Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Ástríð­ur Hall­dórs­dótt­ir sem svar­aði svona eft­ir­minni­lega fyr­ir níu ár­um seg­ir að hún hafi ei­lít­ið mild­ast í af­stöðu sinni gegn jól­un­um.

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
Ennþá smá með horn í síðu jólanna Þó jólalegra sé yfir Ástríði nú en var fyrir níu árum er hún samt enn frekar skeptísk. Mynd: Facebook

Fyrir jól er mikið að gera og ys og þys við að koma öllu því í verk sem að fólk telur að þurfi að klára áður en jólin renna í garð. Álagið það leggst misþungt á fólk, sumir mæta jólunum með miklum spenningi og eftirvæntingu á meðan að aðrir fyllast stressi og vanlíðan. Sumir hafa þá bara engan áhuga á jólunum, eins og Ástríður Halldórsdóttir sem tekin var tali fyrir níu árum í DV. Spurð hvort hún væri farin að huga að jólum svaraði Ástríður: „Nei, jól eru fyrir aumingja.“

„Það eru níu ár síðan, einmitt,“ segir Ástríður þegar Stundin hafði samband við hana og spurði hvort hún væri enn sama sinnis, það er að jólin væru fyrir aumingja. „Já, verður maður ekki bara að segja já. Ég er auðvitað orðinn Trölli Íslands í huga þjóðarinnar, holdgervingur jólahatursins og þetta svar birt aftur og aftur. Ég reyndar heyrði af því um daginn að einhver annar hafði verið spurður, einhver karl í Kringlunni, spurður hvort hann ætlaði að gera eitthvað um jólin. Hann svaraði víst þannig að hann þyrfti það ekki, enginn í fjölskyldunni hans þoldi hann og hann þyrfti ekki mæta neitt eða gera neitt, hann væri svo illa liðinn. Það er greinilega einhver samkeppni í gangi en ég hef reyndar ekki séð þetta.“

Ástríður er að vísa til meðfylgjandi viðtals í fréttum Stöðvar 2, sem tekið var árið áður en rætt var við hana, eða í desember 2009. Beðist er velvirðingar á slökum gæðum þessarar upptöku. Stundin veit ekki deili á manninum sem um ræðir en orðrétt svaraði hann, spurður að því hvort og þá hvaða jólagjafir hann hyggðist kaupa: „Nei, veistu það, ég er svo heppinn að eiga enga vini og enginn í fjölskyldunni þolir mig. Þar af leiðandi fæ ég engar jólagjafir og slepp þess vegna við að gefa jólagjafir sjálfur.“ Það kemur á fréttakonuna sem tekur viðtalið og hún spyr; „Svona í alvöru talað?“ Maðurinn heldur það nú og svarar: „Ekkert flóknara en svo.“

Spurð hvernig hún hátti jólaundirbúningi hlær Ástríður. „Ég var að koma úr vinnunni og er ekki búin að gera neitt af viti. Það er nú svo sem líka af því að fjölskyldan er búin að liggja í pest.“

„Ég held að maður þyrfti að fá frí úr vinnunni í alveg tvo mánuði til að undirbúa þetta, ég held að það sá algjört lágmark“

Það er því aðeins jólalegra yfir Ástríði heldur en var fyrir níu árum síðan. „Já já, en það er raunar alveg fáránlegt hvað fólk man eftir þessu, ég er stoppuð úti á götu vegna þessa litla mola. Ég fæ líka vinabeiðnir á Facebook þessu tengdar, yfirleitt reyndar frá miðaaldra karlmönnu. Þannig að það má segja að ég hafi grætt mikið á þessu eins og raunar allir landsmenn.“

Ástríður segir að börnin hennar séu vissulega spennt fyrir jólunum og hún hrífist með. „Það er bara spurning hvenær maður á að hafa tíma fyrir þetta allt. Ég held að maður þyrfti að fá frí úr vinnunni í alveg tvo mánuði til að undirbúa þetta, ég held að það sá algjört lágmark. Það þarf bara að hafa þetta eins og fæðingarorlof. Nei, ég segi svona, þetta er auðvitað bara seinagangur í mér. Það þýðir ekkert að hafa áhyggjur af þessu, það tekur því ekki. Jólin koma alveg sama hvort ég sé undirbúinn undir þetta eða ekki.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
6
Pressa#30

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra voru gest­ir Pressu í dag og ræddu með­al ann­ars al­var­lega stöðu á bráða­mót­töku. Will­um og Alma leiða bæði lista í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um, Alma fyr­ir Sam­fylk­ingu og WIll­um Fram­sókn. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son mæt­ir einnig í þátt­inn og sagði frá nýj­um þátt­um um bráða­mót­tök­una sem birt­ast hjá Heim­ild­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár