Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Leikfélag sem upphefur fjölmenninguna stígur á svið

Skömmu eft­ir heim­komu úr námi er­lend­is sá Pálína Jóns­dótt­ir að stór hóp­ur hæfi­leika­ríkra sviðslista­manna var út­skúf­að­ur úr ís­lensku leik­list­ar­lífi. Hún stofn­aði með þeim Reykja­vík En­semble, nýj­an al­þjóð­leg­an lista­hóp, sem stefn­ir að því að hefja sýn­ing­ar á kom­andi ári.

Leikfélag sem upphefur fjölmenninguna stígur á svið

Pálína Jónsdóttir, einnig þekkt sem Pálína frá Grund, á að baki langan feril sem leikari og leikstjóri. Hún hefur meðal annars komið fram í Djöflaeyjunni og leikstýrt fjölda verka, meðal annars Völva sem vann Grímuna 2010 fyrir hljóðmynd ársins, og Ég heiti Guðrún sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrra. Þegar hún sneri aftur heim til Íslands árið 2018 – eftir margra ára dvöl í Nýju Jórvík og að loknu leikstjórnarnámi úr hinum virta Columbia-háskóla – segist henni hafa liðið eins og utanaðkomandi aðila í leiklistarsenunni, en hún sá að hún var ekki ein.

„Ég áttaði mig á því að Ísland hefur breyst mjög mikið á þessum tíma sem ég var erlendis,“ segir hún í samtali við Stundina. „Það er allt í einu orðið mjög áþreifanlega fjölþjóðlegt samfélag, en ég fór að velta því fyrir mér af hverju ég sæi ekki fleira fólk af erlendu bergi brotið í leiklistarsenunni.“

„Ísland …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár