Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að stjórnvöld mættu ekki vera „feimin“ við að semja við einkarekna heilbrigðisfyrirtækið Klíníkina um framkvæmd liðskiptaaðgerða.
Á meðal hluthafa í fyrirtækinu eru Hrólfur Einarsson, náfrændi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona og einn stærsti hluthafi Morgunblaðsins, Ásta Þórarinsdóttir sem Bjarni Benediktsson skipaði sem stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins árið 2015 og Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem er stjórnarformaður Klíníkurinnar.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur varað við samið verði við Klíníkina um liðskiptaaðgerðir og óttast að slíkt muni grafa undan starfsemi Landspítalans. Vilhjálmur Árnason velti því upp á Alþingi í dag hvort stytta
Athugasemdir