Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

BPA-gildi í mannfólki verulega vanmetin

Nýj­ar mæl­ing­ar á plastefn­inu BPA sýna að gildi efn­is­ins geta ver­ið 44 sinn­um meiri en áð­ur mæld­ist.

BPA-gildi í mannfólki verulega vanmetin
Plast í umhverfinu Lítil börn umgangast gríðarlega mikið af plasti. Mynd: Shutterstock

Ný aðferð til að mæla BPA-gildi í mannfólki hefur leitt í ljós að fram til þessa virðumst við hafa stórlega vanmetið hversu mikið BPA er að finna í líkama fólks. Raunveruleg gildi geta verið allt að 44 sinnum meiri en mælast með eldri greiningaraðferðum.

Hvað er BPA?

BPA eða bisphenol A er íblöndunarefni sem oft er blandað við plastefni til þess að styrkja það og gefa plastinu ákveðinn sveigjanleika. Þekkt er að BPA getur haft áhrif á kynfrumur dýra og hermt eftir ákveðnum hormónum. Þannig getur efnið ruglað eðlilega starfsemi líkamans. Þetta á sérstaklega við um fóstur. Fóstur sem útsett eru fyrir BPA í móðurkviði geta til dæmis glímt við vandamál tengd eðlilegum vexti og efnaskiptavandamál, auk þess sem þau eru í meiri áhættu á að fá krabbamein.

Vegna þessara áhrifa hafa margir plastframleiðendur brugðið á það ráð að skipta út BPA fyrir önnur efni sem hafa svipaða byggingu og gefa plastinu sömu eiginleika. Einnig hefur BPA verið bannað upp að einhverju marki, sérstaklega í vörum fyrir ungbörn.

BPA getur verið að finna í plastumbúðum á borð við plastflöskur og matarílát. Í dag er yfirleitt tekið fram á umbúðum hvort þær séu lausar við BPA eða ekki.

Raunveruleg gildi allt að 44 sinnum hærri

Í grein sem birtist nýverið í ritrýnda tímaritinu Lancet Diabetes & Endocrinology er fjallað um rannsókn þar sem ný aðferð til að mæla BPA í mannslíkamanum er metin. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að þær aðferðir sem notaðar hafa verið til að mæla BPA til þessa vanmeti verulega raunveruleg gildi efnisins.

Í sumum tilfellum eru raunveruleg gildi allt að 44 sinnum meiri en mælingar með eldri aðferðum sögðu til um

Talskona rannsóknarhópsins, Patricia Hunt, prófessor við Washington State University, segir rannsóknina vekja spurningar um það hvort við höfum fram til þessa farið nægilega varlega varðandi öryggi í kringum notkun á BPA. Þær aðferðir sem hafi verið notaðar hingað til gætu hafa byggt á ónákvæmum mælingum og því ekki gefið rétta mynd af vandanum. Svo mikil virðist skekkjan í mælingum vera að í sumum tilfellum eru raunveruleg gildi allt að 44 sinnum meiri en mælingar með eldri aðferðum sögðu til um.

Ný og nákvæmari aðferð

Nýja aðferðin sem fjallað er um í greininni er ólík fyrri aðferðum að því leyti að hún getur á nákvæmari og beinan hátt mælt BPA umbrotsefni í líkamanum.

Fyrri aðferðir byggðu að mestu á því að mæla BPA umbrotsefni óbeint. Þetta var gert með því að nota lausn sem innihélt ensím úr sniglum. Ensímin höfðu það hlutverk að breyta umbrotsefnum aftur í BPA sem var síðan mælt til að gefa hugmynd um það hversu mikið BPA var að finna í líkamanum.

Tvær aðferðir bornar saman

Í rannsókninni voru þessar tvær aðferðir bornar saman. Í fyrstu var notast við gerviþvag sem innihélt BPA. Seinna var notast við 39 sýni úr mannfólki.

Í ljós kom að með því að nota nýju aðferð rannsóknarhópsins var niðurstaðan sú að mæld gildi voru mun hærri en með eldri aðferðinni. Í ofanálag reyndist skekkjan vera meiri eftir því sem útsetning fyrir BPA var meiri.

Krefst frekari rannsókna

Höfundar greinarinnar segja að endurtaka þurfi tilraunina oftar til að komast að endanlegri niðurstöðu. Þeir vonast til þess að niðurstöðurnar veki sérfræðinga í faginu til umhugsunar um það hvernig við mælum BPA-gildi í líkamanum í dag.

Rannsóknarhópurinn vinnur nú að frekari tilraunum með mælingar á BPA. Að auki vinnur hópurinn að prófunum á öðrum efnum sem hafa verið mæld með svipuðum aðferðum til að athuga hvort sömu sögu sé að segja þar. Sá listi inniheldur efni á borð við paraben, triclosan og benzophenone sem er að finna í snyrtivörum og sápum, svo dæmi séu tekin.

Ítarefni:

Science Daily: BPA í manneskjum verulega vanmetið

The Lancet: Hefur gölluð matstækni dregið úr áreiðanleika hættumats?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár