Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Nauðgarinn ert þú“

Hóp­ur kvenna flutti ís­lenska út­gáfu af sí­leska gjörn­ingn­um „Nauðg­ari á þinni leið“ við stjórn­ar­ráð­ið til að mót­mæla nauðg­un­ar­menn­ingu og með­virkni stjórn­valda með gerend­um.

Mótmælt við stjórnarráðið Hópur kvenna flutti síleskan mótmælasöng í íslenkum búningi við stjórnarráðið í gær.

Hópur kvenna mótmælti aðgerðaleysi þegar kemur að ofbeldi gagnvart konum með gjörningi við stjórnarráðið síðdegis í gær. Gjörningurinn er íslensk útgáfa af síleska gjörningnum „El violador en tú camino“ eða „Nauðgari á þinni leið“, sem var frumfluttur við þjóðarleikvanginn í Santíagó í nóvember.

Síleskar konur vildu með gjörningnum mótmæla nauðgunarmenningu, en þar í landi enda aðeins 8 prósent nauðgunarmála með sakfellingu. Myndband af flutningi þeirra vakti mikla athygli á netinu og voru í kjölfarið haldnir viðburðir í Kólumbíu, Mexíkó, Frakklandi, Spáni, Bretlandi og Tyrklandi.

„Þær okkar sem höfum á einhverjum tímapunkti upplifað hættu eða ofbeldi af þeirri einföldu ástæðu að við verum konur, skiljum hvert einasta orð í laginu og við erum margar,“ segir Katrín Harðardóttir, einn skipuleggjenda gjörningsins.

Mótmælt við stjórnarráðiðGjörningurinn fór fram í kjölfar þess að grunuðum kynferðisafbrotamanni var sleppt úr gæsluvarðhaldi.

Íslensku konurnar dönsuðu og fluttu íslenska útgáfu af textanum þar sem beint er sjónum að feðraveldinu og ríkisvaldinu. Í textanum segir meðal annars: „Og sökin var ekki mín, hvar sem ég var eða í hverju sem ég var: nauðgarinn ert þú“.

„Þessi fullyrðing sílesku kvennanna sem skrifuðu femíníska „sálminn“ hefur vakið hrifningu og lof margra, en einnig valdið gagnrýni annarra,“ segir Katrín. „Þú-ið sem vísað er í er nauðgarinn, en það nær einnig yfir þann fjölda fólks sem þykist ekki taka eftir kynferðisáreitni eða lætur jafnvel glæpamenn ganga lausa, eins og nú um jólin hér í Reykjavíkinni. Þess vegna er minnst á lögreglu, dómara, ríki og ráðherra, þau sem gætu tekið til róttækra aðgerða til þess að koma í veg fyrir nauðganir, morð og kynferðisáreitni, en gera það ekki. Og þess vegna bendum við beint á héraðsdóm, enda gaf hann okkur ærna ástæðu til í hádeginu.“

Gjörningurinn fluttur í MexíkóborgFramganga kvennanna í Síle hefur vakið athygli og gjörningurinn verið fluttur um allan heim.

Íslenskur texti lagsins „Nauðgari á þinni leið“

Feðraveldið fellir dóm,

gegn konum fyrir fæðingu.

Refsingin er kúgun

sýnileg og dulin,

í dómsorði hulin.

Feðraveldið fellir dóm,   

gegn konum fyrir fæðingu.

Refsingin er kúgun

sýnileg og dulin,

í dómsorði hulin.

Kvennamorð og ofbeldi,

Nauðganir og mansal 

og kynferðisáreitni.

Málin niður falla 

Fyrir ofbeldiskalla.

Sökin er ekki mín, hvar sem ég var eða í hverju sem ég var.

Sökin er ekki mín, hvar sem ég var eða í hverju sem ég var.

Því gerandinn ert þú,

já, nauðgarinn ert þú.

Það eru löggur,

dómarar

sýslumenn

og ráðherrar!

Það er kúgandi ríki

í karlrembu líki.

Það er kúgandi ríki

Í karlrembu líki.

Því gerandinn ert þú

já, nauðgarinn ert þú.

Sofðu unga ástin mín og örvæntu ekki

við mæður, systur og dætur.

Stöndum sterkar á fætur,

tökum siðleysi gröf.

Nýtum okkar lög

og kærum ríkisvaldið,

því nauðgarinn ert þú

já gerandinn ert þú.

Gerandinn ert þú.

Gerandinn ert þú.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár