Gullregn, ný kvikmynd leikstjórans Ragnars Bragasonar, er frumsýnd í kvikmyndahúsum um helgina. Sagan fjallar um Indíönu Jónsdóttur, sem takast þarf á við eigin fordóma þegar einkasonur hennar kemur heim með pólska kærustu. Myndina vann Ragnar í nánu samstarfi við pólska kvikmyndagerðarmenn, auk þess sem hún skartar pólsku stjörnunni Karolina Gruszka í hlutverki kærustunnar Danielu.
„Listin endurspeglar alltaf samfélagið að einhverju leyti,“ segir Ragnar. „En pólski hluti þjóðarinnar er orðinn nær tuttugu þúsund manns og það hefur ekki endurspeglast í kvikmyndum.“
Gullregn var upphaflega skrifað sem leikrit og sett á svið í Borgarleikhúsinu, en í kvikmyndinni leika margir af sömu leikurunum, meðal annars Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverki aðalpersónunnar Indíönu. „Hún er mjög marglaga og flókinn einstaklingur,“ segir Ragnar. „Án þess að maður vilji gefa of mikið uppi um niðurstöður í verkinu þá er hún manneskja sem hefur einangrað sig dálítið frá heiminum af ótta við hann. Hún lokar sig af …
Athugasemdir