„Við eigum þetta náttúrulega saman því við erum hjón: Allt hennar er mitt og allt mitt er hennar,“ segir Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður um hvernig það gerðist að 14 prósent eignarhlutur hans í smábátaútgerðinni Marveri ehf. í Grindavík varð eign konu hans. Páll Jóhann á sæti í atvinnuveganefnd Alþingis sem fjallar um frumvarp sjávaútvegsráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um úthlutun á makríl. Marver veiddi tæp 180 tonn af makríl í fyrra og mun fá úthlutuðum makrílkvóta upp á 50 milljónir króna ef frumvarpið verður að lögum, líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku.
Athugasemdir