Plastmengun er eitt stærsta vandamál sem mannkynið glímir við en jafnframt er afar erfitt að leysa það. Á undanförnum árum hefur nokkur áhersla verið lögð á það að draga úr eða hætta alfarið notkun á plastumbúðum, til dæmis utan um grænmeti og ávexti í matvöruverslunum. Þó svo að slík breyting kunni að hljóma vel þekkjum við enn sem komið er ekki nógu vel hvaða afleiðingar það kann að hafa.
Ekki eins einfalt og virðist í fyrstu
Í skýrslu sem unnin var af samtökunum Green Alliance á Bretlandi er kafað í umhverfisáhrif þess að skipta út plastumbúðum fyrir annars konar umbúðir. Skýrslan byggist að miklu leyti á viðtölum við talsfólk matvöruverslana í Bretlandi. Henni er meðal annars ætlað að varpa ljósi á reynslu verslana af því að hætta notkun á plastumbúðum eða taka upp annars konar umbúðir í staðinn fyrir plastið.
Athugasemdir