Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Efnavopnastofnun sökuð um að falsa Sýrlandsskýrslu

Sér­fræð­ing­ar á veg­um Efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar OPCW gera al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við fram­setn­ingu gagna sem þeir tóku þátt í að safna í Sýr­landi. Vafi ligg­ur á um hvort efna­vopn­um hafi í raun ver­ið beitt í borg­inni Douma í fyrra. Banda­ríkja­menn, Bret­ar og Frakk­ar gerðu loft­árás­ir á Sýr­lands­stjórn í refsiskyni áð­ur en nokkr­ar sann­an­ir lágu fyr­ir.

Efnavopnastofnun sökuð um að falsa Sýrlandsskýrslu
Börn skoluð Fréttir af börnum í Douma í Sýrlandi sem voru skoluð af ótta við efnavopn bárust um alla heimsbyggðina. Mynd: b'J\xc3\xb3n Trausti'

Þann 7. apríl 2018 bárust fregnir af því frá Douma í Sýrlandi að allt að 49 hefðu farist og mörg hundruð væru veikir eftir að anda að sér eitruðu gasi. Uppreisnarmenn, sem voru þar að verja eitt síðasta vígi, sögðu að gasið hefði komið úr hylkjum sem hafi verið varpað úr lofti. Aðeins Sýrlandsstjórn kæmi til greina sem sökudólgurinn. Viku síðar gerðu vesturveldin loftárásir á Sýrlandsstjórn til að svara fyrir voðaverkin.

Snemma í borgarastríðinu í Sýrlandi hafði Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, markað þá stefnu að notkun efnavopna væri rauð lína sem Sýrlandsstjórn yrði refsað fyrir að stíga yfir. Það vakti því nokkra furðu að Assad forseti skyldi voga sér að beita eiturgasi í íbúabyggð þar sem uppreisnarsveitir voru hvort eð er á undanhaldi. Sjálfur þvertók hann fyrir að árásin hefði átt sér stað og rússneskir bandamenn hans tóku í sama streng. Mikið áróðursstríð hefur geisað á milli þeirra og vesturveldanna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár