Nýja netmiðlinum Skinnu, sem meðal annars hefur birt orðróm um hælisleitanda, er stýrt af aðilum í Íslensku þjóðfylkingunni. Ritstjóri vefsins er Helgi Helgason, varaformaður flokksins, sem beitir sér fyrir hertri innflytjendalöggjöf.
Á vefnum má finna fjölda greina, meðal annars um hælisleitendur og innflytjendamál, auk greinabálks um afrakstur Donalds Trump í starfi Bandaríkjaforseta. Á meðal þeirra sem skrifa greinar á vefinn eru Guðmundur Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Ekki er tekið fram um tengslin við Íslensku þjóðfylkinguna á vefnum og skilgreinir hann sig sem fréttamiðil. „Skinna.is er gagnrýninn og borgaralegur netmiðill en honum er ætlað að flytja fréttir, bæði erlendar (með meiri áherslu á Norðurlöndin) og innlendar,“ segir á vefnum. „Hann mun þróast með tímanum. Megin áhersla er lögð á fréttaskýringar, þar sem líðandi atburðir eru greindir og skyggst á bak við tjöldin. Við teljum að fréttamennskan í dag sé yfirborðskennd og almenningur sjái ekki samhengið á bak við einstakar fréttir.“
„Við …
Athugasemdir