Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Viðskiptafélagi Eyþórs fékk milljónir frá Árborg

Ey­þór Arn­alds rak virkj­un­ar­fé­lag með helsta ráð­gjafa Ár­borg­ar við könn­un á Sel­foss­virkj­un. Kostn­að­ur við skoð­un virkj­un­ar­kost­ars­ins var rúm­lega 13 millj­ón­ir króna. Bæj­ar­full­trúi seg­ist ekki hafa vit­að um tengsl Ey­þórs við ráð­gjaf­ann.

Viðskiptafélagi Eyþórs fékk milljónir frá Árborg
Oddviti sjálfur með virkjunarfélag Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg og formaður bæjarráðs á síðasta kjörtímabili, átti virkjunarfélag með helsta ráðgjafa bæjarins við könnun á Selfossvirkjun. Hann sést hér á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Pressphotos / Geirix

Viðskiptafélagi Eyþórs Arnalds, þáverandi oddvita sjálfstæðismanna í Árborg og formanns bæjarráðs, fékk milljónir króna frá sveitarfélaginu fyrir að kanna möguleikann á því að byggja virkjun í Ölfusá. Virkjunin gekk undir vinnuheitinu Selfossvirkjun en ekkert varð af henni á endanum. Kostnaðurinn við að kanna virkjunarkostinn nam tæplega 13,3 milljónum króna fyrir Árborg. Í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar frá því í lok nóvember 2012, þar sem kostnaðurinn við könnun virkjunarkostarins er tilgreindur, kemur ekki fram hversu mikið af milljónunum þrettán hafi runnið til viðskiptafélaga Eyþórs. Fundargerðirnar sýna að Eiríkur kom á marga fundi með sveitastjórnarmönnum vegna virkjunarinnar og kynnti hann hana líka opinberlega á ýmsum fundum.

Í samtali við Stundina segir sveitastjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins, Helgi Sigurður Haraldsson, að Eyþór hafi verið helsti hvatamaður þess að kanna virkjunarkostinn en að hann hafi ekki vitað um viðskiptaleg tengsl þeirra Eiríks þegar virkjunarkosturinn var ennþá til skoðunar. 

Eggert Valur Guðmundsson, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar og nefndarmaður í framkvæmda- og veitustjórn Árborgar, segir að fjármunirnir frá Árborg vegna skoðunar á Selfossvirkjun hafi að langmestu leyti farið til Eiríks. „Þetta var bara sóun á opinberu fé því hugmyndin um þessa virkjun er bara galin eins og við margoft bentum á.“ Eggert segir að hann minnist þess ekki að vinna Eiríks fyrir Árborg hafi verið boðin út.

Viðskiptafélaginn, verkfræðingurinn Eiríkur Bragason, sem vann fyrir Árborg, á fyrirtækið Íslensk vatnsorka með Eyþóri. Fyrirtækið hefur unnið að því að fá að byggja vatnsaflsvirkjun sem kallast Hagavatnsvirkjun við sunnanverðan Langjökul. Þeir Eyþór og Eiríkur eiga fyrirtækið saman, ásamt Herði Jónssyni, en það félag á svo annað fyrirtæki, Hagavatnsvirkjun ehf., sem stofnað hefur verið utan um virkjunina mögulegu. 

Hagavatnsvirkjun var næstum því sett í nýtingarflokk rammáætlunar á yfirstandandi kjörtímabili. 

Tengsl Eyþórs, Eiríks og Illuga

Eiríkur þessi er einnig forstjóri Orku Energy sem talsvert hefur verið í fréttum í vor vegna tengsla Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra við fyrirtækið. Illugi starfaði meðal annars fyrir Orku Energy þegar hann fór í leyfi frá þingstörfum árið 2011.  

Eyþór Arnalds, sem var sveitastjórnarmaður í Árborg í tvö kjörtímabil frá 2006 til 2014 en er hættur í stjórnmálum, hefur það sem af er árinu verið skipaður af Illuga Gunnarssyni til að gegna trúnaðarstörfum fyrir hans hönd. Hann var skipaður sem formaður leikhúsráðs Þjóðleikhússins, en aðstoðarmaður Illuga lét af því starfi þegar hann réði sig til Símans, og fyrir skömmu skipaði menntamálaráðherra hann til að leiða starfshóp sem greina á fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins. Samhliða störfum sínum sem sveitarstjórnarmaður í Árborg var Eyþór í ýmsum fjárfestingarverkefnum á sviði stóriðju, meðal annars í gegnum Íslenska vatnsorku og Strokk Energy. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár