Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
Mads Bryde Andersen Prófessorinn flutti erindi á afmæli hæstaréttar, en hann hefur hvatt Dani til breyta lögum svo dómar Mannréttindadómstóls Evrópu teljist ekki bindandi í Danmörku.

Dönskum prófessor, sem er þekktur fyrir harða andstöðu sína við Mannréttindadómstól Evrópu (MDE), var boðið að halda ræðu á hátíðarsamkomu um helgina í tilefni af 100 ár afmæli Hæstaréttar Íslands.

Prófessorinn, Mads Bryde Andersen, hefur meðal annars hvatt Dani til að komast hjá því að dómar MDE teljist bindandi þar í landi. Forseti og varaforseti Hæstaréttar tóku ákvörðun um að erindi hans yrði hluti af dagskránni.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar þykir mörgum lögmönnum undarlegt að prófessorinn hafi verið valinn til að halda ávarp, í ljósi þess að fyrir yfirdeild MDE liggur nú mál sem varðar íslenska réttarkerfið. MDE dæmdi í mars í fyrra íslenska ríkið brotlegt vegna vinnubragða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra þegar hún skipaði fjóra dómara við Landsrétt í trássi við mat hæfnisnefndar sumarið 2017. Íslensk stjórnvöld áfrýjuðu málinu til yfirdeildar MDE og fór málflutningur fram 5. febrúar síðastliðinn.

Umdeild andstaða við Mannréttindadómstólinn

Hátíðarsamkoman fór fram í Þjóðleikhúsinu í gær og fluttu þar erindi forseti Íslands, ráðherrar, stjórnmálamenn og núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómarar. Á meðal gesta var fjöldi lögmanna, embættismanna, sendiherra, starfsmanna réttarkerfisins og stjórnarráðsins, háskólafólks og þingmanna.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar komu margir ræðumanna inn á yfirstandandi málsmeðferð yfirdeildar MDE í ávörpum sínum. Þá flutti danski prófessorinn Mads Bryde Andersen fyrirlesturinn „Domstolsaktivisme i og uden for Nordisk ret“ um það þegar dómarar ganga lengra en áður með ákvörðunum sínum og marka stefnu út fyrir þau mörk sem dómstólar hafa miðað við áður.

Andersen hefur verið afar gagnrýninn á MDE og sagt dómstólinn snúa fjölda málum aðildaríkjanna upp í mannréttindamál sem ekkert hafi með slíkt að gera. Hann hefur fært fyrir því rök að Danir geti sagt sig frá Mannréttindasáttmála Evrópu, sem dómstóllinn var stofnaður til tryggja að aðildarríki hans virði. Hann segir dómstólinn pólitískan og telur að Danir ættu að breyta lögum með slíkum hætti að þeir verði ekki lengur bundnir af niðurstöðum MDE. Hefur hann verið gagnrýndur af kollegum sínum í dönskum fjölmiðlum fyrir þessa afstöðu.

„[...] í dag getur þú kallað hvað sem er mannréttindi“

„Við höfum fært okkur frá skýrum og afmörkuðum mannréttindum inn í aðstæður þar sem í dag getur þú kallað hvað sem er mannréttindi og öll samfélagsmál hafa mannréttindavinkil sem þýðir að spurningunni getur verið beint að MDE,“ sagði hann í viðtali við Uniavisen, blað Kaupmannahafnarháskóla. „Þessi þróun er vafasöm. Að hluta af því að hún dregur úr dönsku lýðræði með því að færa pólitískt vald frá Danmörku til dómstóls sem flest okkar vita lítið um. Að hluta af því að það gerðist án umræðu um hvort ætti að gera það.“

Íslenska ríkinu endurtekið dæmt í óhag hjá MDE

Lögmenn sem Stundin ræddi við telja það sérstakt að á afmælisviðburði Hæstaréttar hafi verið fjallað með slíkum hætti um MDE og þá sérstaklega að yfirlýstur andstæðingur aðildar Dana að réttinum hafi flutt erindi. Á undanförnu ári hefur MDE ítrekað dæmt íslenska ríkinu í óhag vegna brota á tjáningarfrelsi blaðamanna og vegna óréttlátar málsmeðferðar, meðal annars í Al Thani og Exeter málunum svokölluðu, auk Landsréttarmálsins. Með boðinu hafi Hæstiréttur verið að upphefja sjónarmið Andersen og gagnrýni hans á hlutverk MDE, sem mörgum í íslenska réttarkerfinu sé farið að þykja full afskiptasamur.

Í svari Hæstaréttar við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að Þorgeir Örlyggson, forseti Hæstaréttar, Helgi I. Jónsson, fráfarandi varaforseti hæstaréttar og Þorsteinn A. Jónsson skrifstofustjóri gerðu boðslistann á viðburðinn með aðstoð fleiri starfsmanna. Þorgeir og Helgi tóku ákvörðun um það hvernig dagskránni yrði háttað.

Á samkomuna var boðið öllum starfsmönnum Hæstaréttar, forseta Íslands, ráðherrum, þingmönnum, fyrrverandi hæstaréttardómurum, forsetum æðstu dómstóla Norðurlanda, sendiherrum erlendra ríkja með búsetu á Íslandi, forseta EFTA dómstólsins, íslenska dómaranum í Mannréttindadómstóli Evrópu, öllum alþingismönnum, dómurum Landsréttar, héraðsdómurum, aðstoðarmönnum dómara í Landsrétti og hjá héraðsdómstólum, ríkissaksóknara og saksóknurum hjá ríkissaksóknara, héraðssaksóknara og saksóknurum hjá héraðssaksóknara, lögreglustjórum, sýslumönnum, ráðuneytisstjórum, skrifstofustjórum í dómsmálaráðuneyti, ríkislögmanni og lögmönnum hjá ríkislögmanni, umboðsmanni Alþingis og lögfræðingum hjá umboðsmanni, lektorum, dósentum og prófessorum við lagadeild Háskóla Íslands og lagadeild Háskólans í Reykjavík, um 50 lögmönnum, stjórn lögfræðingafélags Íslands, stjórn Ákærendafélags Íslands, ritnefnd hátíðarrits Hæstaréttar í tilefni af 100 ára afmæli réttarins, ríkisendurskoðenda, skrifstofustjóra Alþingis, forsetaritara, stjórn Hins íslenska bókmenntafélags, fyrrverandi ríkissaksóknurum og nokkrum fleiri einstaklingum. Kostnaður við viðburðinn liggur ekki fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.

Mest lesið

Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
4
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
6
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
8
Þekking

Risa­hell­ir fund­inn á tungl­inu: Verð­ur hann fyrsti ból­stað­ur okk­ar?

Það var til marks um stórt skref í þró­un­ar­sögu manns­ins þeg­ar fyrstu hóp­ar manna hættu að leita sér næt­urstað­ar á víða­vangi held­ur sett­ust að í hell­um. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þró­un­ar­ferli manns­ins að setj­ast að á öðr­um hnetti en okk­ar heimaplán­etu og þá ein­mitt í helli — á tungl­inu. Langt er síð­an vís­inda­menn átt­uðu...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
1
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
4
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár