Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu

Wiki­leaks og Stund­in birta í dag tölvu­póst frá upp­ljóstr­ara inn­an Efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar í Haag, OPCW. Þar rek­ur hann hvernig yf­ir­menn hans hagræddu stað­reynd­um í skýrslu um meinta efna­vopna­árás í Sýr­landi í fyrra. Nið­ur­stöð­urn­ar komi ekki heim og sam­an við þau gögn sem hann og aðr­ir sér­fræð­ing­ar söfn­uðu á vett­vangi.

Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu
Fréttamyndir eftir atvikið Fjallað var um viðbrögð við meintri efnavopnaárás á almenna borgara í Douma í Sýrlandi í fjölmiðlum um allan heim, en nú er komið á daginn að miklar efasemdir voru í rannsóknarteymi alþjóðlegu Efnavopnastofnunarinnar um að raunverulega hefði verið beitt efnavopnum.

Tölvupóstur sem Stundin birtir nú í samvinnu við Wikileaks sýnir að meðlimur í rannsóknarteymi Efnavopnastofnunarinnar í Haag lýsti því að stjórnendur stofnunarinnar hefðu gjörbreytt niðurstöðum rannsóknar á vettvangi meintrar efnavopnaárásar í Douma í Sýrlandi í fyrra. Skýrsla stofnunarinnar birtist með villandi niðurstöðum, að mati uppljóstrara úr rannsóknarteyminu, en niðurstöður hennar voru nýttar til að réttlæta loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á svæði undir stjórn Assads Sýrlandsforseta.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er úttekt á deilum um skýrslu sem Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) sendi frá sér eftir rannsókn á árás í sýrlensku borginni Douma í apríl í fyrra. Allt að 49 voru sagðir hafa farist og meira en 600 veikst eftir að anda að sér eitruðu gasi.

Uppreisnarmenn, sem voru þar að verja eitt sitt síðasta vígi, sögðu að þyrlur hefðu varpað gashylkjum úr lofti og aðeins stjórnarher Assads notar þyrlur á þessu svæði. Viku síðar gerðu vesturveldin loftárásir á Sýrlandsstjórn til að svara fyrir voðaverkin.

Efnavopnastofnunin sendi rannsóknarteymi á vettvang en fékk ekki aðgang að svæðinu fyrr en um tveimur vikum eftir árásina, þegar uppreisnarsveitir voru hraktar á brott af stjórnarhernum. Höfundur tölvupóstsins var einn af átta sérfræðingum í hópnum sem fór til Douma.

Póstinum var lekið til Wikileaks en hann er dagsettur í lok júní 2018 þegar búið var að útbúa ritskoðaða útgáfu af bráðabirgðaniðurstöðum rannsakenda. Viðtakendur eru Robert Fairweather og Aamir Shouket, hátt settir stjórnendur OPCW, og er bréfið áframsent á sjömenningana sem fóru til Douma ásamt bréfritara.

Sláandi röng mynd dregin upp 

Tilefni bréfsins er að lýsa þungum áhyggjum af þeim breytingum sem hafi verið gerðar á skýrslunni þar sem þær dragi upp villandi mynd af sönnunargögnum. Þær breytingar hafi að sögn verið gerðar að beiðni framkvæmdastjóra samtakanna, sem var á þeim tíma tyrkneski stjórnarerindrekinn Ahmet Üzümcü.

„Það slær mig hversu ranga mynd skýrslan gefur,“ segir í póstinum. Staðreyndir þurfi að vera settar fram í réttu samhengi og með því að fjarlægja mikilvæga kafla hafi verið grafið undan trúverðugleika rannsóknarinnar. Þá hafi sumar staðreyndir „breyst í eitthvað allt annað en stóð í uppkastinu“.

Í bréfinu rekur uppljóstrarinn ýmsar breytingar sem hann telur sérstaklega ámælisverðar.

Meðal annars er um að ræða vafasama efnafræði eftir að varnaglar voru teknir út. Þannig segir í útgefinni skýrslu að fundist hafi lífræn klórefni í ákveðnum sýnum og sérstaklega tekið fram að það geti þýtt að klórgasi hafi verið beitt. Bréfritari telur það afar langsótta fullyrðingu og bendir á að fjöldi mismunandi efna geti fallið í þennan flokk án þess að um efnavopn sé að ræða.

„Að nefna klórgas viljandi og sérstaklega, en ekki aðra möguleika, er óheiðarlegt“

„Að nefna klórgas viljandi og sérstaklega, en ekki aðra möguleika, er óheiðarlegt,“ segir hann.

Magnið virðist líka vera ýkt í ritskoðaðri útgáfu skýrslunnar. Þar er talað eins og um sé að ræða mikið magn en: „Í flestum tilvikum vorum við bara að tala um milljarðshluta. 1-2 atóm á móti milljarði, það er bara snefilmagn,“ segir í póstinum.

Hlutdrægni og skortur á trúverðugleika

Annað sem hefur verið deilt um er hvort gasið hafi í raun verið í hylkjum sem hafi verið varpað úr lofti. Í ritskoðuðu skýrslunni segir að það sé líklegt en í upprunalega textanum voru margir varnaglar og sérstaklega tekið fram að ekki séu til næg sönnunargögn til að fullyrða að svo hafi verið. Heilir kaflar um málið voru teknir út.

„Það sem er mikilvægt við þær upplýsingar er að þær hjálpa við að leggja mat á hvort eiturefni hafi einfaldlega verið á staðnum eða hvort þeim hafi verið beitt viljandi,“ segir bréfritari.

Annar kafli, sem var tekinn út úr upprunalega textanum, fjallaði um þau einkenni sem fórnarlömbin sýndu á myndbandsupptökum. Það voru allt önnur einkenni en sjónarvottar sögðust hafa upplifað á vettvangi. Í tölvupóstinum segir að það hafi alvarlega neikvæðar afleiðingar fyrir heildarmynd skýrslunnar að fjarlægja þessi gögn og samengi.

„Það er nákvæmlega þetta ósamræmi á milli einkenna á vettvangi og á upptökum sem vekur vafa um hvort klórgasi eða öðrum kæfandi efnum hafi verið beitt,“ segir þar.

Í lok bréfsins biður höfundur um að fá að bæta sínum athugasemd við útgefna skýrslu en ekki var orðið við því. Hann segir enn fremur að þær breytingar sem hafi verið gerðar á upprunalega textanum bendi til hlutdrægni sem dragi úr trúverðugleika skýrslunnar og stofnunarinnar í heild sinni.

Bréfritari og kollegar hans í rannsóknarteyminu hafa óskað eftir því að ávarpa ársþing OPCW sem hefst á mánudaginn, 25. nóvember. Ekki er vitað til þess að svar hafi borist við þeirri beiðni.

Tölvupóstur uppljóstrarans er hér birtur í heild sinni.

Tölvupóstur uppljóstraransMeðlimur úr rannsóknarteymi Efnavopnastofnunarinnar er tilbúinn að stíga fram og lýsa vinnubrögðum stjórnenda stofnunarinnar.

Upplýsingarnar í fréttinni eru birtar í samstarfi við Wikileaks, La Repubblica á Ítalíu, Der Spiegel í Þýskalandi og Mail on Sunday í Bretlandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár