Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Valitor viðurkennir viðskipti við vafasaman færsluhirði

Ís­lenska færslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið Valitor við­ur­kenn­ir að hafa átt í við­skipt­um við hið vafa­sama fyr­ir­tæki eMerchant­Pay og eig­anda þess, Jón­as Reyn­is­son. Við­skipt­un­um var hætt á ár­un­um 2012 og 2013 og í kjöl­far­ið varð al­gjört hrun í veltu Valitors í er­lendri færslu­hirð­ingu.

Valitor viðurkennir viðskipti við vafasaman færsluhirði
Jónas og Valitor Tengsl Jónasar við íslensku færsluhirðingarfyrirtækin eru í gegnum vafasöm viðskipti á netinu, viðskipti sem Valitor vildi ekki lengur taka þátt í.

Íslenska kortafyrirtækið Valitor viðurkennir í tölvupósti til Stundarinnar að hafa átt í viðskiptum við breska fjármálafyrirtækið eMerchantPay og eiganda þess, Jónas Reynisson. Þessar upplýsingar fengust í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar Stundarinnar um íslensku færsluhirðingarfyrirtækin Valitor og Borgun. Þær staðfesta það sem Stundin hefur áður greint frá; að bæði fyrirtækin högnuðust gríðarlega á skömmum tíma með vafasömum viðskiptum við Jónas Reynisson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sem sagði starfi sínu lausu þar árið 2001 og flutti lögheimili sitt til Búlgaríu.

„Þessi gríðarlegi vöxtur tengdist meðal annars vafasömum viðskiptum við erlenda aðila, viðskiptum sem Jónas Reynisson kom nálægt.

Slóð Jónasar Reynissonar nær út um allan heim, meðal annars alla leið frá Íslandi og til aflandsfélaga en eitt þeirra var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Það félag dúkkaði upp í hinum svokölluðu „Panama-skjölum“. Í þeim skjölum sem Stundin hefur undir höndum eru tengsl aflandsfélagsins við Sparisjóð Hafnarfjarðar auk þess sem hægt var að finna ýmsar upphæðir sem hlaupa á hundruðum þúsunda Bandaríkjadollara. Jónas og eiginkona hans, hæstaréttarlögmaðurinn Hanna Lára Helgadóttir, voru skráð fyrir félaginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár