Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vill ræða „málefnalega og ekki mjög gildishlaðið“ um mannréttindi og Trump

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra varði banda­rísk stjórn­völd þeg­ar um­ræð­an um fanga­flug um ís­lenska loft­helgi stóð sem hæst ár­ið 2006. „Ég kýs að leggja ekki neitt út af þeim sviðs­mynd­um sem hátt­virt­ur þing­mað­ur dreg­ur hér upp, enda finnst mér það vera nokk­uð hæp­ið,“ sagði hann að­spurð­ur um pynt­ing­ar og hugs­an­legt fanga­flug Banda­ríkj­anna um Ís­land í fram­tíð­inni í fyr­ir­spurn­ar­tíma á Al­þingi í dag.

Vill ræða „málefnalega og ekki mjög gildishlaðið“ um mannréttindi og Trump

„Ég kýs að leggja ekki neitt út af þeim sviðsmyndum sem háttvirtur þingmaður dregur hér upp, enda finnst mér það vera nokkuð hæpið, virðulegi forseti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á Alþingi í dag eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði hvort ráðherrann hygðist tryggja að Ísland yrði ekki millilendingarstaður fyrir fangaflug Bandaríkjanna í framtíðinni. Vísaði hún sérstaklega til þess að Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, hefði lýst yfir vilja til að hefja aftur pyntingar. 

„Ég hef sérstakar áhyggjur af því að Bandaríkjaforseti muni opna að nýju leynifangelsi út um allan heim til þess að geta þar stundað pyndingar á yfirlýstum óvinum bandaríska ríkisins og meintum hryðjuverkamönnum þar sem hann virðist trúa á gildi og getu pyndinga til þess að ná fram að sögn mikilverðum upplýsingum,“ sagði Þórhildur og bætti við:

„Ég vil spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra út í það hvað hann hyggist gera til þess að tryggja að sagan endurtaki sig ekki, að við tökum ekki aftur beinan þátt í því að hjálpa Bandaríkjaforseta að fremja stríðsglæpi eins og við gerðum hér og eins og kom í ljós í skýrslu 2007 að Ísland væri að öllum líkindum meðsekt í flutningi fanga í leynifangelsi víðs vegar um heiminn. Ég vil spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra að því hvort hann deili þeim áhyggjum mínum. Hvað hyggst hann gera til þess að koma í veg fyrir að íslenskir flugvellir verði millilendingarstaður fyrir fangaflug Bandaríkjanna eins og allar líkur eru á að þeir hafi verið í tíð forvera Trumps, George Bush yngri? Hvað ætlar hann að gera til þess að koma í veg fyrir að það gerist? Hvernig ætlum við að tryggja að við tökum ekki þátt og eigum ekki hlutdeild í stríðsglæpum eins og við gerðum hér um árið?“

Í svari sínu sagði Guðlaugur að íslensk utanríkisstefna myndi áfram grundvallast á sömu gildum og áður. „Ég held að það sé besta leiðin til þess að berjast fyrir mannréttindum, að ræða hlutina málefnalega og ekki mjög gildishlaðið. Ég held að sé best að gera það með þeim hætti. Við munum standa fyrir það sem við höfum staðið fyrir fram til þessa í utanríkisstefnu okkar,“ sagði Guðlaugur og bætti því við að hann vildi ekki leggja út af sviðsmyndum Þórhildar, enda þætti honum það „nokkuð hæpið“. 

Varði sjálfur bandarísk stjórnvöld
þegar fangaflugsmálið kom upp

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, þá forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands, lýstu yfir stuðningi við Íraksstríðið árið 2003 án þess að málið væri borið undir utanríkismálanefnd Alþingis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vörðu ákvörðunina af mikilli hörku og hæddust að stjórnarandstöðunni þegar þingmenn hennar tóku málið upp. 

Með stuðningnum við Íraksstríðið var bandarískum stjórnvöldum veittur aðgangur að íslenskri lofthelgi og heimild til að nota Keflavíkurflugvöll ef nauðsyn krefði vegna aðgerða í Írak. Árið 2005 greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því að flugvélar á vegum CIA, sem grunur lék á að flyttu fanga, hefðu lent á Íslandi í að minnsta kosti 67 skipti frá árinu 2001. Sömu vélar flugu til og frá Texas og Washington í Bandaríkjunum og Búkarest í Rúmeníu þar sem starfrækt voru leynifangelsi og viðhafðar pyntingar. Í skýrslu sem hugveitan Open Society Foundation birti árið 2013 er fullyrt að án samstarfs við ríki á borð við Ísland hefði fangaflug CIA aldrei verið mögulegt, en í því fólst að menn grunaðir um hryðjuverk voru numdir á brott og flogið með þá í leynifangelsi víða um heim þar sem þeir voru pyntaðir. Með þessu brutu Bandaríkin alþjóðalög, svo sem Genfarsáttmálann um verndun stríðsfanga, og skýldu sér á bak við að ekki væri um hefðbundna stríðsfanga að ræða heldur hryðjuverkamenn.

Á meðal þeirra sem vörðu Íraksstríðið voru Bjarni Benediktsson, núverandi forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi utanríkisráðherra. Þegar rætt var um fangaflug og pyntingar á Alþingi árið 2006 átaldi Guðlaugur Þór stjórnarandstöðuþingmenn fyrir yfirlýsingagleði. Tók hann sérstaklega fram að bandarískir ráðamenn hefðu gefið út yfirlýsingar „þar sem þeir vísa því á bug að þeir stundi pyndingar“. Þetta sagði hann þrátt fyrir að á þessum tíma hefði þegar verið fjallað ítarlega, bæði í íslenskum og erlendum fjölmiðlum, um pyntingar og mannréttindabrot bandarískra stjórnvalda í fangelsum á borð við Guantanamó á Kúbu og Abu Ghraib í Írak.

„Það er ekkert sem kallar á að vera með
þessar stóru yfirlýsingar“

„Komið hafa yfirlýsingar frá Bandaríkjamönnum þar sem þeir vísa því á bug að þeir stundi pyndingar og á sama hátt hafa þeir samþykkt ný lög 15. desember síðastliðinn um það efni. Það er ekkert sem kallar á að vera með þessar stóru yfirlýsingar sem hæstvirtir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið með, ekkert,“ sagði Guðlaugur Þór eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu gagnrýnt meðferð Bandaríkjanna á föngum og millilendingu CIA-flugvéla á íslandi harðlega. 

Eins og fram kom á Alþingi í dag hefur Guðlaugur ekki áhyggjur af því að sagan endurtaki sig í stjórnartíð Donalds Trump eða að Keflavíkurflugvöllur verði aftur notaður við fangaflug.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár