Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

DNB skipti um yf­ir­mann eft­ir­lits gegn pen­inga­þvætti í kyrr­þey í haust. Norsk­ir fjöl­miðl­ar tengja starfs­loks hans við Sam­herja­skjöl­in og að­komu DNB að fjár­magns­flutn­ing­um fyr­ir Sam­herja í gegn­um bank­ann. DNB neit­ar hins veg­ar að starfs­lok­in teng­ist Sam­herja­má­inu.

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
Nýr peningaþvættissérfræðingur Nýr sérfræðingur í baráttunni gegn peningaþvætti, Hege Hagen, hefur tekið við í DNB. Kjerstin Braathen er forstjóri DNB en Cape Cod átti í viðskiptum við bankann áður en hún tók við starfi sínu í sumar.

Peningaþvættissérfræðingur DNB bankans, Roar Østby, sagði upp störfum í bankanum í haust og er uppsagnarfresti hans að ljúka. Í norskum fjölmiðlum eru starfslokin sett í samband við Samherjamálið. „Roar Østby sagði upp starfi sínu fyrr í àr og hættir því miður í DNB,“ segir upplýsingafulltrúi DNB, Thomas Midteide. í samtali við Dagens Næringsliv.  Hann hefur leitt vinnu DNB í gegn peningaþvætti  og fjàrmögnun hryðjuverka í mörg ár.

DNB NOR er stærsti bankinn í Noregi og á norska ríkið rúmlega 34 prósenta hlut í fyrirtækinu.

9,1 milljarðs millifærslur

Eins og greint var frá í samvinnuverkefni Stundarinnar Wikileaks, fréttaskýringaþáttarins Kveiks í Ríkissjónvarpinu og katörsku sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera á þriðjudaginn hætti DNB viðskiptum við félag tengdu Samherja í skattaskjólinu Marshall-eyjum í Kyrrahafinu í maí í fyrra.

DNB gerði þetta vegna þess að bankinn taldi að óvissa væri um raunverulegt eignarhald félagsins og þar af leiðandi  væri uppi grunur um að það væri notað til að stunda peningaþvætti. Þegar óvissa er um eignarhald slíkra fyrirtækja geta fjármálafyrirtæki metið það sem svo að hætta sé á að hægt sé að nota fyrirtækin til að stunda peningaþvætti og geta bankar þá ákveðið að loka á viðskipti sín við þau.

Samherji hafði neitað þetta félag, Cape Cod FS,  til að greiða laun sjómanna sinna í Afríku allt frá árinu 2010. Samtals millifærðu félög Samherja 9,1 milljarð króna inn á reikninga Cape Cod FS á tímabilinu og sama upphæð var millifærð af reikningum félagsins á tímabilinu. Millifærslurnar út af reikningunum voru aðallega launagreiðslur til Austur-Evrópubúa eða „Rússa“ eins og Samherjamenn kölluðu þá, samkvæmt bankayfirlitum frá hinum ýmsu fyrirtækjum Samherja. Um var að ræða fimm bankareikninga sem DNB NOR lokaði vegna hættu á peningaþvætti.  

Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi og er mikið um það fjallað í norskum miðlum

DNB gagnrýndur fyrir lélegt eftirlit

DNB NOR hefur verið í fréttum síðustu ár, líkt og nokkrir aðrir stórir bankar á Norðurlöndunum, fyrir að hafa ekki staðið sig í stykkinu hvað varðar eftirlit með peningaþvætti. Breskur sérfræðingur í peningaþvætti, Gavin Neilsson, hefur sagt í viðtölum við sænska fjölmiðla að Norðurlöndin séu á milli 5 og 10 árum á eftir Bretlandi og Bandaríkjunum þegar kemur að vörnum gegn peningaþvætti. 

Norska fjármálaeftirlitið, Finanstilsynet, hefur meðal annars gagnrýnt bankann fyrir að hafa ekki sinnt eftirliti með viðskiptavinum sínum út frá hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nægilega vel.

Í bréfi til DNB NOR í fyrra sagði norska fjármálaeftirlitið hins vegar að svo virtist sem bankinn væri að taka sig taki að þessu leyti. 

„Að Roar hætti hefur ekkert með Samherjamálið að gera.“

Neita tengslum við Samherjamálið

Uppplýsingafulltrúi DNB neitar því hins vegar að starfslokin hafi eitthvað með Samherjamálið að gera. „Að Roar hætti hefur ekkert með Samherjamálið að gera. Hann hefur sagt upp störfum sjálfur eftir að hafa unnið á þessu sviði í mörg ár,“ segir hann. 

Ljóst er hins vegar að DNB hafði upplýsingar um Samherjamálið þegar Roar Østby ákvað að hætta í bankanum.  Þetta sýna gögn sem fyrir liggja í Samherjaskjölunum, meðal annars gögnin þar sem ákveðið var að loka bankareikningum þessara félaga. 

Í frétt Dagens Næringsliv um málið er fundið að því að DNB hafi ekki tilkynnt um starfslok Östbys eða þá staðeynd að nýr yfirmaður hefði tekið við því að leiða vinnu bankans gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með skömmum fyrirvara. Bankinn segir að um 1000 millistjórnendur séu í bankanum og að ekki sé gert opinbert sérstaklega þegar breytingar verða á starfshögum þeirra sem gegna þessum hlutverkum. 

„Ikke under Samherji lenger“

Ekki „lengur undir Samherja“

Í gögnunum um starfsemi Samherja í Afríku kemur fram að norski bankinn hafi talið félagið á Marshall-eyjum vera „undir Samherja“ á einhverjum tímapunkti.

Í greiningu DNB NOR á félaginu, sem gerð var áður en bankareikningum þess var lokað, kemur fram að félagið tilheyri Samherja ekki lengur og að í dag séu þrír einstaklingar skráðir eigendur samkvæmt starfsmanni hjá starfsmannaleigunni JPC Shipmanagement á Kýpur sem útvegaði Samherja starfsmenn á verkmiðjutogara félagsins í Afríku, meðal annars Namibíu: „Ekki lengur undir Samherja.  3 einstaklingar eru efstir í eigendakeðjunni.“ (Ikke under Samherji lenger. 3 privatpersoner på topp i eierstrukturen). 

Starfsmaður JPC Shipmanagement sendi hins vegar aðeins staðfestingu á eignarhaldi þess félags en ekki félagsins á Marshall-eyjum. Starfsmaðurinn  sagði að engin hlutabréf, eða „bearer shares“ á ensku, væru gefin út fyrir félagið í skattaskjólinu en að eignarhald félagsins væri hið sama og á starfsmannaleigunni á Kýpur. 

Þetta var ekki nægilega greinargott svar að mati DNB NOR og kemur fram í greiningu bankans að það hafi í raun „enga vitneskju“ um endanlegt eignarhald Cape Cod FS. Ljóst er hins vegar að það var Samherji sem notaði og fjármagnaði þetta félag á Marshall-eyjum, meðal annars með millifærslum frá Kýpur og Namibíu. Því er ekki hægt að segja að JPC hafi verið eigandi Cape Cod FS en það er hægt að fullyrða að það var Samherji sem notaði Cape Cod. 

Á þessum forsendum sagði DNB upp viðskiptum við þetta félag og lokaði bankareikningum þess í maí 2018.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Engin svör borist frá Bakkavararbræðrum
6
Fréttir

Eng­in svör borist frá Bakka­var­ar­bræðr­um

Kjara­deilu starfs­fólks í verk­smiðju Bakka­var­ar í Bretlandi er hvergi nærri lok­ið. Sendi­nefnd á veg­um breska stétt­ar­fé­lags­ins kom ný­ver­ið til lands­ins til að ná at­hygli bræðr­anna Lýðs og Ág­ústs Guð­munds­sona og þrýsta á þá til að beita sér fyr­ir því að leysa úr kjara­deil­unni. Eng­in svör hafa borist frá bræðr­un­um og út­lit er fyr­ir að verk­falls­að­gerð­ir fé­lags­manna muni drag­ast fram yf­ir des­em­ber.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár