Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Stór að­gerð rík­is­skatt­stjóra og lög­reglu í morg­un. Að minnsta kosti sex starfs­menn voru tekn­ir af svæð­inu í fylgd lög­reglu.

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Umfangsmikil sameiginleg aðgerð lögreglu og eftirlitsfulltrúa við Héðinshús í Vesturbænum fór fram á tíunda tímanum í morgun. Lögreglufulltrúi segir aðgerðina hafa verið „árangursríkt eftirlit“ þar sem ekkert hafi komið upp úr eftirlitinu, en engu að síður voru að minnsta kosti sex starfsmenn færðir af svæðinu í lögreglufylgd. Tveir einstaklingar voru handteknir á sama vinnustað 12. september síðastliðinn.

Þegar blaðamann bar að garði var Seljavegurinn lokaður. Á annan tug lögregluþjóna voru að störfum á sex bifreiðum. Sjö einstaklingar á vegum Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar voru á svæðinu en vildu ekki tjá sig við fjölmiðla. Mikill erill var á svæðinu er rætt var við allt starfsfólkið á vinnustaðnum.

Eftirlitsfulltrúar að störfumFulltrúar frá Ríkisskattstjóra, Vinnumálastofnun og Vinnueftirlitinu ræddu við verktaka og undirverktaka CenterHotels.

Einn starfsmaður var færður inn í lögreglubíl sem ók í burtu. Hann var ekki í handjárnum. Blaðamaður náði tali af einum lögregluþjóni sem gat tjáð sig um stöðu mála. Hann sagði að þessi tiltekni einstaklingur hefði ekki verið með skilríki á sér og því hefði verið ekið með hann heim til að sækja þau og sýna fram á að hann hefði rétt til að vinna á landinu. Lögregluþjónninn sagði að þessi starfsmaður fengi að öllum líkindum að snúa aftur til starfa eftir að sýna skilríki sín.

„Árangursríkt eftirlit“

Lögregluþjónninn sagði að um væri að ræða „árangursríkt eftirlit“ lögreglu, ríkisskattstjóra og eftirlitsfulltrúa þar sem ekkert hafi komið upp úr því. Hann vildi ekki tjá sig um hvort ferðin væri tilkomin vegna ábendingar eða hvort uppi væru vísbendingar um grunsamlegt athæfi.

Sex starfsmenn teknir af svæðinuSex starfsmenn voru fjarlægðir af vinnustað. Fimm var komið fyrir í lögreglubifreiðir sem hér sjást.

Skömmu síðar voru fimm aðrir einstaklingar færðir í tvær lögreglubifreiðir, aðra þeirra ómerkta, sem óku í burtu með hinum lögreglubifreiðunum í átt að lögreglustöð. Ekki liggur fyrir hvort einhver þeirra sé með stöðu grunaðs. Enginn þeirra var í handjárnum, en enginn þeirra virtist ánægður á svip með atburði morgunsins.

Um klukkan ellefu fóru tveir lögregluþjónar auk fjögurra óþekktra aðila í vinnufatnaði inn á skrifstofu verktaka. Ekki er vitað hvort fleiri starfsmenn hafi verið færðir í burtu af lögreglu til yfirheyrslu eða hvort einhver sé með stöðu grunaðs manns.

Frá árinu 2017 hefur CenterHotels unnið að því að umbreyta Héðinshúsinu í hótel. Verkalýðsfélög hafa reglulega komið við og haft umkvartanir um hvernig staðið er að verkinu. 12. september síðastliðinn voru tveir starfsmenn handteknir af lögreglu fyrir að starfa án atvinnuleyfis. Undirverktaki játaði lögbrot í samtali við Stundina.

Uppfært 21. janúar kl. 14:59: Samtals voru átta starfsmenn handteknir í þessari aðgerð grunaðir um skjalafals. Níu öðrum var vikið af vettvangi þar sem þeir voru ekki með skilríki á sér. Eftir að hafa framvísað gildum skilríkjum fengu þeir að snúa aftur til vinnu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár