Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Viðskiptafélagi Eyþórs fékk milljónir frá Árborg

Ey­þór Arn­alds rak virkj­un­ar­fé­lag með helsta ráð­gjafa Ár­borg­ar við könn­un á Sel­foss­virkj­un. Kostn­að­ur við skoð­un virkj­un­ar­kost­ars­ins var rúm­lega 13 millj­ón­ir króna. Bæj­ar­full­trúi seg­ist ekki hafa vit­að um tengsl Ey­þórs við ráð­gjaf­ann.

Viðskiptafélagi Eyþórs fékk milljónir frá Árborg
Oddviti sjálfur með virkjunarfélag Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg og formaður bæjarráðs á síðasta kjörtímabili, átti virkjunarfélag með helsta ráðgjafa bæjarins við könnun á Selfossvirkjun. Hann sést hér á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Pressphotos / Geirix

Viðskiptafélagi Eyþórs Arnalds, þáverandi oddvita sjálfstæðismanna í Árborg og formanns bæjarráðs, fékk milljónir króna frá sveitarfélaginu fyrir að kanna möguleikann á því að byggja virkjun í Ölfusá. Virkjunin gekk undir vinnuheitinu Selfossvirkjun en ekkert varð af henni á endanum. Kostnaðurinn við að kanna virkjunarkostinn nam tæplega 13,3 milljónum króna fyrir Árborg. Í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar frá því í lok nóvember 2012, þar sem kostnaðurinn við könnun virkjunarkostarins er tilgreindur, kemur ekki fram hversu mikið af milljónunum þrettán hafi runnið til viðskiptafélaga Eyþórs. Fundargerðirnar sýna að Eiríkur kom á marga fundi með sveitastjórnarmönnum vegna virkjunarinnar og kynnti hann hana líka opinberlega á ýmsum fundum.

Í samtali við Stundina segir sveitastjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins, Helgi Sigurður Haraldsson, að Eyþór hafi verið helsti hvatamaður þess að kanna virkjunarkostinn en að hann hafi ekki vitað um viðskiptaleg tengsl þeirra Eiríks þegar virkjunarkosturinn var ennþá til skoðunar. 

Eggert Valur Guðmundsson, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar og nefndarmaður í framkvæmda- og veitustjórn Árborgar, segir að fjármunirnir frá Árborg vegna skoðunar á Selfossvirkjun hafi að langmestu leyti farið til Eiríks. „Þetta var bara sóun á opinberu fé því hugmyndin um þessa virkjun er bara galin eins og við margoft bentum á.“ Eggert segir að hann minnist þess ekki að vinna Eiríks fyrir Árborg hafi verið boðin út.

Viðskiptafélaginn, verkfræðingurinn Eiríkur Bragason, sem vann fyrir Árborg, á fyrirtækið Íslensk vatnsorka með Eyþóri. Fyrirtækið hefur unnið að því að fá að byggja vatnsaflsvirkjun sem kallast Hagavatnsvirkjun við sunnanverðan Langjökul. Þeir Eyþór og Eiríkur eiga fyrirtækið saman, ásamt Herði Jónssyni, en það félag á svo annað fyrirtæki, Hagavatnsvirkjun ehf., sem stofnað hefur verið utan um virkjunina mögulegu. 

Hagavatnsvirkjun var næstum því sett í nýtingarflokk rammáætlunar á yfirstandandi kjörtímabili. 

Tengsl Eyþórs, Eiríks og Illuga

Eiríkur þessi er einnig forstjóri Orku Energy sem talsvert hefur verið í fréttum í vor vegna tengsla Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra við fyrirtækið. Illugi starfaði meðal annars fyrir Orku Energy þegar hann fór í leyfi frá þingstörfum árið 2011.  

Eyþór Arnalds, sem var sveitastjórnarmaður í Árborg í tvö kjörtímabil frá 2006 til 2014 en er hættur í stjórnmálum, hefur það sem af er árinu verið skipaður af Illuga Gunnarssyni til að gegna trúnaðarstörfum fyrir hans hönd. Hann var skipaður sem formaður leikhúsráðs Þjóðleikhússins, en aðstoðarmaður Illuga lét af því starfi þegar hann réði sig til Símans, og fyrir skömmu skipaði menntamálaráðherra hann til að leiða starfshóp sem greina á fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins. Samhliða störfum sínum sem sveitarstjórnarmaður í Árborg var Eyþór í ýmsum fjárfestingarverkefnum á sviði stóriðju, meðal annars í gegnum Íslenska vatnsorku og Strokk Energy. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár