Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Yfirheyrslum lokið: Hvarfið rannsakað sem sakamál

Yf­ir­heyrsl­um yf­ir þrem­ur skip­verj­um af græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq er lok­ið. Lög­regla þarf að taka ákvörð­un fyr­ir há­degi hvort hún óski eft­ir gæslu­varð­haldi yf­ir tveim­ur þeirra sem voru hand­tekn­ir rétt eft­ir há­degi í gær.

Yfirheyrslum lokið: Hvarfið rannsakað sem sakamál
Enn leitað að Birnu Birna Brjánsdóttir hvarf sporlaust aðfaranótt laugardags. Þessi mynd var tekin við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi rétt áður en Polar Nanoq lagði að höfn.

Yfirheyrslum er lokið yfir þremur skipverjum af grænlenska togaranum Polar Nanoq en samkvæmt Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi.

Þá ákvörðun þarf lögreglan að taka fyrir hádegi í dag, að minnsta kosti hvað varðar tvo þeirra handteknu. Þeir voru handteknir rétt eftir hádegi í gær. Þriðji maðurinn var handtekinn síðar í gærdag og því getur lögreglan haft hann í haldi lengur en hina tvo. Lögreglan getur haldið þeim í tuttugu og fjóra klukkutíma án þess að óska eftir gæsluvarðhaldi. Að þeim tíma liðnum þarf annað hvort að óska eftir gæsluvarðhaldi eða sleppa þeim úr haldi.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er líklegt að lögreglan óski eftir gæsluvarðhaldi en þó liggi ekki fyrir hvort það eigi við um alla þrjá. Tveir af þeim handteknu eru frá Grænlandi en ekki er vitað um þjóðerni þess þriðja en um borð voru skipverjar frá bæði Færeyjum og Grænlandi. Lögreglan getur ekki greint frá því sem kom fram við yfirheyrslur yfir mönnunum en segir rannsókn málsins miða vel. Rannsóknin á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sé nú rannsakað sem sakamál.

Þá hefur tæknideild lögreglunnar lokið störfum í togaranum Polar Nanoq sem lagði að höfn í Hafnarfirði í gær rétt eftir klukkan ellefu. Gríðarlegur viðbúnaður lögreglu var við höfnina í gærkvöldi en hún hafði óskað eftir því að almenningur myndi halda sig frá. Ekki virðast þau skilaboð hafa skilað sér til allra því tugir einkabíla voru á svæðinu. Stór hluti þeirra elti síðan lögreglubifreiðar niður á Hverfisgötu sem fluttu þá sem handteknir voru til yfirheyrslu.

Björgunarsveitir munu halda áfram að leita í birtingu í kring um vegarslóða á Strandarheiði. Þá hefur lögreglunni borist fjöldi ábendinga að undanförnu og er nú unnið úr þeim.

Allir þeir sem telja sig hafa upplýsingar um hvarf Birnu Brjánsdóttur eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.

Birna Brjánsdóttir
Birna Brjánsdóttir Hefur þú upplýsingar um hvarf Birnu Brjánsdóttur? Hafðu strax samband við lögreglu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár