Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ákæruvaldið í Namibíu: Lögbrotin í Samherjamálinu sönnuð prima facie

Rann­sókn­ar­stofn­un­in ACC til­kynn­ir að lög­brot­in í Sam­herja­mál­inu telj­ist sönn­uð prima facie, við fyrstu sýn eða at­hug­un, út frá gögn­un­um í mál­inu. Full­klára þarf rann­sókn máls­ins áð­ur en hægt sé full­yrða um enda­nega sekt en að gögn­in í mál­inu bendi til lög­brota eins og mein­sær­is, mútu­brota, pen­inga­þvætt­is og skattaund­an­skota.

Ákæruvaldið í Namibíu: Lögbrotin í Samherjamálinu sönnuð prima facie
Lögbrot sönnuð prima facie Þorsteinn Már Baldvinsson sést hér með þremenningunum James, Tamson og Sacky fyrir framan togarann Vilhelm Þorsteinsson í Hafnarfjarðarhöfn árið 2015. Á myndinni eru einnig João De Barros, sonur fyrrum sjávarútvegsráðherra Angóla, og ráðgjafi sjávarútvegsráðherrans, Antonio.

Rannsóknarstofnunin ACC( Anti Corruption Commision)í Namibíu, sem rannsakað hefur Samherjamálið í eitt ár, segir að búið sé að sanna lögbrot í málinu að hluta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni sem dagsett er í gær. „Rannsóknin hefur hingað til sannað, prima facie, að meinsæri, mútur, spilling, fjársvik, peningaþvætti og skattaundanskot hafa átt sér stað,“ segir í tilkynningunni.

ACC gerir fyrirvara við fullyrðinguna um sönnunina í málinu með hugtakinu prima facie sem merkir við „fyrstu sýn“ og er sá fyrirvari gerður til að fullyrða ekki að undangenginni fullri rannsókn málsins að lögbrot hafi átt sér. Sakborningar eiga enn eftir að lýsa afstöðu til sakarefnanna hjá yfirvöldum í Namibíu. Gögnin sem slík bendi hins vegar til stórfelldra lögbrota.

Í samtali við Stundina segir framkvæmdastjóri ACC, Paulus Noa, að fréttatilkynningin hafi verið send út í gær. Hann segir að tilgangur tilkynningarnnar sé meðal annars að biðla til fólks í Namibíu að veita upplýsingar sem hjálpað geti til við rannsóknina.

„Rannsóknin hefur hingað til sannað, prima facie, að meinsæri, mútur, spilling, fjársvik, peningaþvætti og skattaundanskot hafa átt sér stað“

Stofnunin ACC  handtók Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðhera Namibíu, í gær vegna rannsóknar málsins. Kaupsýslumaðurinn Ricardo Gustavo var einnig handtekinn. ACC leitar nú einnig Tamson Hatukuipi, James Hatukulipi og Sacky Shangala. 

Þessi atburðarás á sér stað  í kjölfar opinberunar upplýsinga um að sjávarútvegsráðherrann og meðreiðarsveinar hans hafi  tekið við stórfelldum mútugreiðslum frá íslenska útgerðarfélaginu Samherja á árunum 2012 til 2019 í skiptum fyrir aðgang að hestamakrílskvóta. Stundin greindi frá þessu í samstarfi við Wikileaks, fréttaskýringaþáttinn Kveik í Ríkissjónvarpinu og katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera í síðustu viku. 

„Algjörlega ólíðandi“Í fréttatilkynningu ACC er sagt „algjörlega ólíðandi“ að auðlindir Namibíu séu arðrændar með mútugreiðslum og að arðurinn af þeim renni í vasa spilltra einstaklinga.

Skattborgarar Namibíu hlunnfarnir

Í fréttatilkynningunni segir enn fremur að milliríkjasamkomulag sem Namibía gerði við Angóla árið 2014, svokallaður Namgomar-díll, hafi ekki verið til hagsbóta fyrir skattborgara Namibíu heldur hafi það verið gert til þess að koma fjármunum til þeirra einstakinga sem eru til rannsóknar í málinu. Þar af leiðandi hafi namibíska ríkið orðið af miklum fjármunum sem hægt hefði verið að nota í rekstur þess. „Rannsóknir ACC sýna að fyrirtæki sem eru í eigu sumra sakborninganna eða fulltrúa þeirra voru notuð til að taka við og millifæra áfram milljónir dollara inn á bankreikninga sakborninganna. Fjármunir voru svo á endanum greiddir inn á persónulega bankareikninga sumra sakborninganna,“ segir í tilkynningunni. 

„Þetta er algjörlega ólíðandi.“

Auðlindir Namibíu eiga að nýtast Namibiumönnum

Í tilkynningunni segir að fiskveiðiauðlindir Namibíu séu hluti þeirra náttúruauðlinda sem landið búi yfir og að þessar auðlindir eigi að nota þjóðinni til hagsbóta, meðal annars til að hjálpa til við að minnka fátækt í landinu, skapa atvinnu og almennt séð auka hagsæld í ríkinu. „Eitt af markmiðum milliríkjasamningsins var að stuðla í auknum mæli  að fæðuöryggi [tryggja fólki í landinu aðgang að mat, fiski]. Þessu markmiði verður ekki náð í andrúmslofti sem einkennist af spillingu. Þvert á móti sýnir rannsóknin að  tæknileg kunnátta og pólitísk staða  viðkomandi aðila í opinberum embættum og stofnunum hafi verið misnotuð til að arðræna náttúruauðlindir í sjávarútvegi landsins í félagi við erlend fyrirtæki  sem greiddu mútur til nokkurra gráðugra Namibíumanna og sem komu fjármunum inn í hagkerfi erlendra ríkja þar sem þeir eru notaðir í fjárfestingar upp á milljónir dollara. Þetta er algjörlega ólíðandi.“

Að endingu biðlar ACC til almennings í Namibíu, líkt og Paulus Noa nefnir í samtali við Stundina,  um upplýsingar og vísbendingar sem geti hjálpað ACC við rannsóknina, meða annars upplýsingum um eignir sem kunna að tengjast rannsókninni. Sagt er að rannsókn málsins haldi áfram. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár