Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Börn verða send til Grikklands í fyrsta sinn á morgun

Ung­ir for­eldr­ar frá Ír­ak með fjög­ur börn verða að óbreyttu send­ir til Grikk­lands á morg­un. Þrátt fyr­ir að mörg­um fjöl­skyld­um hafi að und­an­förnu ver­ið synj­að um vernd hér hef­ur ekk­ert barn ver­ið sent til Grikk­lands, enn sem kom­ið er. Tals­mað­ur Rauða kross­ins seg­ir mik­ið óvissu­ástand ríkja þar. Þrjú Evr­ópu­ríki hafa tek­ið ákvörð­un um að taka við fólki frá Grikklandi, vegna þess.

Börn verða send til Grikklands í fyrsta sinn á morgun
Flóttabörn á Lesbos Íslensk stjórnvöld hafa hingað til ekki sent börn frá Íslandi til Grikklands en nú hafa að minnsta kosti fimm fjölskyldur fengið tilkynningu um að íslensk stjórnvöld muni flytja þau til Grikklands á næstu dögum og vikum. Mynd: Mstyslav Chernov / Wikimedia commons

Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt fimm fjölskyldum að þær verði sendar á næstunni til Grikklands þar sem þær hafa fengið alþjóðlega vernd. Rauði krossinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem brottvísunum umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem þegar hafa fengið hafa stöðu sína viðurkennda í Grikklandi, er mótmælt. Ástandið í Grikklandi sé hræðilegt.

Fyrstu einstaklingarnir af þessum fimm fjölskyldum sem um ræðir eru systkinin Ali, Kayan, Saja og Jadin, ásamt foreldrum sínum sem fæddir eru 1993 og 1995. Þau hafa fengið tilkynningu um að þau verði flutt úr landi á morgun. Haldinn var mótmælafundur við dómsmálaráðuneytið í gær, þar sem brottflutningi þeirra, og annarra fjölskyldna, var mótmælt. Þá hafa rúmlega 5.000 manns skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva brottvísun fjölskyldunnar, sem er frá Írak en fékk alþjóðlega vernd í Grikklandi, þar sem hún hafði búið við ofbeldi og pyntingar í Írak. Fólkið flúði svo Grikkland og kom til Íslands, vegna afar erfiðra aðstæðna sinna þar. 

Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossi Íslands, segir það skjóta skökku við ef stjórnvöld velji að framfylgja úrskurði sínum á þessum tímapunkti, þegar enn meiri óvissa en áður ríkir um ástandið í Grikklandi, sem lengi hafi verið slæmt. „Það eru nýmæli að ákvörðun um úrskurði sé framfylgt með þessum hætti. Mál fjölskyldufólks hafa hingað til fallið á tímafrestum, sem hefur tryggt þeim efnismeðferð hér,“ bendir hann á. „Svo má benda á að að minnsta kosti þrjú Evrópuríki, Finnland, Frakkland og Portúgal, hafa nýlega ákveðið að taka við flóttafólki frá Grikklandi, sem segir sína sögu um ástandið. Eins og það horfir við okkur í dag finnst okkur enn minna tilefni en áður að taka upp endursendingar til Grikklands.“

Atli Viðar ThorstensenSviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossi Íslands segir óverjandi að senda fjölskyldur til Grikklands eins og ástandið er þar núna.

Fjölskyldurnar sem um ræðir hafa allar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi.  „Það er búið að viðurkenna stöðu þeirra sem flóttafólks þar en aðstæður í Grikklandi eru þannig, að fólk í þeirra stöðu fær almennt ekki notið mannréttinda sinna. Því er í orði tryggt aðgengi heilbrigðisþjónustu, menntun og svo framvegis en reyndin er önnur og margar hindranir sem verða á vegi fólks. Íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt að aðstæður hælisleitenda í Grikklandi séu með þeim hætti að ekki sé boðlegt að senda þá til baka. Margir hafa bent á að aðstæður þeirra sem hafa fengið vernd séu síst betri en þeirra sem eru enn í umsóknarferli, því þegar því ferli sleppir er sú takmarkaða aðstoð sem var í boði áður dottin út.“

Hann bendir á að fulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafi heimsótt Grikkland fyrir nokkru og skoðað flóttamannabúðir þar. Aðstæður þar hafi verið með öllu óboðlegar. „Ef aðstæður þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd megi jafna við stöðu þeirra sem við sáum þar, eða séu jafnvel verri, þá er ekki með nokkru móti hægt að réttlæta að senda fjölskyldur þangað.“ 

Í yfirlýsingunni frá Rauða krossinum segir meðal annars: „Á sama tíma berast fregnir af hræðilegu ástandi við Miðjarðarhaf, t.a.m. drukknun ungs drengs þegar hann og fjölskylda hans fóru yfir hafið frá Tyrklandi á ótryggum bát“ og: „Þá er afar viðkvæmt ástand við landamæri Tyrklands og Grikklands þar sem fréttir herma að um 13.000 flóttamenn bíði inngöngu. Þá berast einnig fregnir af harðræði grísku lögreglunnar og öðrum yfirvöldum og að fólki sé meinað inngöngu. Mikil ólga og andúð fólks í Grikklandi á flóttafólki er einnig áberandi í fjölmiðlum sem ætla má að fari aðeins vaxandi.“

Atli segir að skilaboðum Rauða krossins hafi verið komið skýrt á framfæri við stjórnvöld en: „Við höfum ekki séð nein skýr merki um að breytinga sé að vænta en trúum ekki öðru en að fallið verði frá þessu, að fólk verði ekki endursent til Grikklands á meðan aðstæður eru svo slæmar  eins og raun ber vitni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár