Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Valitor viðurkennir viðskipti við vafasaman færsluhirði

Ís­lenska færslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið Valitor við­ur­kenn­ir að hafa átt í við­skipt­um við hið vafa­sama fyr­ir­tæki eMerchant­Pay og eig­anda þess, Jón­as Reyn­is­son. Við­skipt­un­um var hætt á ár­un­um 2012 og 2013 og í kjöl­far­ið varð al­gjört hrun í veltu Valitors í er­lendri færslu­hirð­ingu.

Valitor viðurkennir viðskipti við vafasaman færsluhirði
Jónas og Valitor Tengsl Jónasar við íslensku færsluhirðingarfyrirtækin eru í gegnum vafasöm viðskipti á netinu, viðskipti sem Valitor vildi ekki lengur taka þátt í.

Íslenska kortafyrirtækið Valitor viðurkennir í tölvupósti til Stundarinnar að hafa átt í viðskiptum við breska fjármálafyrirtækið eMerchantPay og eiganda þess, Jónas Reynisson. Þessar upplýsingar fengust í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar Stundarinnar um íslensku færsluhirðingarfyrirtækin Valitor og Borgun. Þær staðfesta það sem Stundin hefur áður greint frá; að bæði fyrirtækin högnuðust gríðarlega á skömmum tíma með vafasömum viðskiptum við Jónas Reynisson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sem sagði starfi sínu lausu þar árið 2001 og flutti lögheimili sitt til Búlgaríu.

„Þessi gríðarlegi vöxtur tengdist meðal annars vafasömum viðskiptum við erlenda aðila, viðskiptum sem Jónas Reynisson kom nálægt.

Slóð Jónasar Reynissonar nær út um allan heim, meðal annars alla leið frá Íslandi og til aflandsfélaga en eitt þeirra var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Það félag dúkkaði upp í hinum svokölluðu „Panama-skjölum“. Í þeim skjölum sem Stundin hefur undir höndum eru tengsl aflandsfélagsins við Sparisjóð Hafnarfjarðar auk þess sem hægt var að finna ýmsar upphæðir sem hlaupa á hundruðum þúsunda Bandaríkjadollara. Jónas og eiginkona hans, hæstaréttarlögmaðurinn Hanna Lára Helgadóttir, voru skráð fyrir félaginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár