„Þetta kom okkur gjörsamlega í opna skjöldu. Við höfum ekkert unnið okkur til saka. Ég held að það sé bara feluleikur að tala um skipulagsbreytingar,“ segir Einar Ásbjörn Ólafsson, fyrrverandi yfirmaður flugvallagæslu við Keflavíkurflugvöll, í samtali við Stundina. Hann var ásamt umsjónarmanni aðgangsmál, sem baðst undan að koma fram undir nafni í samtali við Stundina, og Valgeiri Ásgeirssyni, verkefnastjóra við öryggisdeild, rekinn á fundi síðastliðinn þriðjudag. Uppsögn þeirra þriggja leggst illa í starfsmenn öryggisdeildar flugvallarins og hefur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnt yfirstjórn Isavia harðlega.
Ólag og reiði meðal starfsmanna Isavia vegna yfirstjórnenda og starfsmannastefnu stofnunarinnar hefur staðið nú yfir um nokkurt skeið. Fjölmörg dæmi eru um það og er skemmst að minnast könnunar sem gerð var í fyrra þar sem kom fram að aðeins um 40% starfsmanna voru ánægðir í starfi. Valgeir Ásgeirsson segir í samtali við Stundina að ítrekað hafi verið ætlast til af yfirmönnum Isavia að starfsmenn …
Athugasemdir