Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vill ræða „málefnalega og ekki mjög gildishlaðið“ um mannréttindi og Trump

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra varði banda­rísk stjórn­völd þeg­ar um­ræð­an um fanga­flug um ís­lenska loft­helgi stóð sem hæst ár­ið 2006. „Ég kýs að leggja ekki neitt út af þeim sviðs­mynd­um sem hátt­virt­ur þing­mað­ur dreg­ur hér upp, enda finnst mér það vera nokk­uð hæp­ið,“ sagði hann að­spurð­ur um pynt­ing­ar og hugs­an­legt fanga­flug Banda­ríkj­anna um Ís­land í fram­tíð­inni í fyr­ir­spurn­ar­tíma á Al­þingi í dag.

Vill ræða „málefnalega og ekki mjög gildishlaðið“ um mannréttindi og Trump

„Ég kýs að leggja ekki neitt út af þeim sviðsmyndum sem háttvirtur þingmaður dregur hér upp, enda finnst mér það vera nokkuð hæpið, virðulegi forseti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á Alþingi í dag eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði hvort ráðherrann hygðist tryggja að Ísland yrði ekki millilendingarstaður fyrir fangaflug Bandaríkjanna í framtíðinni. Vísaði hún sérstaklega til þess að Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, hefði lýst yfir vilja til að hefja aftur pyntingar. 

„Ég hef sérstakar áhyggjur af því að Bandaríkjaforseti muni opna að nýju leynifangelsi út um allan heim til þess að geta þar stundað pyndingar á yfirlýstum óvinum bandaríska ríkisins og meintum hryðjuverkamönnum þar sem hann virðist trúa á gildi og getu pyndinga til þess að ná fram að sögn mikilverðum upplýsingum,“ sagði Þórhildur og bætti við:

„Ég vil spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra út í það hvað hann hyggist gera til þess að tryggja að sagan endurtaki sig ekki, að við tökum ekki aftur beinan þátt í því að hjálpa Bandaríkjaforseta að fremja stríðsglæpi eins og við gerðum hér og eins og kom í ljós í skýrslu 2007 að Ísland væri að öllum líkindum meðsekt í flutningi fanga í leynifangelsi víðs vegar um heiminn. Ég vil spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra að því hvort hann deili þeim áhyggjum mínum. Hvað hyggst hann gera til þess að koma í veg fyrir að íslenskir flugvellir verði millilendingarstaður fyrir fangaflug Bandaríkjanna eins og allar líkur eru á að þeir hafi verið í tíð forvera Trumps, George Bush yngri? Hvað ætlar hann að gera til þess að koma í veg fyrir að það gerist? Hvernig ætlum við að tryggja að við tökum ekki þátt og eigum ekki hlutdeild í stríðsglæpum eins og við gerðum hér um árið?“

Í svari sínu sagði Guðlaugur að íslensk utanríkisstefna myndi áfram grundvallast á sömu gildum og áður. „Ég held að það sé besta leiðin til þess að berjast fyrir mannréttindum, að ræða hlutina málefnalega og ekki mjög gildishlaðið. Ég held að sé best að gera það með þeim hætti. Við munum standa fyrir það sem við höfum staðið fyrir fram til þessa í utanríkisstefnu okkar,“ sagði Guðlaugur og bætti því við að hann vildi ekki leggja út af sviðsmyndum Þórhildar, enda þætti honum það „nokkuð hæpið“. 

Varði sjálfur bandarísk stjórnvöld
þegar fangaflugsmálið kom upp

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, þá forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands, lýstu yfir stuðningi við Íraksstríðið árið 2003 án þess að málið væri borið undir utanríkismálanefnd Alþingis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vörðu ákvörðunina af mikilli hörku og hæddust að stjórnarandstöðunni þegar þingmenn hennar tóku málið upp. 

Með stuðningnum við Íraksstríðið var bandarískum stjórnvöldum veittur aðgangur að íslenskri lofthelgi og heimild til að nota Keflavíkurflugvöll ef nauðsyn krefði vegna aðgerða í Írak. Árið 2005 greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því að flugvélar á vegum CIA, sem grunur lék á að flyttu fanga, hefðu lent á Íslandi í að minnsta kosti 67 skipti frá árinu 2001. Sömu vélar flugu til og frá Texas og Washington í Bandaríkjunum og Búkarest í Rúmeníu þar sem starfrækt voru leynifangelsi og viðhafðar pyntingar. Í skýrslu sem hugveitan Open Society Foundation birti árið 2013 er fullyrt að án samstarfs við ríki á borð við Ísland hefði fangaflug CIA aldrei verið mögulegt, en í því fólst að menn grunaðir um hryðjuverk voru numdir á brott og flogið með þá í leynifangelsi víða um heim þar sem þeir voru pyntaðir. Með þessu brutu Bandaríkin alþjóðalög, svo sem Genfarsáttmálann um verndun stríðsfanga, og skýldu sér á bak við að ekki væri um hefðbundna stríðsfanga að ræða heldur hryðjuverkamenn.

Á meðal þeirra sem vörðu Íraksstríðið voru Bjarni Benediktsson, núverandi forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi utanríkisráðherra. Þegar rætt var um fangaflug og pyntingar á Alþingi árið 2006 átaldi Guðlaugur Þór stjórnarandstöðuþingmenn fyrir yfirlýsingagleði. Tók hann sérstaklega fram að bandarískir ráðamenn hefðu gefið út yfirlýsingar „þar sem þeir vísa því á bug að þeir stundi pyndingar“. Þetta sagði hann þrátt fyrir að á þessum tíma hefði þegar verið fjallað ítarlega, bæði í íslenskum og erlendum fjölmiðlum, um pyntingar og mannréttindabrot bandarískra stjórnvalda í fangelsum á borð við Guantanamó á Kúbu og Abu Ghraib í Írak.

„Það er ekkert sem kallar á að vera með
þessar stóru yfirlýsingar“

„Komið hafa yfirlýsingar frá Bandaríkjamönnum þar sem þeir vísa því á bug að þeir stundi pyndingar og á sama hátt hafa þeir samþykkt ný lög 15. desember síðastliðinn um það efni. Það er ekkert sem kallar á að vera með þessar stóru yfirlýsingar sem hæstvirtir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið með, ekkert,“ sagði Guðlaugur Þór eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu gagnrýnt meðferð Bandaríkjanna á föngum og millilendingu CIA-flugvéla á íslandi harðlega. 

Eins og fram kom á Alþingi í dag hefur Guðlaugur ekki áhyggjur af því að sagan endurtaki sig í stjórnartíð Donalds Trump eða að Keflavíkurflugvöllur verði aftur notaður við fangaflug.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár