Öryrki með skerta hreyfigetu hefur lagt fram formlega kvörtun til Strætó bs. vegna atviks sem varð í Kópavogi í gær.
Ólafur Árnason er öryrki sem reiðir sig á þjónustu ferðaþjónustu fatlaðra sem rekin er af Strætó. Að hans sögn vísaði bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra honum út úr bifreið í Kópavogi í gær og skildi hann eftir við vegkant í rigningunni.
Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir í samtali við Stundina að atvikið verði skoðað innanhúss og það sé litið mjög alvarlegum augum. Hann segist þó ekki geta tjáð sig um einstaka verktaka, en eins og hefur komið fram eru allir bílstjórar ferðaþjónustu fatlaðra verktakar.
Athugasemdir