Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vill að ráðuneyti skoði hvernig eigi að fara eftir siðareglum

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, seg­ir eng­an skyldug­an til að sam­þykkja siða­regl­ur eða fylgja þeim.

Vill að ráðuneyti skoði hvernig eigi að fara eftir siðareglum
Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að ráðuneyti leiðbeini um siðareglur.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd, vill að skylda borgarfulltrúa til að fylgja siðareglum verði metin af ráðuneyti. Tillaga hennar þess efnis var felld í forsætisnefnd föstudaginn 15. nóvember.

„Flokkur fólksins leggur til að mat verði fengið á því hjá ráðuneytinu hvernig það samræmist að segja í lögum að setja eigi siðareglur og að öllum kjörnum fulltrúum beri að fara eftir þeim þegar reyndin er sú að enginn er skyldugur til að samþykkja siðareglur eða fylgja þeim,“ sagði í tillögunni. „Hverjum og einum er það í sjálfsvald sett hvort hann yfir höfuð samþykki siðareglur og fylgi þeim. Engin viðurlög eru auk þess ef viðkomandi brýtur siðareglur. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst þetta mjög óljóst og að þarna stangist á lög og reynd. Mikilvægt er að hafa svona skýrt og lagt er því til að leitað verði leiðbeiningar og skýringa hjá ráðuneytinu.“

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga sveitarstjórnir að setja sér siðareglur og senda samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til staðfestingar. „Öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við settar siðareglur,“ segir í lögunum.

Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata felldi tillögu Kolbrúnar. „Skylda sveitarstjórnar til að setja sér siðareglur er skýr í lögum,“ segir í bókun þeirra á fundinum. „Borgarstjórn samþykkti nýjar siðareglur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Við tökum ekki undir þau sjónarmið að leita þurfi skýringar ráðuneytis á þeim vangaveltum sem fram koma í tillögunni.“

Kolbrún mun sjálf leita til ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna málsins að því er kom fram á fundinum.

Leiðrétting: Í upphaflegri frétt var því haldið fram að fulltrúi Flokks fólksins vildi að skylda til að fylgja siðareglum yrði afnumin. Rangur titill var í fundargerð forsætisnefndar þar sem tillagan var sögð snúast um „afnám á skyldu til að fylgja siðareglum“. Réttur titill er: „Tillaga Flokks fólksins um að fengið verði mat hjá ráðuneyti um ýmis álitaefni tengd siðareglum og skyldu borgarfulltrúa til að fara eftir þeim“. Leiðréttist þetta hér með.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
6
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár