Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sendiherra ESB á Íslandi fer úr landi

„Því mið­ur þarf ég að fara í flýti, áð­ur en öll flug hætta,“ sagði Michael Mann, sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins á Ís­landi, í morg­un. Lok­un allra flug­leiða til Ís­lands er lík­lega framund­an, seg­ir ut­an­rík­is­ráð­herra.

Sendiherra ESB á Íslandi fer úr landi
Michael Mann Þrautreyndur embættismaður hjá Evrópusambandinu var skipaður formaður sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi fyrir tveimur og hálfu ári. Mynd: DIETER NAGL / AFP

„Og nú kveð ég Ísland, heimili mitt til tveggja og hálfs árs. Því miður þarf ég að fara í flýti, áður en öll flug hætta,“ segir Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi, sem er nú farinn úr landi vegna COVID-19 faraldursins og viðbragða við honum.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi í gær frá yfirvofandi lokun allra flugleiða til Íslands. „Um mánaðamótin gætu allar flugleiðir hafa lokast,“ sagði hann í yfirlýsingu á Facebook.

Sendiherra ESB hefur brugðist við þeim möguleika með því að fara úr landi. Hann þakkar Íslandi fyrir, en hér eignaðist hann meðal annars barn. „Takk fyrir Ísland. Fallegt land og yndislegt fólk. Dóttir mín fæddist hér. Ég hef eignast góða vini hér og verið stoltur af því að vera fulltrúi ESB hér. Megi náið og hlýtt samband okkar við Ísland halda áfram,“ segir hann.

Mann segist að lokum munu snúa aftur til Íslands í framtíðinni, starfs síns vegna. Mann hefur tekið við nýrri stöðu í Brussel, sem snýr að heimskautasvæðunum. Hann kveðst hlakka til að sameinast fjölskyldu sinni. 

Meðal þeirra sem kveðja Mann á Facebook eru Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár