Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jólamyndir, fögnuður myrkursins og afsakanir

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 20. des­em­ber–9. janú­ar.

Jólamyndir, fögnuður myrkursins og afsakanir

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu þrjár vikurnar.

Jólabíó

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 20.–29. desember
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Ófáir hafa sagt að jólin byrji ekki fyrr en þeir hafi séð Hans Gruber falla úr Nakatomi-turninum, og vísa þar til einnar af bestu jólamyndum Vesturlanda, eða Die Hard. Þeim til glaðnings sýnir Bíó Paradís einmitt þá gersemi 21. desember, auk fjöldans alls af öðrum klassískum myndum fyrir hátíðirnar. 20. desember er sýnd grínmyndin Elf, 21. fjölskyldumyndin How the Grinch Stole Christmas og hrollvekjan Silent Night, Deadly Night og 23. hina klassísku en vafasömu mynd Love Actually. 26. er frumsýnd Judy, sem fjallar um ævi Judy Garland, 27. má sjá ævintýramyndina Raiders of the Lost Ark, 29. er jólaballettsýningu breska Konunglega ballettsins á Hnotubrjótnum varpað á stóra tjaldið, og að lokum er 40 ára afmæli stórmyndarinnar Alien fagnað 29. desember.

Kiss the Day Goodbye

Hvar? i8
Hvenær? Til 1. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Charles Atlas er mikill frumkvöðull á sviði vídeólistar. Sýningin mun standa yfir á myrkasta tíma ársins og verður til sýnis eitt verk, Kiss the Day Goodbye, en í því kemur fram fjöldi sólarlaga sem Charles Atlas myndaði af svölum sínum þegar hann var í Rauschenberg gestavinnustofunni í Flórída og leit út yfir Mexíkóflóa. 

Engillinn

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 20. desember til 11. janúar
Aðgangseyrir: Frá 2.000 kr.

Rithöfundurinn, myndlistarmaðurinn og kennarinn Þorvaldur Þorsteinsson féll frá langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikillar hylli, meðal annars örleikrit, leikrit í fullri lengd og handrit fyrir sjónvarp og útvarp. Í leiksýningunni Englinum skapar myndlistarmaðurinn og leikmyndahöfundurinn Finnur Arnar Arnarson sýningu upp úr verkum Þorvaldar.

New To Us #5

Hvar? Hlemmur Square
Hvenær? 21. desember kl. 20.30
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi mánaðarlega tónleikasería er tileinkuð efnilegu og upprennandi tónlistarfólki sem er að stíga sín fyrstu skref á sviðinu. Á þessu fimmta kvöldi stíga tvær ungar tónlistarkonur á svið, þær Bergrós og Frid. Tvö lög Bergrósar hafa ratað á netið, en búið er að bóka Frid á Secret Solstice.

Leitin að jólunum

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 21.–22. desember kl. 11, 13 & 14.30
Aðgangseyrir: 3.200 kr.

Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum hefur verið sýnd á aðventunni við miklar vinsældir allt frá því hún var frumsýnd árið 2005. Verkið verður nú sýnt fjórtánda leikárið í röð, en í því leiðir fjögurra manna hópur unga leikhúsgesti með leik og söng um leikhúsið og ævintýraveröld jólanna.

Andkristnihátíðin 2019

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 22. desember kl. 20:00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Á myrkasta degi ársins sameinast sex hljómsveitir úr svartmetalsenunni til að fagna komandi ljósi. Þessi hátíð heiðingjanna lá um stund í dvala en er snúin aftur með látum og heilli fylkingu af hljómsveitum sem eru leiðandi í senunni. Fram koma NYIÞ, Nornahetta, Vonlaus, Morpholith, Örmagna og NVLL.

Jólasöngvar Kórs Íslensku óperunnar

Hvar? Harpa
Hvenær? 23. desember kl. 17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á Þorláksmessu býður Íslenska óperan gesti velkomna í Hörpuhorn þar sem Kór Íslensku óperunnar flytur hátíðlega jóladagskrá undir stjórn kórstjórans Magnúsar Ragnarssonar. Þessi hátíðlega stund hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem gæðastund í aðdraganda jólahátíðarinnar, en kórinn mun flytja jólasöngva frá ýmsum löndum.

Árstíðir – hátíðartónleikar

Hvar? Fríkirkjan
Hvenær? 27. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Hljómsveitin sem varð heimsfræg 2013 fyrir að flytja „Heyr himna smiður“ a capella á þýskri lestarstöð, Árstíðir, heldur sína árlegu hátíðartónleika. Að venju verða leikin frumsamin lög af öllum breiðskífum Árstíða í bland við hátíðar- og jólalög úr ýmsum áttum. Árstíðir hefur verið virk í áratug og fagnaði nýlega 5. breiðskífu sinni, NIVALIS, sem kom út fyrr í sumar.

Auður

Hvar? Gamla bíó
Hvenær? 27. desember kl. 19.30 & 22.00
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Silkimjúki og viðkunnanlegi R&B tónlistarmaðurinn Auður hefur átt farsælt ár; hann gaf út breiðskífuna Afsakanir í nóvember í fyrra sem var valin raftónlistarplata ársins 2019 á Íslensku tónlistarverðlaununum. Auk þessara tónleika kemur hann líka fram á Græna hattinum 28. og 29. desember, en hann spilar fjölskylduvæna tónleika fyrr um daginn 29.

Regenerate #2

Hvar? Gallerí Port
Hvenær? 4.–16. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Regenerate er myndlistarsería sem hóf göngu sína í Toronto, Kanada, en nemur nú Íslandsstrendur, þökk sé kanadísku listakonunni Marie-Carmela Raso, einnnig þekkt sem MSEA, og frönsku myndlistarkonunni Claire Paugam. Þessi hópsýning snýst um missi í öllum sínum myndum, hvort sem það er líkamlegur eða andlegur missir eða upplifunin að vera félagslega í skötulíki.

Ægir Sindri Bjarnason

Hvar? Mengi
Hvenær? 5. janúar kl. 20.30
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Ægir Sindri er reykvískur trymbill sem hefur leikið í miklum fjölda alls kyns hljómsveita undanfarin fimmtán ár eða svo. Þetta verður fyrsta skipti sem hann kemur fram einn síns liðs og frumflutningur á nýju einyrkjaverkefni sem hefur verið í mótun um nokkurt skeið, þar sem slagverk gegnir lykilhlutverki en tekur á sig ýmsar misbrenglaðar og -bjagaðar myndir.

Stórsveit Reykjavíkur: Gullöld sveiflunnar

Hvar? Harpa
Hvenær? 5. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 4.990 kr.

Með nýju ári færumst við inn í þriðja áratuginn, en undir lok hans (og fyrir öld) hófst tímabil sem er kennt við gullöld sveiflunnar, en stórstjörnur þess voru meðal annars Benny Goodman, Count Basie og Duke Ellington. Stórsveit Reykjavíkur fagnar þessu nýja ári með sínum árlegu sveiflualdartónleikum.

Vínartónleikar Sinfó

Hvar? Harpa
Hvenær? 9.–11. janúar
Aðgangseyrir: Frá 3.600 kr.

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa verið haldnir um árabil, en þeir hefjast ávallt á forleik Johanns Strauss að „Leðurblökunni“ og þeim lýkur á „Dónárvalsinum“ fræga. Einnig verður leikin leiftrandi og skemmtileg tónlist eftir tvær konur sem stóðu framarlega meðal tónskálda á síðari hluta 19. aldar en voru svo flestum gleymdar þar til nýlega: Mélanie Bonis og Amy Beach.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár