Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Sýnum fjölskyldunum að þær verði ekki send úr landi með okkar samþykki“

Um hundrað manns hafa boð­að komu sína á mót­mæli fyr­ir ut­an dóms­mála­ráðu­neyt­ið klukk­an fimm í dag. Skipu­leggj­end­ur mót­mæl­anna vilja að stjórn­völd taki ákvörð­un um að hætta al­far­ið brott­vís­un­um barna á flótta til Grikk­lands.

„Sýnum fjölskyldunum að þær verði ekki send úr landi með okkar samþykki“
Brottvísun mótmælt Brottvísunum barna hefur ítrekað verið mótmælt að undanförnu. Þessi mynd er frá því síðasta sumar, þegar yfirvofandi brottvísun afgönsku stúlkunnar Zainab var mótmælt við Alþingi. Mynd: Davíð Þór

Á undanförnum vikum hafa borist fjöldi frétta af slæmu og stöðugt versnandi ástandi í Grikklandi, þar sem hælisleitendakerfið er löngu sprungið. Á sama tíma kemst Útlendingastofnun ítrekað að þeirri niðurstöðu að það sé öruggt að senda fjölskyldur, sem þegar hafa fengið vernd í Grikklandi, aftur þangað. Endursendingum barna til Grikklands hefur oft verið mótmælt hér á landi og boðað hefur verið til enn einnar mótmælastöðunnar í dag klukkan fimm, við dómsmálaráðuneytið.

„Við mótmælum því að það sé verið að endursenda börn á flótta, aftur til Grikklands, börn sem hafa komið hingað og sótt um alþjóðlega vernd,“ segir Sema Erla Serdar, einn skipuleggjenda mótmælanna og stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, sem berst fyrir hælisleitendur og flóttafólk. „Þetta eru fimm barnafjölskyldur sem eru í þessari stöðu í dag og bíða þess að vera sendar aftur til Grikklands. Ein þessara fjölskyldna verður send úr landi á fimmtudaginn,“ segir Sema. 

„Ein þessara fjölskyldna verður send úr landi á fimmtudaginn“

Þar á hún við systkin Ali, Kayan, Saja og Jadin sem verða að óbreyttu flutt til Grikklands ásamt foreldrum sínum á fimmtudaginn. Börnin eru öll undir níu ára aldri og foreldrar þeirra eru fæddir árin 1993 og 1995. Fjölskyldan er frá Írak en foreldrarnir segjast hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum þar, þau hafi flúið ofbeldi, pyntingar og aðrar hörmungar. Þau flúðu til Grikklands, þar sem þeim mættu slæmar aðstæður. Þau áttu varla fyrir mat, höfðu ekki efni á húsnæði og höfðu lítið sem ekkert aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá upplifði fjölskyldan mikið óöryggi og hræðslu vegna ofbeldis og kynþáttafordóma sem hún varð fyrir.  

Systkinin fjögurAð óbreyttu verða þau send úr landi næstkomandi fimmtudag.

Fjölskyldurnar fimm sem nú bíða brottvísunar eiga það sameiginlegt að hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Að þau skuli hafa fengið alþjóðlega vernd þar er staðfesting á neyð þeirra í heimalandinu, en það er á þeim grundvelli sem íslensk stjórnvöld hafna þeim. Það er hins vegar lítil sem engin vernd í stöðu þeirra í Grikklandi, nema síður sé, eins og ítrekað hefur verið bent á. Ef mál fjölskyldnanna myndu falla undir Dyflinnarreglugerðina, sem heimilar stjórnvöldum að senda fólk aftur til þess lands sem það kom upphaflega til, yrðu þau ekki send frá Íslandi. Íslensk stjórnvöld hættu nefnilega að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd aftur til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar árið 2010, þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu voru þá taldar ófullnægjandi. 

Sema Erla segir að ítrekað hafi verið sýnt fram á hrikalegar aðstæður flóttafólks í Grikklandi. Viðbúið sé að þær fari versnandi vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á landamærum Grikklands og Tyrklands, en tyrknesk yfirvöld hafa tilkynnt að þau séu hætt að hefta för flóttafólks sem þangað kemur áfram til Evrópu. „Það hefur ítrekað verið sýnt fram á að aðstæður barna á flótta eru jafnvel verri í Grikklandi eftir að þau hafa fengið vernd, heldur en þegar þau eru í hæliskerfinu. Það er líka óásættanlegt að í úrskurðum Útlendingastofnunar gengst stofnunin við því að mörgu leyti aðstæður séu slæmar í Grikklandi en kemst engu að síður að þeirri niðurstöðu að senda eigi börn í þessar aðstæður. Við sem samfélag getum ekki samþykkt það. Það er skelfileg tilhugsun að þetta sé gert í nafni okkar allra.“

„Það hefur ítrekað verið sýnt fram á að aðstæður barna á flótta eru jafnvel verri í Grikklandi eftir að þau hafa fengið vernd“

Hún bendir á að í stóra samhengi hlutanna séu örfá börn sem hingað leita. „Það eru meira en 70 milljónir manns á flótta í heiminum í dag, um helmingur þeirra börn. Okkur ber bæði siðferðileg skylda og berum lagalega ábyrgð á að vernda þau. Ef við sendum þau til baka verða þau áfram á flótta, í stöðu sem getur staðið yfir í mörg ár í viðbót. Það er ekkert skjól fyrir börn í Grikklandi. Við getum ekki dæmt börn til slíkra aðstæðna.“ 

Heldur Sema að mótmælastöður af þessu tagi hafi einhver áhrif, að dómsmálaráðherra bregðist við kröfunum? „Það er alla vega ekki annað hægt en að mæta enn eina ferðina á enn ein mótmælin, til þess að sýna andstöðu okkar á þessum gjörningum. Þessi mótmæli hafa líka þann tilgang að sýna stuðning. Sýnum fjölskyldunum að þær verði ekki send úr landi með okkar samþykki sem almennir borgarar. Þetta er líka okkar tækifæri til að sýna stjórnvöldum að við samþykkjum ekki aðgerðir sem þessar. Það sem við viljum er svo auðvitað að stjórnvöld móti sér heildstæða stefnu í þessum málaflokki með mannúð að leiðarljósi.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
6
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár