Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ný skýrsla sýnir hvernig fyrirhuguð virkjun mun skaða óbyggðir á Ströndum

Eitt mesta óbyggða víð­erni lands­ins skerð­ist, foss­ar minnka „veru­lega“ og áhrif á ferða­þjón­ustu verða veru­lega nei­kvæð ef virkj­að verð­ur í Ófeigs­firði í Ár­nes­hreppi á Strönd­um, sam­kvæmt áliti Skipu­lags­stofn­un­ar.

Ný skýrsla sýnir hvernig fyrirhuguð virkjun mun skaða óbyggðir á Ströndum
Hvalárfoss Vatnsmagn í fossinum minnkar verulega.

Skipulagsstofnun hefur skilað harðorðu áliti á áhrifum fyrirhugaðrar virkjunar í Ófeigsfirði í Árneshreppi á Ströndum. Hvalárvirkjun mun spilla einu víðfeðmasta óspillta víðerni Íslands, skerða fjölda fossa og valda „verulega neikvæðum áhrifum“ á svæðið í heildina.

Jafnframt er óvissa um áhrif framkvæmdanna á fuglalíf, vatnalíf og menningarminjar.

„Skipulagsstofnun telur að áhrif Hvalárvirkjunar á ásýnd, landslag og víðerni verði verulega neikvæð þrátt fyrir mótvægisaðgerðir,“ segir í álitinu.

Óttast um byggðina og jákvæð áhrif ýkt

Ætlunin er að reisa 55 megawatta vatnsaflsvirkjun í Ófeigsfirði og Ófeigsfjarðarheiði. Framkvæmdir ná yfir óbyggt svæði í firðinum og Ingólfsfirði, suður af Ófeigsfirði.

Stundin hefur áður fjallað um hvernig jákvæð áhrif virkjunarinnar hafa verið ýkt í kynningu á fyrirætlunum um hana, en einnig hefur verið fjallað um áhyggjur Strandamanna af mannfækkun. Aðeins 50 manns eru eftir í Árneshreppi á Ströndum.

„Það þarf að fórna einhverju“

Sveitarstjóri Árneshrepps, Eva Sigurbjörnsdóttir, styður virkjunina. Hún sagði í samtali við Stundina síðasta haust að það væri skylda eftirlitsaðila að vera neikvæðir. „Þeim ber að vera neikvæðir. Þeim ber að taka upp hanskann fyrir náttúruna og það er bara gott og gilt. Þetta er að miklum hluta til afturkræft, það sem verður gert þarna.“

Hún sagði að fáir væru að njóta ósnortnu náttúrunnar á svæðinu. Landi yrði fórnað „sem enginn er að skoða“. „Það þarf að fórna einhverju,“ útskýrði hún.

Skýrslan sýnir fram á skýran skaða

Í áliti Skipulagsstofnunar er skýrt tekið fram hvaða skaða á óbyggðu víðerni virkjunin mun valda.

„Skipulagsstofnun telur að helstu umhverfisáhrif Hvalárvirkjunar felist í umfangsmikilli skerðingu óbyggðs víðernis og breyttri ásýnd fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis og landslagi þess, þar sem náttúrulegt umhverfi verður manngert á stóru svæði. Inngrip í vatnafar svæðisins verður mikið og mun rennsli í Hvalá, Rjúkanda og Eyvindarfjarðará minnka verulega og hafa áhrif á ásýnd vatnsfallanna, meðal annars fossins Drynjanda í Hvalárgljúfrum, fossaraðar í Eyvindarfjarðará,  Hvalárfoss og Rjúkandafoss. Samlegð með áhrifum fyrirhugaðrar háspennulínu yfir Ófeigsfjarðarheiði og mögulegrar Austurgilsvirkjunar á Langadalsströnd eykur enn á áhrif Hvalárvirkjunar á landslag og víðerni.

Stærsta óbyggða víðerni VestfjarðaMyndin sýnir ósnortið land með grænum lit og það víðerni sem skerðist með appelsínugulum.

Skipulagsstofnun telur að áhrif Hvalárvirkjunar á ásýnd, landslag og víðerni verði verulega neikvæð þrátt fyrir mótvægisaðgerðir. Áhrif Hvalárvirkjunar á ferðaþjónustu og útivist ráðast fyrst og fremst af áhrifum á ásýnd og landslag. Sjónræn áhrif framkvæmdanna munu hafa bein áhrif á upplifun fólks á svæðinu og eru að mati Skipulagsstofnunar líkleg til að hafa talsverð til veruleg neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og útivist. Áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á jarðmyndanir og gróður verða talsvert neikvæð þar sem umfangsmikið svæði verður fyrir raski. Að mati stofnunarinnar er óvissa um áhrif framkvæmdanna á fuglalíf, vatnalíf í stöðuvötnum á Ófeigsfjarðarheiði og á menningarminjar sem krefst frekari athugana áður en til leyfisveitinga kemur.

Skipulagsstofnun telur að áhrif Hvalárvirkjunar á ásýnd, landslag og víðerni verði verulega neikvæð þrátt fyrir mótvægisaðgerðir.“ 

Álit Skipulagsstofnunar

Tilkynning Skipulagsstofnunar um Hvalárvirkjun í Árneshreppi

Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna Hvalárvirkjunar, 55 MW vatnsaflsvirkjunar í Ófeigsfirði og á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi samkvæmt lögum nr. 106/2000. 

Um er að ræða virkjunarframkvæmdir á að mestu leyti óbyggðu og ósnortnu svæði í Ingólfsfirði, Ófeigsfirði og á Ófeigsfjarðarheiði sem samanstanda af mörgum framkvæmdaþáttum, svo sem fimm stíflum, fjórum lónum, skurðum, göngum, stöðvarhúsi, veglagningu, efnistöku og haugsetningu. Áhrifasvæði fyrirhugaðra framkvæmda er töluvert umfangsmikið og nær til eyðibyggða og hluta af víðáttumiklu óbyggðu víðerni sem nær frá Steingrímsfjarðarheiði í suðri norður að Hornbjargi.

Jafnframt liggur fyrir að framkvæmdin hefur áhrif á vistkerfi, jarðminjar og landslag sem nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Vísast þar til 2., 3. og 61. gr. laganna, en forðast ber að raska náttúruminjum sem njóta verndar samkvæmt 61. gr. laganna nema brýna nauðsyn beri til. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að náttúruverndarlögum kemur fram að með orðalaginu „brýn nauðsyn“ sé lögð áhersla á að einungis mjög ríkir hagsmunir geti réttlætt röskun og þá fyrst og fremst brýnir almannahagsmunir. Framkvæmdin mun hafa, eins og hún er kynnt í matsskýrslu, veruleg áhrif á náttúruminjar sem njóta verndar samkvæmt umræddri grein náttúruverndarlaga.

Í matsskýrslu Vesturverks var lagður fram einn framkvæmdakostur varðandi umfang og útfærslu virkjunarinnar. Í umhverfismatsferlinu hafa komið fram ábendingar um að draga eins og kostur er úr raski á landslagi og náttúru, jafnvel með því að minnka umfang virkjunarinnar, svo sem að hún taki ekki til vatnasviðs Eyvindarfjarðarár og/eða að tryggt sé tiltekið lágmarksrennsli í þeim ám sem virkjunin hefur áhrif á. Skipulagsstofnun telur að við undirbúning leyfisveitinga þurfi leyfisveitendur að taka sérstaklega afstöðu til þessa efnis, með hliðsjón af ákvæðum 3. mgr. 61. gr. náttúruverndarlaga og 7. mgr. 13. gr. skipulagslaga. Stofnunin minnir í því sambandi einnig á markmið laga nr. 106/2000 um að dregið sé eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda.

Í matsskýrslu Vesturverks hefur verið gerð grein fyrir því að rekstur virkjunarinnar er háður því að lögð verði raflína frá virkjuninni að fyrirhuguðu tengivirki á Langadalsströnd við Ísafjarðardjúp. Lagning raflínunnar er á vegum annars framkvæmdaraðila og hefur ekki gengið í gegnum málsmeðferð samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Því hefur á þessu stigi ekki verið lagt mat á umhverfisáhrif hennar og þeirra kosta sem til greina koma varðandi legu og útfærslu. Raflínan kemur til með að liggja um tvö sveitarfélög, Árneshrepp og Strandabyggð, en Hvalárvirkjun er öll innan Árneshrepps. Skipulagsstofnun telur æskilegt að leyfisveitingar til þessara framkvæmda sem háðar eru hvor annarri, þ.e. virkjunarinnar og raflínunnar, fari fram samhliða.

Skipulagsstofnun telur að helstu umhverfisáhrif Hvalárvirkjunar felist í umfangsmikilli skerðingu óbyggðs víðernis og breyttri ásýnd fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis og landslagi þess, þar sem náttúrulegt umhverfi verður manngert á stóru svæði. Inngrip í vatnafar svæðisins verður mikið og mun rennsli í Hvalá, Rjúkanda og Eyvindarfjarðará minnka verulega og hafa áhrif á ásýnd vatnsfallanna, meðal annars fossins Drynjanda í Hvalárgljúfrum, fossaraðar í Eyvindarfjarðará,  Hvalárfoss og Rjúkandafoss. Samlegð með áhrifum fyrirhugaðrar háspennulínu yfir Ófeigsfjarðarheiði og mögulegrar Austurgilsvirkjunar á Langadalsströnd eykur enn á áhrif Hvalárvirkjunar á landslag og víðerni.

Skipulagsstofnun telur að áhrif Hvalárvirkjunar á ásýnd, landslag og víðerni verði verulega neikvæð þrátt fyrir mótvægisaðgerðir. Áhrif Hvalárvirkjunar á ferðaþjónustu og útivist ráðast fyrst og fremst af áhrifum á ásýnd og landslag. Sjónræn áhrif framkvæmdanna munu hafa bein áhrif á upplifun fólks á svæðinu og eru að mati Skipulagsstofnunar líkleg til að hafa talsverð til veruleg neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og útivist. Áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á jarðmyndanir og gróður verða talsvert neikvæð þar sem umfangsmikið svæði verður fyrir raski. Að mati stofnunarinnar er óvissa um áhrif framkvæmdanna á fuglalíf, vatnalíf í stöðuvötnum á Ófeigsfjarðarheiði og á menningarminjar sem krefst frekari athugana áður en til leyfisveitinga kemur.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár