Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Draumurinn að stofna alvöru tehús

Þær Sól­rún María Reg­ins­dótt­ir og Alma Árna­dótt­ir eru báð­ar mikl­ar áhuga­mann­eskj­ur um te og koma báð­ar að starf­semi hins fjöl­skyldu­rekna Tefé­lags. Þær segja teheim­inn stærri en fólk geri sér al­mennt grein fyr­ir og um leið sé hann mjög lok­að­ur. Því er mik­il­vægt að hafa góða tengi­liði en Alma fór ný­ver­ið til Sri Lanka þar sem hún skoð­aði teekr­ur, frædd­ist um fram­leiðsl­una og kom á mik­il­væg­um tengsl­um.

Draumurinn að stofna alvöru tehús
Alin upp við tekdrykkju Sólrún María Reginsdóttir smitaðist af áhuga móður sinnar á tedrykkju. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það kann að koma okkur Íslendingum á óvart að á eftir vatni sé te vinsælasti drykkur í heimi. Enda hefur ætíð verið meiri kaffimenning hérlendis og blessaður molasopinn frekar rómaður en tebolli. Eitthvað hefur þetta þó sjálfsagt breyst í gegnum tíðina og meðal þeirra sem lagt hafa sitt lóð á vogarskálina við að efla temenningu Íslendinga er fjölskylda ein sem árið 2011 stofnaði Tefélagið. Að baki Tefélaginu standa hjón og þrjú börn þeirra sem höfðu búið í Danmörku og fannst vanta betra aðgengi að góðu tei hérlendis. Þau hafa nú í nærri áratug glatt áskrifendur sína með mánaðarlegum tesendingum og hafa einnig selt lauslaufate til veitingastaða landsins til að tryggja fólki góðan bolla á eftir máltíð.

Sólrún María Reginsdóttir kom inn í hina ágætu fjölskyldu á bak við Tefélagið um það leyti sem það var stofnað þegar hún tók saman við Andra Árnason og ber hún framkvæmdastjóratitil félagsins í dag …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár