Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Endurspeglun á fordómafleti íslensku þjóðarinnar

Ný kvik­mynd Ragn­ars Braga­son­ar er frum­sýnd um helg­ina. Í Gull­regni þarf ótta­sleg­in að­al­per­sóna að tak­ast á við for­dóma sína þeg­ar pólsk kona kem­ur inn í fjöl­skyld­una. Ragn­ar seg­ir pólska íbúa Ís­lands ekki hafa feng­ið sess í ís­lensk­um kvik­mynd­um í sam­hengi við mann­fjölda.

Endurspeglun á fordómafleti íslensku þjóðarinnar
Indíana Jónsdóttir Persóna Sigrúnar Eddu Björnsdóttur í Gullregni hefur byggt sinn eigin lokaða heim sem skyndilega er ógnað. Mynd: b'Lilja Jons'

Gullregn, ný kvikmynd leikstjórans Ragnars Bragasonar, er frumsýnd í kvikmyndahúsum um helgina. Sagan fjallar um Indíönu Jónsdóttur, sem takast þarf á við eigin fordóma þegar einkasonur hennar kemur heim með pólska kærustu. Myndina vann Ragnar í nánu samstarfi við pólska kvikmyndagerðarmenn, auk þess sem hún skartar pólsku stjörnunni Karolina Gruszka í hlutverki kærustunnar Danielu.

„Listin endurspeglar alltaf samfélagið að einhverju leyti,“ segir Ragnar. „En pólski hluti þjóðarinnar er orðinn nær tuttugu þúsund manns og það hefur ekki endurspeglast í kvikmyndum.“

Gullregn var upphaflega skrifað sem leikrit og sett á svið í Borgarleikhúsinu, en í kvikmyndinni leika margir af sömu leikurunum, meðal annars Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverki aðalpersónunnar Indíönu. „Hún er mjög marglaga og flókinn einstaklingur,“ segir Ragnar. „Án þess að maður vilji gefa of mikið uppi um niðurstöður í verkinu þá er hún manneskja sem hefur einangrað sig dálítið frá heiminum af ótta við hann. Hún lokar sig af …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár