Það kann að koma okkur Íslendingum á óvart að á eftir vatni sé te vinsælasti drykkur í heimi. Enda hefur ætíð verið meiri kaffimenning hérlendis og blessaður molasopinn frekar rómaður en tebolli. Eitthvað hefur þetta þó sjálfsagt breyst í gegnum tíðina og meðal þeirra sem lagt hafa sitt lóð á vogarskálina við að efla temenningu Íslendinga er fjölskylda ein sem árið 2011 stofnaði Tefélagið. Að baki Tefélaginu standa hjón og þrjú börn þeirra sem höfðu búið í Danmörku og fannst vanta betra aðgengi að góðu tei hérlendis. Þau hafa nú í nærri áratug glatt áskrifendur sína með mánaðarlegum tesendingum og hafa einnig selt lauslaufate til veitingastaða landsins til að tryggja fólki góðan bolla á eftir máltíð.
Sólrún María Reginsdóttir kom inn í hina ágætu fjölskyldu á bak við Tefélagið um það leyti sem það var stofnað þegar hún tók saman við Andra Árnason og ber hún framkvæmdastjóratitil félagsins í dag …
Athugasemdir