Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vara við eyðileggingu ósnortinnar náttúru á Íslandi

Óbyggð­irn­ar eru auð­lind Ís­lend­inga, að mati OECD, Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar Evr­ópu. Hún var­ar við efna­hags­leg­um áhrif­um af eyði­legg­ingu henn­ar í nýrri skýrslu um Ís­land.

Vara við eyðileggingu ósnortinnar náttúru á Íslandi
Hálendið Óbyggðirnar eru auðlind. Mynd: Shutterstock

Í nýrri skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, er varað við varanlegum skemmdum á óbyggðum Íslands, sem hafa munu í för með sér efnahagslegar afleiðingar.

Í skýrslunni er fjallað um að víðerni Íslands séu ein helsta auðlind landsmanna, sem beri að vernda.

„Í dag njóta íslensku óbyggðirnar og einstakt umhverfi vaxandi viðurkenningar sem mikilvæg efnahagsleg auðlind,“ segir í skýrslunni. Stofnunin mælir með því að ósnortið landsvæði verði verndað.

Varanlegar skemmdir

80 prósent ferðamanna sem koma til Íslands eru að sækja í landslag og náttúru, meðal annars óbyggðir landsins. Íslenska miðhálendið eru einhverjar stærstu óbyggðir í Evrópu og þriðjungur ferðamanna sækir þangað. En ósnortin náttúra liggur undir skemmdum.

„Ósnortin náttúra Íslands er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, en þróun ferðamennsku hefur skapað aukinn þrýsting á náttúruna. Sumir (oft vinsælir) staðir hafa orðið fyrir umhverfisskemmdum. Að miklu leyti er um eldfjallajarðveg að ræða sem er sérstaklega rofgjarn, á sama tíma og gróður er viðkvæmur. Varðveisla á aðdráttarafli náttúrunnar krefst varfærins skipulags á landnotkun til að koma í veg fyrir eyðileggingu óbyggða. Eyðilegging þessara staða verður líklega óafturkræf, sérstaklega á svæðum þar sem áhrif mannsins geta varað í hundruð ára,“ segir í skýrslunni.

Hugmyndir um þjóðgarð ekki samþykktar

Í könnun árið 2011 kom fram að 56 prósent landsmanna voru fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Bæði þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á síðustu árum um stofnun slíks þjóðgarðs. Málið var endurflutt á Alþingi í mars síðastliðnum, en hefur ekki náð fram að ganga. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er málinu haldið opnu, en þar segir: „Unnin verður sérstök áætlun um vernd miðhálendisins.“

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra lagði áherslu á verndun miðhálendisins í umræðum og auglýsingum fyrir alþingiskosningar. Í mars síðastliðnum lagði hún hins vegar til að heimilað yrði að virkja á Skrokköldu á Suðurlandi, sem veldur töluverðum umhverfisáhrifum á hálendinu.  

Þá stendur yfir tilraun til að fá samþykki fyrir virkjun í Árneshreppi á Ströndum sem mun skerða stærsta, samfellda víðerni Vestfjarða. 

Íslenskt prinsipp að mega ferðast um

Þá segir að þriðjungur ferðamanna svari því í könnunum að þeim þyki vera of margir ferðamenn sums staðar á hálendinu.

Stofnunin nefnir ýmsa möguleika til að bregðast við, meðal annars gjaldtöku fyrir bílastæði, gjaldtöku og og aðgangstakmörkunum á viðkvæmum svæðum. En lykilatriðið sé að uppbygging innviða þýði ekki um leið skerðing óbyggðanna. Innviðauppbygging þurfi þannig að byggja á arðsemisgreiningu, sem taki mið af umhverfis- og félagslegum áhrifum. 

„... það brýtur gegn íslensku grundvallarreglunni - réttinum til að ferðast um.“

„Aðdráttarafl óbyggðanna skapar togstreitu á milli þarfarinnar fyrir nauðsynlega innviði fyrir ferðamennsku og þarfarinnar til að vernda óbyggðirnar og tryggja möguleikann á einveru. Önnur lönd bregðast við áhrifum manna með aðgangskvótum og gjaldtöku á ákveðnum svæðum. Hins vegar getur verið kostnaðarsamt að viðhalda  og framfylgja slíkum kerfum, auk þess sem það brýtur gegn íslensku grundvallarreglunni - réttinum til að ferðast um.“

Leggja til skoðun á flutningi innanlandsflugs

Stofnunin brýnir fyrir íslenskum stjórnvöldum að stefna í samgöngum og ferðamennsku fari saman.

„Betri dreifing á ferðamönnum um landið getur líka hjálpað til, en gæta þarf þess að tryggja að þetta leiði ekki til þess að útbreidd uppbygging éti upp meira af óbyggðunum sem eftir eru.“

Í þessu skyni mælir stofnunin með könnun á áhrifum þess að starfrækja innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. „Þróun innanlandsflugs frá Keflavík gæti verið valkostur til að kanna út frá arðsemisgreiningu.“

Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa ákveðið að flugvöllurinn verði fluttur úr Vatnsmýrinni eftir fimm ár og uppbygging íbúðahverfis hafin þar. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur hins vegar sagt að engin önnur lausn sé á flugvallarmálinu en að hafa hann þar. Hann boðaði að hann vildi hefja uppbyggingu á nýrri flugstöð í Vatnsmýrinni í Reykjavík á næsta ári. „ Í mín­um huga er miðstöð inn­an­lands­flugs í Vatns­mýri,“ sagði hann á dögunum. Jón, sem er í Sjálfstæðisflokknum, nýtur ekki stuðnings samstarfsflokkanna í ríkisstjórn með þessi áform. Bæði Viðreisn og Björt framtíð segja skipulagsvaldið liggja hjá Reykjavíkurborg.

Þá mælir stofnunin með því að undanþága ferðaþjónustu í virðisaukaskattskerfinu verði afnumin, en Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur boðað þær breytingar, gegn andstöðu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Eins og staðan er nú nýtur ferðaþjónusta þess að greiddur er 11 prósent virðisaukaskattur af starfseminni, en ætlunin er að hækka skatinn í efra þrepið, 22,5 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár