Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Endurspeglun á fordómafleti íslensku þjóðarinnar

Ný kvik­mynd Ragn­ars Braga­son­ar er frum­sýnd um helg­ina. Í Gull­regni þarf ótta­sleg­in að­al­per­sóna að tak­ast á við for­dóma sína þeg­ar pólsk kona kem­ur inn í fjöl­skyld­una. Ragn­ar seg­ir pólska íbúa Ís­lands ekki hafa feng­ið sess í ís­lensk­um kvik­mynd­um í sam­hengi við mann­fjölda.

Endurspeglun á fordómafleti íslensku þjóðarinnar
Indíana Jónsdóttir Persóna Sigrúnar Eddu Björnsdóttur í Gullregni hefur byggt sinn eigin lokaða heim sem skyndilega er ógnað. Mynd: b'Lilja Jons'

Gullregn, ný kvikmynd leikstjórans Ragnars Bragasonar, er frumsýnd í kvikmyndahúsum um helgina. Sagan fjallar um Indíönu Jónsdóttur, sem takast þarf á við eigin fordóma þegar einkasonur hennar kemur heim með pólska kærustu. Myndina vann Ragnar í nánu samstarfi við pólska kvikmyndagerðarmenn, auk þess sem hún skartar pólsku stjörnunni Karolina Gruszka í hlutverki kærustunnar Danielu.

„Listin endurspeglar alltaf samfélagið að einhverju leyti,“ segir Ragnar. „En pólski hluti þjóðarinnar er orðinn nær tuttugu þúsund manns og það hefur ekki endurspeglast í kvikmyndum.“

Gullregn var upphaflega skrifað sem leikrit og sett á svið í Borgarleikhúsinu, en í kvikmyndinni leika margir af sömu leikurunum, meðal annars Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverki aðalpersónunnar Indíönu. „Hún er mjög marglaga og flókinn einstaklingur,“ segir Ragnar. „Án þess að maður vilji gefa of mikið uppi um niðurstöður í verkinu þá er hún manneskja sem hefur einangrað sig dálítið frá heiminum af ótta við hann. Hún lokar sig af …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár