Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Stór að­gerð rík­is­skatt­stjóra og lög­reglu í morg­un. Að minnsta kosti sex starfs­menn voru tekn­ir af svæð­inu í fylgd lög­reglu.

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Umfangsmikil sameiginleg aðgerð lögreglu og eftirlitsfulltrúa við Héðinshús í Vesturbænum fór fram á tíunda tímanum í morgun. Lögreglufulltrúi segir aðgerðina hafa verið „árangursríkt eftirlit“ þar sem ekkert hafi komið upp úr eftirlitinu, en engu að síður voru að minnsta kosti sex starfsmenn færðir af svæðinu í lögreglufylgd. Tveir einstaklingar voru handteknir á sama vinnustað 12. september síðastliðinn.

Þegar blaðamann bar að garði var Seljavegurinn lokaður. Á annan tug lögregluþjóna voru að störfum á sex bifreiðum. Sjö einstaklingar á vegum Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar voru á svæðinu en vildu ekki tjá sig við fjölmiðla. Mikill erill var á svæðinu er rætt var við allt starfsfólkið á vinnustaðnum.

Eftirlitsfulltrúar að störfumFulltrúar frá Ríkisskattstjóra, Vinnumálastofnun og Vinnueftirlitinu ræddu við verktaka og undirverktaka CenterHotels.

Einn starfsmaður var færður inn í lögreglubíl sem ók í burtu. Hann var ekki í handjárnum. Blaðamaður náði tali af einum lögregluþjóni sem gat tjáð sig um stöðu mála. Hann sagði að þessi tiltekni einstaklingur hefði ekki verið með skilríki á sér og því hefði verið ekið með hann heim til að sækja þau og sýna fram á að hann hefði rétt til að vinna á landinu. Lögregluþjónninn sagði að þessi starfsmaður fengi að öllum líkindum að snúa aftur til starfa eftir að sýna skilríki sín.

„Árangursríkt eftirlit“

Lögregluþjónninn sagði að um væri að ræða „árangursríkt eftirlit“ lögreglu, ríkisskattstjóra og eftirlitsfulltrúa þar sem ekkert hafi komið upp úr því. Hann vildi ekki tjá sig um hvort ferðin væri tilkomin vegna ábendingar eða hvort uppi væru vísbendingar um grunsamlegt athæfi.

Sex starfsmenn teknir af svæðinuSex starfsmenn voru fjarlægðir af vinnustað. Fimm var komið fyrir í lögreglubifreiðir sem hér sjást.

Skömmu síðar voru fimm aðrir einstaklingar færðir í tvær lögreglubifreiðir, aðra þeirra ómerkta, sem óku í burtu með hinum lögreglubifreiðunum í átt að lögreglustöð. Ekki liggur fyrir hvort einhver þeirra sé með stöðu grunaðs. Enginn þeirra var í handjárnum, en enginn þeirra virtist ánægður á svip með atburði morgunsins.

Um klukkan ellefu fóru tveir lögregluþjónar auk fjögurra óþekktra aðila í vinnufatnaði inn á skrifstofu verktaka. Ekki er vitað hvort fleiri starfsmenn hafi verið færðir í burtu af lögreglu til yfirheyrslu eða hvort einhver sé með stöðu grunaðs manns.

Frá árinu 2017 hefur CenterHotels unnið að því að umbreyta Héðinshúsinu í hótel. Verkalýðsfélög hafa reglulega komið við og haft umkvartanir um hvernig staðið er að verkinu. 12. september síðastliðinn voru tveir starfsmenn handteknir af lögreglu fyrir að starfa án atvinnuleyfis. Undirverktaki játaði lögbrot í samtali við Stundina.

Uppfært 21. janúar kl. 14:59: Samtals voru átta starfsmenn handteknir í þessari aðgerð grunaðir um skjalafals. Níu öðrum var vikið af vettvangi þar sem þeir voru ekki með skilríki á sér. Eftir að hafa framvísað gildum skilríkjum fengu þeir að snúa aftur til vinnu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár