Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Nauðgarinn ert þú“

Hóp­ur kvenna flutti ís­lenska út­gáfu af sí­leska gjörn­ingn­um „Nauðg­ari á þinni leið“ við stjórn­ar­ráð­ið til að mót­mæla nauðg­un­ar­menn­ingu og með­virkni stjórn­valda með gerend­um.

Mótmælt við stjórnarráðið Hópur kvenna flutti síleskan mótmælasöng í íslenkum búningi við stjórnarráðið í gær.

Hópur kvenna mótmælti aðgerðaleysi þegar kemur að ofbeldi gagnvart konum með gjörningi við stjórnarráðið síðdegis í gær. Gjörningurinn er íslensk útgáfa af síleska gjörningnum „El violador en tú camino“ eða „Nauðgari á þinni leið“, sem var frumfluttur við þjóðarleikvanginn í Santíagó í nóvember.

Síleskar konur vildu með gjörningnum mótmæla nauðgunarmenningu, en þar í landi enda aðeins 8 prósent nauðgunarmála með sakfellingu. Myndband af flutningi þeirra vakti mikla athygli á netinu og voru í kjölfarið haldnir viðburðir í Kólumbíu, Mexíkó, Frakklandi, Spáni, Bretlandi og Tyrklandi.

„Þær okkar sem höfum á einhverjum tímapunkti upplifað hættu eða ofbeldi af þeirri einföldu ástæðu að við verum konur, skiljum hvert einasta orð í laginu og við erum margar,“ segir Katrín Harðardóttir, einn skipuleggjenda gjörningsins.

Mótmælt við stjórnarráðiðGjörningurinn fór fram í kjölfar þess að grunuðum kynferðisafbrotamanni var sleppt úr gæsluvarðhaldi.

Íslensku konurnar dönsuðu og fluttu íslenska útgáfu af textanum þar sem beint er sjónum að feðraveldinu og ríkisvaldinu. Í textanum segir meðal annars: „Og sökin var ekki mín, hvar sem ég var eða í hverju sem ég var: nauðgarinn ert þú“.

„Þessi fullyrðing sílesku kvennanna sem skrifuðu femíníska „sálminn“ hefur vakið hrifningu og lof margra, en einnig valdið gagnrýni annarra,“ segir Katrín. „Þú-ið sem vísað er í er nauðgarinn, en það nær einnig yfir þann fjölda fólks sem þykist ekki taka eftir kynferðisáreitni eða lætur jafnvel glæpamenn ganga lausa, eins og nú um jólin hér í Reykjavíkinni. Þess vegna er minnst á lögreglu, dómara, ríki og ráðherra, þau sem gætu tekið til róttækra aðgerða til þess að koma í veg fyrir nauðganir, morð og kynferðisáreitni, en gera það ekki. Og þess vegna bendum við beint á héraðsdóm, enda gaf hann okkur ærna ástæðu til í hádeginu.“

Gjörningurinn fluttur í MexíkóborgFramganga kvennanna í Síle hefur vakið athygli og gjörningurinn verið fluttur um allan heim.

Íslenskur texti lagsins „Nauðgari á þinni leið“

Feðraveldið fellir dóm,

gegn konum fyrir fæðingu.

Refsingin er kúgun

sýnileg og dulin,

í dómsorði hulin.

Feðraveldið fellir dóm,   

gegn konum fyrir fæðingu.

Refsingin er kúgun

sýnileg og dulin,

í dómsorði hulin.

Kvennamorð og ofbeldi,

Nauðganir og mansal 

og kynferðisáreitni.

Málin niður falla 

Fyrir ofbeldiskalla.

Sökin er ekki mín, hvar sem ég var eða í hverju sem ég var.

Sökin er ekki mín, hvar sem ég var eða í hverju sem ég var.

Því gerandinn ert þú,

já, nauðgarinn ert þú.

Það eru löggur,

dómarar

sýslumenn

og ráðherrar!

Það er kúgandi ríki

í karlrembu líki.

Það er kúgandi ríki

Í karlrembu líki.

Því gerandinn ert þú

já, nauðgarinn ert þú.

Sofðu unga ástin mín og örvæntu ekki

við mæður, systur og dætur.

Stöndum sterkar á fætur,

tökum siðleysi gröf.

Nýtum okkar lög

og kærum ríkisvaldið,

því nauðgarinn ert þú

já gerandinn ert þú.

Gerandinn ert þú.

Gerandinn ert þú.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár