Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ríkisstjórnin vill veita þeim skattaafslátt sem kaupa þrif heima hjá sér

Hluti af að­gerðapakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna kór­óna­veirunn­ar er að ýta und­ir að tekju­lág­ir þrífi heim­ili annarra. BSRB tel­ur að að­gerð­in geti ýtt und­ir dreif­ingu veirunn­ar og að hún sé ekki góð leið til að auka at­vinnu­þátt­töku tekju­lágra.

Ríkisstjórnin vill veita þeim skattaafslátt sem kaupa þrif heima hjá sér
Ríkisstjórnin Frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 230 milljarða króna aðgerðum í viðbragði við heimsfaraldri kórónaveiru. Mynd af kynningu á ríkisstjórnarsamstarfi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stéttarfélagið BSRB gagnrýnir þá aðgerð ríkisstjórnarinnar að endurgreiða kaupendum heimaþrifa allan virðisaukaskatt, sem lið í viðbrögðum við COVID-19 faraldursins, sem sérstaklega er ætlað að styðja atvinnuþátttöku tekjulágra.

Hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins er breyting á lögum sem heimilar að fólk sem borgar öðrum fyrir heimilisþrif og aðra heimilisaðstoð, í stað þess að sinna verkefnunum sjálft, njóti skattaívilnunar í formi endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts af kaupunum.

Gæti ýtt undir dreifingu veirunnar

Stéttarfélagið BSRB gagnrýnir tillöguna í umsögn við frumvarpið á Alþingi á þeim grunni að ekki séu „færð rök fyrir því að skortur á fjárhagslegum hvata leiði til þess að hreinlæti á heimilum og í húsfélögum sé ábótavant“. 

„Þrif á heimilum annarra samræmast því vart tilmælum heilbrigðisyfirvalda.“

Auk þess telur BSRB að aðgerðin geti flýtt dreifingu veirunnar. „Þar að auki ríkir samkomubann um þessar mundir og hvatt er til þess að fólk haldi sig sem mest heima við. Þrif á heimilum annarra samræmast því vart tilmælum heilbrigðisyfirvalda.“

Meiri vinna fyrir tekjulága

Ríkisstjórnin rökstyður aðgerðina meðal annars með því að hún styðji við atvinnuþátttöku tekjulægri hópa. „Markmið endurgreiðslunnar er að koma enn frekar til móts við heimilin í landinu og verktaka vegna kórónuveirunnar með sértækum aðgerðum í þágu þeirra. Samkvæmt embætti landlæknis liggur jafnframt fyrir að almennt hreinlæti er ein mikilvægasta vörnin gegn smiti a f kórónuveirunni. Stuðningur í form i endurgreiðslu virðisaukaskatts til einstaklinga og húsfélaga vegna kaupa á þjónustu í formi heimilisaðstoðar, ræstinga o.fl. getur þannig skipt máli í baráttunni við faraldurinn. Þá hefur ívilnunin einnig þau hliðaráhrif að draga svarta atvinnustarfsemi vegna veitingar þeirrar þjónustu sem um ræðir upp á yfirborðið og styðja enn frekar við atvinnuþátttöku, sérstaklega hjá tekjulægri hópum.“

BSRB telur aðgerðina vera óæskilega leið að því markmiði að koma tekjulágum á vinnumarkaðinn. „Þá mótmælir bandalagið því að þessi leið sé farin til að „styðja enn frekar við atvinnuþátttöku, sérstaklega hjá tekjulægri hópum“.“

Hluti af 230 milljarða króna aðgerðum

Fyrir er í lögum heimild til sömu endurgreiðslu, en hún miðast eingöngu við þá sem þurfa á þjónustunni að halda vegna heilsubrests, svo sem aldraðir, fatlaðir eða langveikir. Nú geta heilsuhraustir sem vilja borga öðrum fyrir þrif á heimilum sínum einnig fengið endurgreiðslu, verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd.

Endurgreiðsla virðisaukaskatts af kaupum heimaþrifa eru hluti af heildaraðgerðunum „Viðspyrna fyrir Ísland - efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19“. Aðgerðirnar eru taldar kosta um 230 milljarða króna, eða sem nemur 8 prósent af landsframleiðslu. Frumvarpið er nú á borði efnahags- og viðskiptanefndar.

Forseti ASÍ átti hugmyndina

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að hún hefði lagt til lagabreytinguna.

„Ég ætla að upplýsa um að þessi hugmynd er komin frá mér enda hefur mér lengi verið hugleikið að gera heimilisstörf og þá þjónustu sem konur veita jafn hátt undir höfði og annarri þjónustu. Átakið „allir vinna“ á sínum tíma var aðallega fyrir iðnaðarmannastörfin, þ.e. þau störf sem karlar vinna inni á heimilum annarra. Þær konur sem vinna í ræstingum inni á heimilum annarra eru fjölmargar en flestar vinna þær svart og kominn tími til, með sömu rökum og iðnaðarstörfin voru niðurgreidd, að koma þessum störfum fram í dagsljósið. Þar með er líka verið að reyna að tryggja það að konur sem vinna við ræstingar séu nær öðru launafólki, byggi upp réttindi eins og aðrir í lífeyrissjóði, til fæðingarorlofs o.s.frv. Þetta skiptir máli og heimilisþrif eiga að vera vinna sem er metin til jafns við aðra vinnu sem framkvæmd er, fyrir rík heimili sem önnur. Svo getum við hugsað saman útfærslu sem miðar að því að sem flest heimili hafi tækifæri til að nýta sér þessa þjónustu eins og aðra þjónustu, jafnvel að fólk sem líkamlega á erfiðara með heimilisstörf geti notið þessarar þjónustu. Þrif eru dæmi um störf sem aðallega konur hafa unnið launalaust eða án réttinda hingað til. Endilega ræðum!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár