Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þúsundir sparast á því að kaupa jólakjötið í réttri verslun

Hörð sam­keppni er í verð­lagn­ingu á jóla­kjöti. Þannig er Bón­us með tölu­vert hærra verð á frosn­um, heil­um kalk­ún, en aðr­ar versl­an­ir sem vana­lega eru með hærri verð­lagn­ingu. Bón­us er al­mennt með lægsta verð­ið, en í heimsend­ingu kem­ur Nettó bet­ur út en Heim­kaup.

Þúsundir sparast á því að kaupa jólakjötið í réttri verslun
Bónus Lægsta verðið er almennt hjá Bónus, samkvæmt nýrri könnun ASÍ, en Krónan fylgir fast á eftir. Mynd: Kristinn Magnússon

Óhagstætt er að kaupa kjöt hjá Heimkaupum, miðað við heimsendingaþjónustu Nettó, og hæsta verðið er almennt í Iceland en það lægsta í Bónus, samkvæmt nýrri könnun Alþýðusambands Íslands á verði jólamatvæla.

Meðal undantekninga er verðið á frosnum, heilum kalkún. Í Bónus er kílóverð kalkúns 1.598 krónur og einni krónu hærra í Krónunni, en í Nettó, Kjörbúðinni og Iceland er kílóverðið aðeins 1.198. Þannig geta sparast 2.400 krónur með því einu að kaupa sex kílógramma heilan kalkún í þessum þremur verslunum frekar en í Bónus eða öðrum verslunum með enn hærra verð. Ekki eru metin gæði vöru og ekki er tiltekinn uppruni hennar í könnun ASÍ.

Helst er það í kjötinu sem Nettó og Fjarðarkaup veita Bónus og Krónunni harða verðsamkeppni. Það er einnig í kjöti sem afbrigði eru í verðlagningu hjá Iceland, en í nánast öllum öðrum vöruflokkum er Iceland með hæsta verðið, nokkru ofar en Hagkaup sem kemur næst. Costco er ekki mælt í verðkönnun ASÍ.

ASÍ kynnti niðurstöður sínar rétt í þessu og tilgreindi sérstaklega verðmun í kjöti, en einnig er gegnumgangandi verulegur verðmunur á Bónus og Iceland.

„Mikill verðmunur var á jólamat í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var þriðjudaginn 17. desember. Oft var um 1.500-2.000 kr. verðmunur á kílóverði af kjöti og getur því munað  háum upphæðum þegar kaupa þarf mikið magn af kjöti og mögulega fleiri en eina tegund. Sem dæmi má nefna að 2.006 krónu eða 67% munur var á kílóverði af  Kea hangilæri sem jafngildir 4.012 kr. verðmun ef keypt er tveggja kílóa læri.

„Í mörgum tilfellum var einnig mikill munur á verði á öðrum algengum jólavörum eins og konfekti og ávöxtum og grænmeti“

Í mörgum tilfellum var einnig mikill munur á verði á öðrum algengum jólavörum eins og konfekti og ávöxtum og grænmeti. Má þar nefna að 1.730 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á 2kg Quality Street konfekt dós. 

Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 75 tilvikum af 122 en Iceland oftast með hæsta verðið í 57 tilvikum. Þess ber þó að geta að lægsta verðið á kjöti dreifðist á margar verslanir,“ segir í tilkynningu ASÍ.

Verðið í könnuninniRauður litur merkir hærra verð, en grænn lægra.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár