Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Ástríð­ur Hall­dórs­dótt­ir sem svar­aði svona eft­ir­minni­lega fyr­ir níu ár­um seg­ir að hún hafi ei­lít­ið mild­ast í af­stöðu sinni gegn jól­un­um.

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
Ennþá smá með horn í síðu jólanna Þó jólalegra sé yfir Ástríði nú en var fyrir níu árum er hún samt enn frekar skeptísk. Mynd: Facebook

Fyrir jól er mikið að gera og ys og þys við að koma öllu því í verk sem að fólk telur að þurfi að klára áður en jólin renna í garð. Álagið það leggst misþungt á fólk, sumir mæta jólunum með miklum spenningi og eftirvæntingu á meðan að aðrir fyllast stressi og vanlíðan. Sumir hafa þá bara engan áhuga á jólunum, eins og Ástríður Halldórsdóttir sem tekin var tali fyrir níu árum í DV. Spurð hvort hún væri farin að huga að jólum svaraði Ástríður: „Nei, jól eru fyrir aumingja.“

„Það eru níu ár síðan, einmitt,“ segir Ástríður þegar Stundin hafði samband við hana og spurði hvort hún væri enn sama sinnis, það er að jólin væru fyrir aumingja. „Já, verður maður ekki bara að segja já. Ég er auðvitað orðinn Trölli Íslands í huga þjóðarinnar, holdgervingur jólahatursins og þetta svar birt aftur og aftur. Ég reyndar heyrði af því um daginn að einhver annar hafði verið spurður, einhver karl í Kringlunni, spurður hvort hann ætlaði að gera eitthvað um jólin. Hann svaraði víst þannig að hann þyrfti það ekki, enginn í fjölskyldunni hans þoldi hann og hann þyrfti ekki mæta neitt eða gera neitt, hann væri svo illa liðinn. Það er greinilega einhver samkeppni í gangi en ég hef reyndar ekki séð þetta.“

Ástríður er að vísa til meðfylgjandi viðtals í fréttum Stöðvar 2, sem tekið var árið áður en rætt var við hana, eða í desember 2009. Beðist er velvirðingar á slökum gæðum þessarar upptöku. Stundin veit ekki deili á manninum sem um ræðir en orðrétt svaraði hann, spurður að því hvort og þá hvaða jólagjafir hann hyggðist kaupa: „Nei, veistu það, ég er svo heppinn að eiga enga vini og enginn í fjölskyldunni þolir mig. Þar af leiðandi fæ ég engar jólagjafir og slepp þess vegna við að gefa jólagjafir sjálfur.“ Það kemur á fréttakonuna sem tekur viðtalið og hún spyr; „Svona í alvöru talað?“ Maðurinn heldur það nú og svarar: „Ekkert flóknara en svo.“

Spurð hvernig hún hátti jólaundirbúningi hlær Ástríður. „Ég var að koma úr vinnunni og er ekki búin að gera neitt af viti. Það er nú svo sem líka af því að fjölskyldan er búin að liggja í pest.“

„Ég held að maður þyrfti að fá frí úr vinnunni í alveg tvo mánuði til að undirbúa þetta, ég held að það sá algjört lágmark“

Það er því aðeins jólalegra yfir Ástríði heldur en var fyrir níu árum síðan. „Já já, en það er raunar alveg fáránlegt hvað fólk man eftir þessu, ég er stoppuð úti á götu vegna þessa litla mola. Ég fæ líka vinabeiðnir á Facebook þessu tengdar, yfirleitt reyndar frá miðaaldra karlmönnu. Þannig að það má segja að ég hafi grætt mikið á þessu eins og raunar allir landsmenn.“

Ástríður segir að börnin hennar séu vissulega spennt fyrir jólunum og hún hrífist með. „Það er bara spurning hvenær maður á að hafa tíma fyrir þetta allt. Ég held að maður þyrfti að fá frí úr vinnunni í alveg tvo mánuði til að undirbúa þetta, ég held að það sá algjört lágmark. Það þarf bara að hafa þetta eins og fæðingarorlof. Nei, ég segi svona, þetta er auðvitað bara seinagangur í mér. Það þýðir ekkert að hafa áhyggjur af þessu, það tekur því ekki. Jólin koma alveg sama hvort ég sé undirbúinn undir þetta eða ekki.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu