Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu

Wiki­leaks og Stund­in birta í dag tölvu­póst frá upp­ljóstr­ara inn­an Efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar í Haag, OPCW. Þar rek­ur hann hvernig yf­ir­menn hans hagræddu stað­reynd­um í skýrslu um meinta efna­vopna­árás í Sýr­landi í fyrra. Nið­ur­stöð­urn­ar komi ekki heim og sam­an við þau gögn sem hann og aðr­ir sér­fræð­ing­ar söfn­uðu á vett­vangi.

Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu
Fréttamyndir eftir atvikið Fjallað var um viðbrögð við meintri efnavopnaárás á almenna borgara í Douma í Sýrlandi í fjölmiðlum um allan heim, en nú er komið á daginn að miklar efasemdir voru í rannsóknarteymi alþjóðlegu Efnavopnastofnunarinnar um að raunverulega hefði verið beitt efnavopnum.

Tölvupóstur sem Stundin birtir nú í samvinnu við Wikileaks sýnir að meðlimur í rannsóknarteymi Efnavopnastofnunarinnar í Haag lýsti því að stjórnendur stofnunarinnar hefðu gjörbreytt niðurstöðum rannsóknar á vettvangi meintrar efnavopnaárásar í Douma í Sýrlandi í fyrra. Skýrsla stofnunarinnar birtist með villandi niðurstöðum, að mati uppljóstrara úr rannsóknarteyminu, en niðurstöður hennar voru nýttar til að réttlæta loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á svæði undir stjórn Assads Sýrlandsforseta.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er úttekt á deilum um skýrslu sem Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) sendi frá sér eftir rannsókn á árás í sýrlensku borginni Douma í apríl í fyrra. Allt að 49 voru sagðir hafa farist og meira en 600 veikst eftir að anda að sér eitruðu gasi.

Uppreisnarmenn, sem voru þar að verja eitt sitt síðasta vígi, sögðu að þyrlur hefðu varpað gashylkjum úr lofti og aðeins stjórnarher Assads notar þyrlur á þessu svæði. Viku síðar gerðu vesturveldin loftárásir á Sýrlandsstjórn til að svara fyrir voðaverkin.

Efnavopnastofnunin sendi rannsóknarteymi á vettvang en fékk ekki aðgang að svæðinu fyrr en um tveimur vikum eftir árásina, þegar uppreisnarsveitir voru hraktar á brott af stjórnarhernum. Höfundur tölvupóstsins var einn af átta sérfræðingum í hópnum sem fór til Douma.

Póstinum var lekið til Wikileaks en hann er dagsettur í lok júní 2018 þegar búið var að útbúa ritskoðaða útgáfu af bráðabirgðaniðurstöðum rannsakenda. Viðtakendur eru Robert Fairweather og Aamir Shouket, hátt settir stjórnendur OPCW, og er bréfið áframsent á sjömenningana sem fóru til Douma ásamt bréfritara.

Sláandi röng mynd dregin upp 

Tilefni bréfsins er að lýsa þungum áhyggjum af þeim breytingum sem hafi verið gerðar á skýrslunni þar sem þær dragi upp villandi mynd af sönnunargögnum. Þær breytingar hafi að sögn verið gerðar að beiðni framkvæmdastjóra samtakanna, sem var á þeim tíma tyrkneski stjórnarerindrekinn Ahmet Üzümcü.

„Það slær mig hversu ranga mynd skýrslan gefur,“ segir í póstinum. Staðreyndir þurfi að vera settar fram í réttu samhengi og með því að fjarlægja mikilvæga kafla hafi verið grafið undan trúverðugleika rannsóknarinnar. Þá hafi sumar staðreyndir „breyst í eitthvað allt annað en stóð í uppkastinu“.

Í bréfinu rekur uppljóstrarinn ýmsar breytingar sem hann telur sérstaklega ámælisverðar.

Meðal annars er um að ræða vafasama efnafræði eftir að varnaglar voru teknir út. Þannig segir í útgefinni skýrslu að fundist hafi lífræn klórefni í ákveðnum sýnum og sérstaklega tekið fram að það geti þýtt að klórgasi hafi verið beitt. Bréfritari telur það afar langsótta fullyrðingu og bendir á að fjöldi mismunandi efna geti fallið í þennan flokk án þess að um efnavopn sé að ræða.

„Að nefna klórgas viljandi og sérstaklega, en ekki aðra möguleika, er óheiðarlegt“

„Að nefna klórgas viljandi og sérstaklega, en ekki aðra möguleika, er óheiðarlegt,“ segir hann.

Magnið virðist líka vera ýkt í ritskoðaðri útgáfu skýrslunnar. Þar er talað eins og um sé að ræða mikið magn en: „Í flestum tilvikum vorum við bara að tala um milljarðshluta. 1-2 atóm á móti milljarði, það er bara snefilmagn,“ segir í póstinum.

Hlutdrægni og skortur á trúverðugleika

Annað sem hefur verið deilt um er hvort gasið hafi í raun verið í hylkjum sem hafi verið varpað úr lofti. Í ritskoðuðu skýrslunni segir að það sé líklegt en í upprunalega textanum voru margir varnaglar og sérstaklega tekið fram að ekki séu til næg sönnunargögn til að fullyrða að svo hafi verið. Heilir kaflar um málið voru teknir út.

„Það sem er mikilvægt við þær upplýsingar er að þær hjálpa við að leggja mat á hvort eiturefni hafi einfaldlega verið á staðnum eða hvort þeim hafi verið beitt viljandi,“ segir bréfritari.

Annar kafli, sem var tekinn út úr upprunalega textanum, fjallaði um þau einkenni sem fórnarlömbin sýndu á myndbandsupptökum. Það voru allt önnur einkenni en sjónarvottar sögðust hafa upplifað á vettvangi. Í tölvupóstinum segir að það hafi alvarlega neikvæðar afleiðingar fyrir heildarmynd skýrslunnar að fjarlægja þessi gögn og samengi.

„Það er nákvæmlega þetta ósamræmi á milli einkenna á vettvangi og á upptökum sem vekur vafa um hvort klórgasi eða öðrum kæfandi efnum hafi verið beitt,“ segir þar.

Í lok bréfsins biður höfundur um að fá að bæta sínum athugasemd við útgefna skýrslu en ekki var orðið við því. Hann segir enn fremur að þær breytingar sem hafi verið gerðar á upprunalega textanum bendi til hlutdrægni sem dragi úr trúverðugleika skýrslunnar og stofnunarinnar í heild sinni.

Bréfritari og kollegar hans í rannsóknarteyminu hafa óskað eftir því að ávarpa ársþing OPCW sem hefst á mánudaginn, 25. nóvember. Ekki er vitað til þess að svar hafi borist við þeirri beiðni.

Tölvupóstur uppljóstrarans er hér birtur í heild sinni.

Tölvupóstur uppljóstraransMeðlimur úr rannsóknarteymi Efnavopnastofnunarinnar er tilbúinn að stíga fram og lýsa vinnubrögðum stjórnenda stofnunarinnar.

Upplýsingarnar í fréttinni eru birtar í samstarfi við Wikileaks, La Repubblica á Ítalíu, Der Spiegel í Þýskalandi og Mail on Sunday í Bretlandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár