Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vara við eyðileggingu ósnortinnar náttúru á Íslandi

Óbyggð­irn­ar eru auð­lind Ís­lend­inga, að mati OECD, Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar Evr­ópu. Hún var­ar við efna­hags­leg­um áhrif­um af eyði­legg­ingu henn­ar í nýrri skýrslu um Ís­land.

Vara við eyðileggingu ósnortinnar náttúru á Íslandi
Hálendið Óbyggðirnar eru auðlind. Mynd: Shutterstock

Í nýrri skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, er varað við varanlegum skemmdum á óbyggðum Íslands, sem hafa munu í för með sér efnahagslegar afleiðingar.

Í skýrslunni er fjallað um að víðerni Íslands séu ein helsta auðlind landsmanna, sem beri að vernda.

„Í dag njóta íslensku óbyggðirnar og einstakt umhverfi vaxandi viðurkenningar sem mikilvæg efnahagsleg auðlind,“ segir í skýrslunni. Stofnunin mælir með því að ósnortið landsvæði verði verndað.

Varanlegar skemmdir

80 prósent ferðamanna sem koma til Íslands eru að sækja í landslag og náttúru, meðal annars óbyggðir landsins. Íslenska miðhálendið eru einhverjar stærstu óbyggðir í Evrópu og þriðjungur ferðamanna sækir þangað. En ósnortin náttúra liggur undir skemmdum.

„Ósnortin náttúra Íslands er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, en þróun ferðamennsku hefur skapað aukinn þrýsting á náttúruna. Sumir (oft vinsælir) staðir hafa orðið fyrir umhverfisskemmdum. Að miklu leyti er um eldfjallajarðveg að ræða sem er sérstaklega rofgjarn, á sama tíma og gróður er viðkvæmur. Varðveisla á aðdráttarafli náttúrunnar krefst varfærins skipulags á landnotkun til að koma í veg fyrir eyðileggingu óbyggða. Eyðilegging þessara staða verður líklega óafturkræf, sérstaklega á svæðum þar sem áhrif mannsins geta varað í hundruð ára,“ segir í skýrslunni.

Hugmyndir um þjóðgarð ekki samþykktar

Í könnun árið 2011 kom fram að 56 prósent landsmanna voru fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Bæði þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á síðustu árum um stofnun slíks þjóðgarðs. Málið var endurflutt á Alþingi í mars síðastliðnum, en hefur ekki náð fram að ganga. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er málinu haldið opnu, en þar segir: „Unnin verður sérstök áætlun um vernd miðhálendisins.“

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra lagði áherslu á verndun miðhálendisins í umræðum og auglýsingum fyrir alþingiskosningar. Í mars síðastliðnum lagði hún hins vegar til að heimilað yrði að virkja á Skrokköldu á Suðurlandi, sem veldur töluverðum umhverfisáhrifum á hálendinu.  

Þá stendur yfir tilraun til að fá samþykki fyrir virkjun í Árneshreppi á Ströndum sem mun skerða stærsta, samfellda víðerni Vestfjarða. 

Íslenskt prinsipp að mega ferðast um

Þá segir að þriðjungur ferðamanna svari því í könnunum að þeim þyki vera of margir ferðamenn sums staðar á hálendinu.

Stofnunin nefnir ýmsa möguleika til að bregðast við, meðal annars gjaldtöku fyrir bílastæði, gjaldtöku og og aðgangstakmörkunum á viðkvæmum svæðum. En lykilatriðið sé að uppbygging innviða þýði ekki um leið skerðing óbyggðanna. Innviðauppbygging þurfi þannig að byggja á arðsemisgreiningu, sem taki mið af umhverfis- og félagslegum áhrifum. 

„... það brýtur gegn íslensku grundvallarreglunni - réttinum til að ferðast um.“

„Aðdráttarafl óbyggðanna skapar togstreitu á milli þarfarinnar fyrir nauðsynlega innviði fyrir ferðamennsku og þarfarinnar til að vernda óbyggðirnar og tryggja möguleikann á einveru. Önnur lönd bregðast við áhrifum manna með aðgangskvótum og gjaldtöku á ákveðnum svæðum. Hins vegar getur verið kostnaðarsamt að viðhalda  og framfylgja slíkum kerfum, auk þess sem það brýtur gegn íslensku grundvallarreglunni - réttinum til að ferðast um.“

Leggja til skoðun á flutningi innanlandsflugs

Stofnunin brýnir fyrir íslenskum stjórnvöldum að stefna í samgöngum og ferðamennsku fari saman.

„Betri dreifing á ferðamönnum um landið getur líka hjálpað til, en gæta þarf þess að tryggja að þetta leiði ekki til þess að útbreidd uppbygging éti upp meira af óbyggðunum sem eftir eru.“

Í þessu skyni mælir stofnunin með könnun á áhrifum þess að starfrækja innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. „Þróun innanlandsflugs frá Keflavík gæti verið valkostur til að kanna út frá arðsemisgreiningu.“

Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa ákveðið að flugvöllurinn verði fluttur úr Vatnsmýrinni eftir fimm ár og uppbygging íbúðahverfis hafin þar. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur hins vegar sagt að engin önnur lausn sé á flugvallarmálinu en að hafa hann þar. Hann boðaði að hann vildi hefja uppbyggingu á nýrri flugstöð í Vatnsmýrinni í Reykjavík á næsta ári. „ Í mín­um huga er miðstöð inn­an­lands­flugs í Vatns­mýri,“ sagði hann á dögunum. Jón, sem er í Sjálfstæðisflokknum, nýtur ekki stuðnings samstarfsflokkanna í ríkisstjórn með þessi áform. Bæði Viðreisn og Björt framtíð segja skipulagsvaldið liggja hjá Reykjavíkurborg.

Þá mælir stofnunin með því að undanþága ferðaþjónustu í virðisaukaskattskerfinu verði afnumin, en Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur boðað þær breytingar, gegn andstöðu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Eins og staðan er nú nýtur ferðaþjónusta þess að greiddur er 11 prósent virðisaukaskattur af starfseminni, en ætlunin er að hækka skatinn í efra þrepið, 22,5 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár