Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Valitor viðurkennir viðskipti við vafasaman færsluhirði

Ís­lenska færslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið Valitor við­ur­kenn­ir að hafa átt í við­skipt­um við hið vafa­sama fyr­ir­tæki eMerchant­Pay og eig­anda þess, Jón­as Reyn­is­son. Við­skipt­un­um var hætt á ár­un­um 2012 og 2013 og í kjöl­far­ið varð al­gjört hrun í veltu Valitors í er­lendri færslu­hirð­ingu.

Valitor viðurkennir viðskipti við vafasaman færsluhirði
Jónas og Valitor Tengsl Jónasar við íslensku færsluhirðingarfyrirtækin eru í gegnum vafasöm viðskipti á netinu, viðskipti sem Valitor vildi ekki lengur taka þátt í.

Íslenska kortafyrirtækið Valitor viðurkennir í tölvupósti til Stundarinnar að hafa átt í viðskiptum við breska fjármálafyrirtækið eMerchantPay og eiganda þess, Jónas Reynisson. Þessar upplýsingar fengust í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar Stundarinnar um íslensku færsluhirðingarfyrirtækin Valitor og Borgun. Þær staðfesta það sem Stundin hefur áður greint frá; að bæði fyrirtækin högnuðust gríðarlega á skömmum tíma með vafasömum viðskiptum við Jónas Reynisson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sem sagði starfi sínu lausu þar árið 2001 og flutti lögheimili sitt til Búlgaríu.

„Þessi gríðarlegi vöxtur tengdist meðal annars vafasömum viðskiptum við erlenda aðila, viðskiptum sem Jónas Reynisson kom nálægt.

Slóð Jónasar Reynissonar nær út um allan heim, meðal annars alla leið frá Íslandi og til aflandsfélaga en eitt þeirra var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Það félag dúkkaði upp í hinum svokölluðu „Panama-skjölum“. Í þeim skjölum sem Stundin hefur undir höndum eru tengsl aflandsfélagsins við Sparisjóð Hafnarfjarðar auk þess sem hægt var að finna ýmsar upphæðir sem hlaupa á hundruðum þúsunda Bandaríkjadollara. Jónas og eiginkona hans, hæstaréttarlögmaðurinn Hanna Lára Helgadóttir, voru skráð fyrir félaginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár