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
  5
  Viðtal

  „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

  Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  6
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Helga Sif og Gabríela Bryndís
  7
  Eigin Konur#80

  Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

  Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  8
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
  9
  Afhjúpun

  „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

  Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
 • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
  10
  Úttekt

  Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

  Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.