Börnin bjarga heiminum

Maður ársins hjá tímaritinu Time þetta árið er sænski 16 ára loftslagsaktívistinn Greta Thunberg og er engan að undra. Greta hóf skólaverkföll sín árið 2018 til að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga, en það var í ár sem fordæmi hennar varð að raunverulegri hreyfingu. Í haust hóf hún langt ferðalag sitt til Bandaríkjanna á bát knúnum sólarorku til þess að ávarpa loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði lítið úr nafnbót Gretu á Twitter. „Svo fáránlegt,“ skrifaði hann. „Greta verður að vinna í reiðistjórnunarvandamálinu sínu og fara svo á góða gamaldags bíómynd með vini! Slappaðu af, Greta, slappaðu af!“
Athugasemdir