Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans

Finn­ur Ing­ólfs­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir að hann skammist sín fyr­ir að hafa ekki séð í gegn­um þann blekk­ing­ar­leik sem einka­væð­ing Bún­að­ar­bank­ans var á sín­um tíma. Með orð­um sín­um á Finn­ur við meinta að­komu þýska bank­ans Hauck & Auf­hausers að við­skipt­un­um sem reynd­ust vera fals.

Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans
Á hestabúgarði Ólafs Ólafssonar Finnur Ingólfsson sést hér með Ólafi Ólafssyni, sem snýr baki í myndavélina, á hestabúgarði Ólafs, Pur Cheval í Frakklandi, í fyrra.

Finnur Ingólfsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, segist „skammast sín“ fyrir að hafa ekki séð í gegnum þær blekkingar sem notaður voru svo S-hópurinn svokallaði gæti keypt hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003.

Finnur var sjálfur einn af þeim aðilum sem myndaði S-hópinn. Hann var forstjóri VÍS, sem var einn af þeim aðilum sem myndaði S-hópinn, og var einn af lykilmönnunum í kaupum hópsins á Búnaðarbankanum, ásamt meðal annars Ólafi Ólafssyni í Samskipum.

Blekkingarnar sem um ræðir eru aðkoma þýska bankans Hauck  & Aufhaüser að kaupum S-hópsins. En þýski bankinn var í reynd aldrei hluthafi í bankanum þó slíkt hafi komið fram opinberlega og að þessi ætlaða aðkoma bankans hafi ráðið úrslitum um að S-hópurinn fékk að kaupa bankann af íslenska ríkinu.

Þessi orð eru höfð eftir Finni Ingólfssyni í ævisögu Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Halldór Ásgrímsson sem kom út hjá Forlaginu fyrir jólin, Halldór Ásgrímsson: Ævisaga.

Finnur segist ekkert hafa vitað

Í bókinni er vísað til þeirra orða Finns að hann hafi ekki haft hugmynd um þann blekkingarleik sem settur var af stað til að fólk tryði því að þýski bankinn væri í reynd hluthafi í Búnaðarbankanum í gegnum eignarhaldsfélagið Eglu, eitt af þeim félögum sem myndaði S-hópinn og keypti bankann.  Frá þessu er sagt í undirkafla sem ber yfirskriftina „Hókus pókus S-hópsins“ þar sem meðal annars er sagt frá þeirri niðurstöðu úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar um aðkomu þýska bankans að Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssyni hafi verið þeir sem skipulögðu blekkingarleikinn í kringum aðkomu þýska bankans að einkavæðingu Búnaðarbankans.

Tilgangurinn var í reynd að tryggja Kaupþingi, sem á þeim var tiltölulega lítill fjárfestingarbanki, eignarhlut í Búnaðarbankanum - Kaupþing og Búnaðarbankinn sameinuðust svo skömmu eftir einkavæðingu síðarnefnd bankans og varð á skömmum tíma stærsti banki Íslands. 

Eins og segir um þennan blekkingarleik í rannsóknarskýrslunni: „Telja verður að vegna áhrifa baksamninganna sem hér er lýst hafi því í reynd farið víðs fjarri að Hauck & Aufhäuser væri fjárfestir í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu hf. með þeim hætti sem gefinn var til kynna bæði gagnvart stjórnvöldum og í fjölmiðlum.“

Orðrétt hefur Guðjón eftir Finni í bókinni að hann hafi ekkert vitað um þessa sýndaraðkomu þýska bankans. „Finnur Ingófsson, sem var orðinn forstjóri VÍS, þegar kaupin voru gerð og kom að samningunum á lokastigi þeirra, segist skammast síns fyrir að hann skyldi ekki hafa séð í gegnum þá fléttu sem búið var að skapa og hann hefði ekki haft hugmynd um.“

  „Það er mér algjörlega ókunnugt um“

Myndin af Finni og Ólafi

Miðað við orð Finns Ingólfssonar var hann sjálfur blekktur eða að minnsta kosti ekki þátttakandi í blekkingunum sem settar voru á svið í einkavæðingu Búnaðarbankans. Orð Finns í bókinni ríma við orð sem áður hafa verið höfð eftir honum um vitneskju hans um þennan blekkingarleik en árið 2016, í aðdraganda þess að ákveðið var að láta skrifa rannsóknarskýrslu um aðkomu þýska bankans að Búnaðarbankakaupunum, sagði Finnur að honum hafi ekki verið kunnugt um að bankinn hafi ekki eignast hlut í bankanum.  „Það er mér algjörlega ókunnugt um og veit ekki til að það hafi verið,“ sagði Finnur í viðtali við Vísi.

Finnur Ingólfsson var, þrátt fyrir þetta, eitt helsta andlit kaupendahóps Búnaðarbankans, ásamt Ólafi Ólafssyni, og er myndin af þeim tveimur, brosandi og kátum í framsætinu á bíl eftir að hafa undirritað kaupsamninginn um Búnaðarbankann, líklega ein þekktasta fréttaljósmynd Íslands á síðustu 20 árum. Í fyrra, árið 2019, birtist sömuleiðis ljósmynd af Finni og Ólafi saman á hestabúgarði þess síðarnefnda í Frakklandi, Pur Cheval, á Facebook-síðu hestabúgarðsins. Báðir eru þeir Finnur og Ólafur miklir hestamenn.

Blekkingarleikurinn með Hauck & Aufhauser virðist því ekki hafa leitt til vinslita milli Finns og Ólafs en sá síðarnefndi var einn helsti skipuleggjandi Hauck & Aufhauser-fléttunnar rétt eins og Al-Thani fléttunnar rúmum fimm árum síðar. 

Finnur hagnaðist á einkavæðingunni

Hvað sem líður þessum orðum Finns Ingólfssonar, skömm hans og tjáðri eftirsjá út af blekkingunum í kringum einkavæðingu Búnaðarbankans, þá átti hann eftir að hagnast á henni persónulega. Sama ár og Búnaðarbankinn var einkavæddur stofnaði Finnur Ingólfsson fjárfestingarfélag sitt Fikt ehf. utan um hlutabréfaeign sína í Vátryggingafélagi Íslands.

Finnur átti svo eftir að stunda arðbær hlutabréfaviðskipti í Kaupþingi, með lánum frá bankanum, í gegnum þetta félag sitt á næstu árum.  Á þessum tíma var Finnur stjórnarmaður í bankanum - hann hætti í stjórninni árið 2007. Árið 2008 seldi Finnur hlutabréf sín í Kaupþingi og skilaði félag hans 180 milljóna króna hagnaði þetta ár. Segja má að einkavæðing Búnaðarbankans hafi lagt grunn að ferli Finns sem fjárfestis en hann átti meðal annars bifreiðaskoðunina Frumherja um árabil. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkavæðing bankanna

Segir frá matarboði þar sem stjórnmál og fjármál runnu saman en enginn vildi skrifa í gestabókina
ViðskiptiEinkavæðing bankanna

Seg­ir frá mat­ar­boði þar sem stjórn­mál og fjár­mál runnu sam­an en eng­inn vildi skrifa í gesta­bók­ina

Í ný­út­kom­inni bók Gylfa Zoega er kvöld­verð­ar­boði í húsi Seðla­bank­ans við Ægisíðu lýst. Þar á seðla­banka­stjóri að hafa set­ið að snæð­ingi með við­skipta­fé­lög­um sín­um, skömmu áð­ur en einka­væð­ing bank­anna átti sér stað ár­ið 2003. Finn­ur Ing­ólfs­son, fyrr­um seðla­banka­stjóri, kann­ast ekk­ert við að þetta hafi átt sér stað.
Umboðsmaður telur einkavæðingu bankanna gott sem fullrannsakaða
FréttirEinkavæðing bankanna

Um­boðs­mað­ur tel­ur einka­væð­ingu bank­anna gott sem full­rann­sak­aða

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur nú til skoð­un­ar hvort hrinda eigi í fram­kvæmd þings­álykt­un­inni frá 2012 um rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna. Lög­fræð­ing­ur sem starf­aði með tveim­ur rann­sókn­ar­nefnd­um Al­þing­is tel­ur rann­sókn­ar­spurn­ing­ar sem fylgdu þings­álykt­un­inni van­hugs­að­ar og um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur ólík­legt að sér­stök rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna leiði fram nýj­ar mark­verð­ar upp­lýs­ing­ar.
Ólafur Ólafsson lýsir pólitískri spillingu á Íslandi í varnarræðu sinni
FréttirEinkavæðing bankanna

Ólaf­ur Ólafs­son lýs­ir póli­tískri spill­ingu á Ís­landi í varn­ar­ræðu sinni

Fjár­fest­ir­inn Ólaf­ur Ólafs­son, sem rann­sókn­ar­nefnd um einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans seg­ir hafa stað­ið að mála­mynda­gern­ingi til að blekkja yf­ir­völd, sak­ar ráð­herra Fram­sókn­ar­floks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins um póli­tísk inn­grip. „Við vor­um hafð­ir að leik­sopp­um í póli­tísku leik­riti,“ seg­ir Ólaf­ur með­al ann­ars.
Aðilarnir að plottinu eru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi í dag
FréttirEinkavæðing bankanna

Að­il­arn­ir að plott­inu eru um­svifa­mikl­ir í ís­lensku við­skipta­lífi í dag

Ólaf­ur Ólafs­son, Guð­mund­ur Hjalta­son og Hreið­ar Már Sig­urðs­son neit­uðu all­ir að mæta í skýrslu­töku vegna rann­sókn­ar­inn­ar á einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans. Þeir eru nú um­svifa­mikl­ir í við­skipta­líf­inu, með­al ann­ars í fast­eigna­við­skipt­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hót­elupp­bygg­ingu.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár