Rúmlega 16 milljarðar króna, tæplega 1,2 milljarðar norskra króna, fóru um fimm bankareikninga sem tengdust útgerðarstarfsemi í Vestur-Afríku í norska bankanum DNB (Den Norske Bank) á árunum 2010 til 2018, án þess að vitað væri hver ætti þessa bankareikninga.
Þrír af reikningunum tilheyrðu félaginu Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum, og voru þeir notaðir til að greiða laun sjómanna Samherja í Máritaníu og Marokkó og síðar í Namibíu, á árunum 2010 til 2018. Tveir af reikningunum voru titlaðir JPC Ship Management, starfsmannaleigu á Kýpur, sem skaffaði útgerðum sjómenn gegn 12 dollara þóknun per haus á mánuði, og kom mikið fjármagn inn á þessa reikninga frá félögum rússneska útgerðarmannsins Vitaly Orlovs, sem keypti útgerðina Kötlu Seafood af Samherja um sumarið 2013.
Fjallað var um þetta í síðustu viku í grein sem unnin var í samstarfi Stundarinnar, …
Athugasemdir