Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vill að ráðuneyti skoði hvernig eigi að fara eftir siðareglum

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, seg­ir eng­an skyldug­an til að sam­þykkja siða­regl­ur eða fylgja þeim.

Vill að ráðuneyti skoði hvernig eigi að fara eftir siðareglum
Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að ráðuneyti leiðbeini um siðareglur.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd, vill að skylda borgarfulltrúa til að fylgja siðareglum verði metin af ráðuneyti. Tillaga hennar þess efnis var felld í forsætisnefnd föstudaginn 15. nóvember.

„Flokkur fólksins leggur til að mat verði fengið á því hjá ráðuneytinu hvernig það samræmist að segja í lögum að setja eigi siðareglur og að öllum kjörnum fulltrúum beri að fara eftir þeim þegar reyndin er sú að enginn er skyldugur til að samþykkja siðareglur eða fylgja þeim,“ sagði í tillögunni. „Hverjum og einum er það í sjálfsvald sett hvort hann yfir höfuð samþykki siðareglur og fylgi þeim. Engin viðurlög eru auk þess ef viðkomandi brýtur siðareglur. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst þetta mjög óljóst og að þarna stangist á lög og reynd. Mikilvægt er að hafa svona skýrt og lagt er því til að leitað verði leiðbeiningar og skýringa hjá ráðuneytinu.“

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga sveitarstjórnir að setja sér siðareglur og senda samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til staðfestingar. „Öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við settar siðareglur,“ segir í lögunum.

Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata felldi tillögu Kolbrúnar. „Skylda sveitarstjórnar til að setja sér siðareglur er skýr í lögum,“ segir í bókun þeirra á fundinum. „Borgarstjórn samþykkti nýjar siðareglur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Við tökum ekki undir þau sjónarmið að leita þurfi skýringar ráðuneytis á þeim vangaveltum sem fram koma í tillögunni.“

Kolbrún mun sjálf leita til ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna málsins að því er kom fram á fundinum.

Leiðrétting: Í upphaflegri frétt var því haldið fram að fulltrúi Flokks fólksins vildi að skylda til að fylgja siðareglum yrði afnumin. Rangur titill var í fundargerð forsætisnefndar þar sem tillagan var sögð snúast um „afnám á skyldu til að fylgja siðareglum“. Réttur titill er: „Tillaga Flokks fólksins um að fengið verði mat hjá ráðuneyti um ýmis álitaefni tengd siðareglum og skyldu borgarfulltrúa til að fara eftir þeim“. Leiðréttist þetta hér með.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár