Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vill að ráðuneyti skoði hvernig eigi að fara eftir siðareglum

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, seg­ir eng­an skyldug­an til að sam­þykkja siða­regl­ur eða fylgja þeim.

Vill að ráðuneyti skoði hvernig eigi að fara eftir siðareglum
Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að ráðuneyti leiðbeini um siðareglur.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd, vill að skylda borgarfulltrúa til að fylgja siðareglum verði metin af ráðuneyti. Tillaga hennar þess efnis var felld í forsætisnefnd föstudaginn 15. nóvember.

„Flokkur fólksins leggur til að mat verði fengið á því hjá ráðuneytinu hvernig það samræmist að segja í lögum að setja eigi siðareglur og að öllum kjörnum fulltrúum beri að fara eftir þeim þegar reyndin er sú að enginn er skyldugur til að samþykkja siðareglur eða fylgja þeim,“ sagði í tillögunni. „Hverjum og einum er það í sjálfsvald sett hvort hann yfir höfuð samþykki siðareglur og fylgi þeim. Engin viðurlög eru auk þess ef viðkomandi brýtur siðareglur. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst þetta mjög óljóst og að þarna stangist á lög og reynd. Mikilvægt er að hafa svona skýrt og lagt er því til að leitað verði leiðbeiningar og skýringa hjá ráðuneytinu.“

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga sveitarstjórnir að setja sér siðareglur og senda samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til staðfestingar. „Öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við settar siðareglur,“ segir í lögunum.

Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata felldi tillögu Kolbrúnar. „Skylda sveitarstjórnar til að setja sér siðareglur er skýr í lögum,“ segir í bókun þeirra á fundinum. „Borgarstjórn samþykkti nýjar siðareglur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Við tökum ekki undir þau sjónarmið að leita þurfi skýringar ráðuneytis á þeim vangaveltum sem fram koma í tillögunni.“

Kolbrún mun sjálf leita til ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna málsins að því er kom fram á fundinum.

Leiðrétting: Í upphaflegri frétt var því haldið fram að fulltrúi Flokks fólksins vildi að skylda til að fylgja siðareglum yrði afnumin. Rangur titill var í fundargerð forsætisnefndar þar sem tillagan var sögð snúast um „afnám á skyldu til að fylgja siðareglum“. Réttur titill er: „Tillaga Flokks fólksins um að fengið verði mat hjá ráðuneyti um ýmis álitaefni tengd siðareglum og skyldu borgarfulltrúa til að fara eftir þeim“. Leiðréttist þetta hér með.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár