Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Þjóð­garð­ur á Mið­há­lend­inu fer fyr­ir Al­þingi næsta vor. Al­menn­ing­ur fær tæki­færi til að veita um­sögn við áformin, áð­ur en frum­varp verð­ur lagt fram.

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika
Þjóðgarðurinn og friðlýst land Um 40% Miðhálendisins hefur þegar verið friðlýst. Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands

Eitt stærsta samfellda svæðið í Evrópu þar sem ekki er föst búseta færðist í dag enn nær því að vera gert að þjóðgarði, þegar umhverfisráðuneytið kynnti áform sín um lagafrumvarp um Hálendisþjóðgarð á miðhálendi Íslands.

Sem stendur eru aðeins þrír þjóðgarðar á Íslandi: Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Vatnajökulsþjóðgarður. Þess utan eru önnur friðlýst svæði alls 111 talsins. 

Í fyrirhuguðu lagafrumvarpi er almenningur flokkaður undir helstu hagsmunaaðila. Leitað er eftir mati á áhrifum lagasetningar í samráðsgátt stjórnvalda.

Þverpólitísk nefnd hefur verið að störfum frá vorinu 2018, með fulltrúum allra flokka á Alþingi, tveimur fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og svo sitt hvorum fulltrúanum frá forsætisráðuneytinu og umverfis- og auðlindaráðuneytinu. Nefndin komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að mörk Hálendisþjóðgarðsins miðuðust við þjóðlendur í eigu ríkisins og svo þegar friðlýst landsvæði á miðhálendinu, en næði ekki inn á eignalönd. Þá er meðal annars gert ráð fyrir bílastæðagjöldum við þjóðgarðamiðstöðvar.

Í lýsingu á áformum um frumvarp um Hálendisþjóðgarð er vísað til þess að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskólans í desmber síðastliðnum hefði haft þá niðurstöðu að friðlýsing hefði góð efnahagsleg áhrif.

40% af miðhálendinu er nú þegar friðað, einna helst innan Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjórsárvera, Guðlaugstungna og Friðlands að Fjallabaki. Fyrirhugað lagafrumvarp beinist að því að friðlýsa þann hluta miðhálendisins sem er þjóðlenda og sem er í eigu íslenska ríkisins. Því var ákveðið að undanskilja þann hluta miðhálendisins sem ekki er í ríkiseigu, nema ef eigendur jarðanna kjósi sjálfir að vera hluti þjóðgarðs.

„Þá skapast tækifæri til að ráðstafa fjármunum í auknum mæli til innviðauppbyggingar á svæðinu sem m.a. er nauðsynleg til að fyrirbyggja að verðmæt svæði verði fyrir skemmdum af völdum ágangs vegna aukinnar aðsóknar ferðamanna. Ef vel er á málum haldið getur stofnun þjóðgarðs haft jákvæð áhrif á byggðaþróun og verið tekjuöflun fyrir atvinnustarfsemi í nærumhverfinu og á landsvísu,“ segir í lýsingu á áformunum um lagafrumvarp.

Áformað er að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, leggi fram lagafrumvarpið á Alþingi næsta vor. Frestur til að skila inn athugasemdum við áformin er til 4. desember næstkomandi, en drög að frumvarpinu verður einnig kynnt í samráðsgátt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hálendisþjóðgarður

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár