Valitor viðurkennir viðskipti við vafasaman færsluhirði

Ís­lenska færslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið Valitor við­ur­kenn­ir að hafa átt í við­skipt­um við hið vafa­sama fyr­ir­tæki eMerchant­Pay og eig­anda þess, Jón­as Reyn­is­son. Við­skipt­un­um var hætt á ár­un­um 2012 og 2013 og í kjöl­far­ið varð al­gjört hrun í veltu Valitors í er­lendri færslu­hirð­ingu.

Valitor viðurkennir viðskipti við vafasaman færsluhirði
Jónas og Valitor Tengsl Jónasar við íslensku færsluhirðingarfyrirtækin eru í gegnum vafasöm viðskipti á netinu, viðskipti sem Valitor vildi ekki lengur taka þátt í.

Íslenska kortafyrirtækið Valitor viðurkennir í tölvupósti til Stundarinnar að hafa átt í viðskiptum við breska fjármálafyrirtækið eMerchantPay og eiganda þess, Jónas Reynisson. Þessar upplýsingar fengust í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar Stundarinnar um íslensku færsluhirðingarfyrirtækin Valitor og Borgun. Þær staðfesta það sem Stundin hefur áður greint frá; að bæði fyrirtækin högnuðust gríðarlega á skömmum tíma með vafasömum viðskiptum við Jónas Reynisson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sem sagði starfi sínu lausu þar árið 2001 og flutti lögheimili sitt til Búlgaríu.

„Þessi gríðarlegi vöxtur tengdist meðal annars vafasömum viðskiptum við erlenda aðila, viðskiptum sem Jónas Reynisson kom nálægt.

Slóð Jónasar Reynissonar nær út um allan heim, meðal annars alla leið frá Íslandi og til aflandsfélaga en eitt þeirra var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Það félag dúkkaði upp í hinum svokölluðu „Panama-skjölum“. Í þeim skjölum sem Stundin hefur undir höndum eru tengsl aflandsfélagsins við Sparisjóð Hafnarfjarðar auk þess sem hægt var að finna ýmsar upphæðir sem hlaupa á hundruðum þúsunda Bandaríkjadollara. Jónas og eiginkona hans, hæstaréttarlögmaðurinn Hanna Lára Helgadóttir, voru skráð fyrir félaginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu