Magnús Óskarsson lögmaður gagnrýnir fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir ófagleg vinnubrögð í grein í Morgunblaðinu í dag. Gagnrýni Magnúsar í greininni, sem birt er í viðskiptakálfi Moggans undir merkingunni „lögfræði“, er fjölþætt.
Inntakið í greininni er að fréttamenn og starfsmenn RÚV brjóti lögin um Ríkisútvarpið í störfum sínum, meðal annars í umfjöllunum sínum um mútumál Samherja í Namibíu. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur í Ríkisútvarpinu sagði frá mútumálinu í nóvember síðastliðinn í samvinnu við Stundina, Al Jazeera og Wikileaks og hefur fréttastofa RÚV síðan haldið áfram umfjöllun um málið líkt og fjölmargir aðrir miðlar hér á landi.
„Því miður eru of mörg dæmi um það að síðar komi í ljós að slíkur fréttaflutningur reynist hafa verið reistur á …
Athugasemdir