Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Börn verða send til Grikklands í fyrsta sinn á morgun

Ung­ir for­eldr­ar frá Ír­ak með fjög­ur börn verða að óbreyttu send­ir til Grikk­lands á morg­un. Þrátt fyr­ir að mörg­um fjöl­skyld­um hafi að und­an­förnu ver­ið synj­að um vernd hér hef­ur ekk­ert barn ver­ið sent til Grikk­lands, enn sem kom­ið er. Tals­mað­ur Rauða kross­ins seg­ir mik­ið óvissu­ástand ríkja þar. Þrjú Evr­ópu­ríki hafa tek­ið ákvörð­un um að taka við fólki frá Grikklandi, vegna þess.

Börn verða send til Grikklands í fyrsta sinn á morgun
Flóttabörn á Lesbos Íslensk stjórnvöld hafa hingað til ekki sent börn frá Íslandi til Grikklands en nú hafa að minnsta kosti fimm fjölskyldur fengið tilkynningu um að íslensk stjórnvöld muni flytja þau til Grikklands á næstu dögum og vikum. Mynd: Mstyslav Chernov / Wikimedia commons

Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt fimm fjölskyldum að þær verði sendar á næstunni til Grikklands þar sem þær hafa fengið alþjóðlega vernd. Rauði krossinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem brottvísunum umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem þegar hafa fengið hafa stöðu sína viðurkennda í Grikklandi, er mótmælt. Ástandið í Grikklandi sé hræðilegt.

Fyrstu einstaklingarnir af þessum fimm fjölskyldum sem um ræðir eru systkinin Ali, Kayan, Saja og Jadin, ásamt foreldrum sínum sem fæddir eru 1993 og 1995. Þau hafa fengið tilkynningu um að þau verði flutt úr landi á morgun. Haldinn var mótmælafundur við dómsmálaráðuneytið í gær, þar sem brottflutningi þeirra, og annarra fjölskyldna, var mótmælt. Þá hafa rúmlega 5.000 manns skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva brottvísun fjölskyldunnar, sem er frá Írak en fékk alþjóðlega vernd í Grikklandi, þar sem hún hafði búið við ofbeldi og pyntingar í Írak. Fólkið flúði svo Grikkland og kom til Íslands, vegna afar erfiðra aðstæðna sinna þar. 

Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossi Íslands, segir það skjóta skökku við ef stjórnvöld velji að framfylgja úrskurði sínum á þessum tímapunkti, þegar enn meiri óvissa en áður ríkir um ástandið í Grikklandi, sem lengi hafi verið slæmt. „Það eru nýmæli að ákvörðun um úrskurði sé framfylgt með þessum hætti. Mál fjölskyldufólks hafa hingað til fallið á tímafrestum, sem hefur tryggt þeim efnismeðferð hér,“ bendir hann á. „Svo má benda á að að minnsta kosti þrjú Evrópuríki, Finnland, Frakkland og Portúgal, hafa nýlega ákveðið að taka við flóttafólki frá Grikklandi, sem segir sína sögu um ástandið. Eins og það horfir við okkur í dag finnst okkur enn minna tilefni en áður að taka upp endursendingar til Grikklands.“

Atli Viðar ThorstensenSviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossi Íslands segir óverjandi að senda fjölskyldur til Grikklands eins og ástandið er þar núna.

Fjölskyldurnar sem um ræðir hafa allar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi.  „Það er búið að viðurkenna stöðu þeirra sem flóttafólks þar en aðstæður í Grikklandi eru þannig, að fólk í þeirra stöðu fær almennt ekki notið mannréttinda sinna. Því er í orði tryggt aðgengi heilbrigðisþjónustu, menntun og svo framvegis en reyndin er önnur og margar hindranir sem verða á vegi fólks. Íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt að aðstæður hælisleitenda í Grikklandi séu með þeim hætti að ekki sé boðlegt að senda þá til baka. Margir hafa bent á að aðstæður þeirra sem hafa fengið vernd séu síst betri en þeirra sem eru enn í umsóknarferli, því þegar því ferli sleppir er sú takmarkaða aðstoð sem var í boði áður dottin út.“

Hann bendir á að fulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafi heimsótt Grikkland fyrir nokkru og skoðað flóttamannabúðir þar. Aðstæður þar hafi verið með öllu óboðlegar. „Ef aðstæður þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd megi jafna við stöðu þeirra sem við sáum þar, eða séu jafnvel verri, þá er ekki með nokkru móti hægt að réttlæta að senda fjölskyldur þangað.“ 

Í yfirlýsingunni frá Rauða krossinum segir meðal annars: „Á sama tíma berast fregnir af hræðilegu ástandi við Miðjarðarhaf, t.a.m. drukknun ungs drengs þegar hann og fjölskylda hans fóru yfir hafið frá Tyrklandi á ótryggum bát“ og: „Þá er afar viðkvæmt ástand við landamæri Tyrklands og Grikklands þar sem fréttir herma að um 13.000 flóttamenn bíði inngöngu. Þá berast einnig fregnir af harðræði grísku lögreglunnar og öðrum yfirvöldum og að fólki sé meinað inngöngu. Mikil ólga og andúð fólks í Grikklandi á flóttafólki er einnig áberandi í fjölmiðlum sem ætla má að fari aðeins vaxandi.“

Atli segir að skilaboðum Rauða krossins hafi verið komið skýrt á framfæri við stjórnvöld en: „Við höfum ekki séð nein skýr merki um að breytinga sé að vænta en trúum ekki öðru en að fallið verði frá þessu, að fólk verði ekki endursent til Grikklands á meðan aðstæður eru svo slæmar  eins og raun ber vitni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
3
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
5
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár