Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Þjóð­garð­ur á Mið­há­lend­inu fer fyr­ir Al­þingi næsta vor. Al­menn­ing­ur fær tæki­færi til að veita um­sögn við áformin, áð­ur en frum­varp verð­ur lagt fram.

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika
Þjóðgarðurinn og friðlýst land Um 40% Miðhálendisins hefur þegar verið friðlýst. Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands

Eitt stærsta samfellda svæðið í Evrópu þar sem ekki er föst búseta færðist í dag enn nær því að vera gert að þjóðgarði, þegar umhverfisráðuneytið kynnti áform sín um lagafrumvarp um Hálendisþjóðgarð á miðhálendi Íslands.

Sem stendur eru aðeins þrír þjóðgarðar á Íslandi: Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Vatnajökulsþjóðgarður. Þess utan eru önnur friðlýst svæði alls 111 talsins. 

Í fyrirhuguðu lagafrumvarpi er almenningur flokkaður undir helstu hagsmunaaðila. Leitað er eftir mati á áhrifum lagasetningar í samráðsgátt stjórnvalda.

Þverpólitísk nefnd hefur verið að störfum frá vorinu 2018, með fulltrúum allra flokka á Alþingi, tveimur fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og svo sitt hvorum fulltrúanum frá forsætisráðuneytinu og umverfis- og auðlindaráðuneytinu. Nefndin komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að mörk Hálendisþjóðgarðsins miðuðust við þjóðlendur í eigu ríkisins og svo þegar friðlýst landsvæði á miðhálendinu, en næði ekki inn á eignalönd. Þá er meðal annars gert ráð fyrir bílastæðagjöldum við þjóðgarðamiðstöðvar.

Í lýsingu á áformum um frumvarp um Hálendisþjóðgarð er vísað til þess að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskólans í desmber síðastliðnum hefði haft þá niðurstöðu að friðlýsing hefði góð efnahagsleg áhrif.

40% af miðhálendinu er nú þegar friðað, einna helst innan Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjórsárvera, Guðlaugstungna og Friðlands að Fjallabaki. Fyrirhugað lagafrumvarp beinist að því að friðlýsa þann hluta miðhálendisins sem er þjóðlenda og sem er í eigu íslenska ríkisins. Því var ákveðið að undanskilja þann hluta miðhálendisins sem ekki er í ríkiseigu, nema ef eigendur jarðanna kjósi sjálfir að vera hluti þjóðgarðs.

„Þá skapast tækifæri til að ráðstafa fjármunum í auknum mæli til innviðauppbyggingar á svæðinu sem m.a. er nauðsynleg til að fyrirbyggja að verðmæt svæði verði fyrir skemmdum af völdum ágangs vegna aukinnar aðsóknar ferðamanna. Ef vel er á málum haldið getur stofnun þjóðgarðs haft jákvæð áhrif á byggðaþróun og verið tekjuöflun fyrir atvinnustarfsemi í nærumhverfinu og á landsvísu,“ segir í lýsingu á áformunum um lagafrumvarp.

Áformað er að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, leggi fram lagafrumvarpið á Alþingi næsta vor. Frestur til að skila inn athugasemdum við áformin er til 4. desember næstkomandi, en drög að frumvarpinu verður einnig kynnt í samráðsgátt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hálendisþjóðgarður

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár