Helgi Seljan segir spurningar Morgunblaðsins til Björgólfs Jóhannssonar, nýs forstjóra Samherja, „meika engan sens“. Á forsíðu blaðsins í dag segir Björgólfur að umfjöllun Helga og þáttarins Kveiks á RÚV um mútugreiðslur Samherja vegna Namibíuveiða fyrirtækisins hafi verið einhliða.
„Það er næsta aðdáunavert að vitna hvernig blaðamaður Morgunblaðsins reynir að föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja í blaði dagsins, þegar hann spyr, eins og barn sem komið hefur að jólasveininum skegglausum, hvort Samherjamenn haldi ekki örugglega að það sé engin hætta á öðru en að Skattrannsóknarstjóri hafi haft öll gögn um afríkustarfsemina til rannsóknar áður, eftir húsleit frá 2012?“ skrifar Helgi í færslu á Facebook.
„Vonandi er þessi árétting ekki of einhliða fyrir hinn ballanseraða forstjóra Samherja“
Í umfjöllun Kveiks, Stundarinnar, Wikileaks og Al Jazeera upp úr Samherjaskjölunum var fjallað um mútugreiðslur Samherja vegna Namibíuveiða fyrirtækisins sem hófust árið 2012. „Ég kann illa við að blasta því svona á þá félaga í aðdraganda aðventunnar, en tvennt gerir það að að verkum að spurningin og svar forstjórans, meika engan sens: Fyrst vegna þess að meginhluti atburðanna sem um er rætt gerast eftir 2012. En svo og ekki síst sú staðreynd að húsleitin fór fram á Íslandi og náði ekki til þeirra fyrirtækja sem um ræðir í afríku. En það má vona. Vonandi er þessi árétting ekki of einhliða fyrir hinn ballanseraða forstjóra Samherja,“ skrifar Helgi.
Athugasemdir