Byggingaverktaki á höfuðborgarsvæðinu segir marga af erlendum starfsmönnum sínum, sem aðallega eru frá Lettlandi og Litháen, eiga í alvarlegum spilavanda sem hafi mikil áhrif á líf þeirra og frammistöðu í starfi. Hann hefur rætt við fulltrúa SÁÁ um að koma á fót meðferðarúrræði fyrir þennan hóp og vill leggja sitt af mörkum til að það megi verða að veruleika. Dæmi eru um að menn í þessum hópi, sem stunda fulla vinnu, eyði öllum launum sínum í spilakassa, þeir búi í gistiskýlum og fái ókeypis mat hjá hjálparsamtökum.
„Þeir fara létt með að eyða mánaðarlaununum sínum í spilakassa á nokkrum dögum,“ segir verktakinn, sem ekki vill láta nafns síns getið af tillitssemi við starfsmenn sína. „Við erum ekki að tala um lágar upphæðir, margir þessara manna fá bónusa fyrir dugnað og afköst og eru með útborguð mánaðarlaun frá 600 þúsund og upp í milljón. Þetta fer allt í kassana og þá …
Athugasemdir